Morgunblaðið - 18.01.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 18.01.2010, Síða 23
Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 Ýmislegt þarf þó að útfæra betur í hljóm sveitarinnar og þetta var allt saman fremur grautarlegt29 » RAGNHEIÐUR Gestsdóttir hlaut Dimmalimm – Íslensku mynd- skreytiverðlaunin 2009 sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Gerðu- bergi á laugardaginn. Ragnheiður fékk verðlaunin fyrir bók sína Ef væri ég söngvari en hún inniheldur yfir 120 kvæði fyrir börn sem Ragnheiður valdi og myndskreytti. Í dómnefndinni voru Kalman le Sage de Fontenay, grafískur hönn- uður, sem er fulltrúi Myndstefs, Aðalsteinn Ingólfsson, sem fulltrúi Gerðubergs, og Bryndís Lofts- dóttir bóksali, fulltrúi Eymunds- son. Dómnefnd var sammála um að í bókinni væru á ferðinni einstaklega vel unnar myndskreytingar þar sem nostrað hefði verið við hvert smáatriði, og að kápumynd og prentverkið í heild sinni væri höf- undi, útgáfu og prentsmiðju til sóma. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Það var langur vegur frá hugmynd að bók í þessu tilfelli. Fyrst dvaldi Ragnheiður lengi yfir lagavalinu. Þegar það lá fyrir hófst myndavinnan og ef fólk rýnir í myndirnar getur það bara ímyndað sér hvað hún hefur tekið langan tíma. Öll smáatriði eru klippt út í ótal gerðir af pappír sem hún safn- ar út um víðan völl og límir svo saman með nákvæmni skurðlæknis. Ragnheiður gerir miklar kröfur til útlits bóka sinna og fylgir þeim í gegnum alla vinnslu.“ Ragnheiður fékk verðlaunafé upp á 450.000 kr. Þetta var í áttunda sinn sem verðlaunin eru veitt en áður hafa eftirfarandi listamenn veitt Dim- malimm-verðlaununum viðtöku: Áslaug Jónsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Brian Pilkington, Björk Bjarkadóttir, Sigrún Eldjárn og Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Nú stendur yfir í Gerðubergi sýningin Þetta vilja börnin sjá!, þar sem sjá má myndskreytingar úr barnabókum eftir þá 25 lista- menn sem kepptu um Íslensku myndskreytiverðlaunin. Höfundi til sóma Dimmalimm- verðlaunin afhent Afhending Ragnheiður tekur við verð- laununum úr hendi Dimmalimmar. ANNAÐ kvöld, þriðjudags- kvöld, heldur gítarleikarinn Kristinn H. Árnason tónleika í sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á fimmtudagskvöldið, 21. janúar, kemur Kristinn svo fram á hádegistónleikum á byggðasafninu Hvoli á Dalvík þar sem einnig verður boðið upp á léttar veitingar. Hefjast þeir tónleikar kl. 12.10. Á hvor- um tveggja tónleikunum verða m.a. flutt verk eft- ir Narvaez, Sanz, Bach, Villa-Lobos, de Falla og Albeniz. Kristinn gaf út sinn fimmta disk með gítarein- leik fyrir síðustu jól. Tónlist Gítarleikur á Norðurlandi Kristinn Árnason MYNDLISTARTVÍEYKIÐ Rosen/Wojnar sýnir og segir frá verkefnum sínum í hádeg- isfyrirlestri Opna listaháskól- ans, í myndlistardeild Listahá- skóla Íslands, Laugarnesvegi 91, í dag kl. 12.30. Myndlist Nikolai von Rosen og Florian Wojnar spannar mörg svið og jafnvel má segja að snertiflöturinn sjálfur, eða bilið á milli heima, sé ákveðinn hugmyndalegur grunnur fjölbreytilegra verkefna þeirra. Rosen og Wojnar verða gestir Ný- listasafnsins á Listahátíð í vor. Þeir búa í Berlín og reka þar vinnustofu en starfa einnig báðir sem aðstoðarprófessorar við Tækniháskólann í Zürich. Myndlist Rosen/Wojnar með opinn fyrirlestur Verk eftir Rosen/ Wojnar. GÍTARLEIKARINN Andrés Þór leiðir kvartett sem opnar jamsession á Bebopkvöldi Be- bopfélags Reykjavíkur á Kaffi Kúltúra (beint á móti Þjóðleik- húsinu) í kvöld, mánudaginn 18. janúar, kl. 21.30. Kvartettinn skipa ásamt Andrési: Ari Bragi Kárason á trompet og flygelhorn, Nicolas Moreaux á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Þeir félagar leika í fyrra setti nokkur vel valin lög úr ýmsum áttum en í seinna setti verður opin jam- session þar sem allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að spila með. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er inn fyrir þátttakendur í jamsessioninni. Tónlist Andrés Þór og fé- lagar á Bebopkvöldi Andrés Þór Gunnlaugsson Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is HARPA Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur og Margrét Áskelsdóttir listfræðingur stofnuðu seint á síðasta ári Framkvæmdarfélag listamanna, FRAFL, sem sér um verkefnastjórn og umsjón myndlistartengdra viðburða. „Þetta er fyrirtæki sem vinnur með og fyrir íslenska myndlistarmenn og aðstoðar þá við undirbúning, framkvæmd og þróun ýmissa verkefna sem tengjast myndlist,“ segja Harpa Fönn og Margrét. „Þessi þjónusta hefur ekki verið í boði áður fyrir íslenska myndlistarmenn. Með henni erum við að skapa ný tækifæri fyrir þá,“ segja þær. „Við ein- beitum okkur að ungum myndlistarmönnum, það er að segja þeim listamönnum sem eru ungir innan listamarkaðar eða eru ekki á samningi hjá galleríi. Við hjálpum þeim að feta sig á myndlistarmark- aðnum og finna nýjar leiðir til að koma sér áfram, kynna verkin sín og selja þau.“ Þær árétta einnig að mikilvægt sé að listamenn gæti réttar síns og því bjóði félagið einnig upp á ráðgjöf og lögfræði- aðstoð. „Í dag er það þannig að til að koma sér á fram- færi þurfa myndlistarmenn að halda sýningu á listasöfnum eða komast á samning hjá galleríum. Þeim hafa nánast einungis staðið þessar tvær leið- ir til boða. Það er erfitt fyrir unga myndlistar- menn sem eru ekki orðnir þekkt nafn að komast þarna inn þannig að þeir græða á því að koma til okkar. Ef þeir eru með góða hugmynd í farteskinu getum við hjálpað þeim að hrinda henni í fram- kvæmd.“ Í heimsókn hjá saumaklúbbum Þær segja að frá því félagið var stofnað í nóv- ember hafi þær sinnt ýmsum ólíkum verkefnum, til dæmis sett upp sýningar, gefið út listaverka- kort og gefið út listaverkabókina Beauty Swift Generation Revolution eftir Snorra Ásmundsson, en um 10 aðrir listamenn komu að bókinni á einn eða annan hátt. FRAFL hefur þó aðallega sinnt því sem kalla má persónulega kynningu myndlistar. „Fyrir ára- mót fórum við í heimahús með myndlistarmönn- unum þar sem þeir kynntu sig og verk sín fyrir saumaklúbbum. Þetta vakti mikla lukku hjá saumaklúbbskonunum sem hittu þarna unga myndlistarmenn og fengu hlutdeild í reynslu þeirra og hugmyndunum á bak við verkin. Við kynningarnar myndast persónuleg tengsl á milli þess sem skapar og þess sem nýtur, ef svo má að orði komast. Kynningarnar urðu mjög vinsælar og því ákváðum við á nýju ári að þróa þær í stærra form, þótt við munum að sjálfsögðu einnig halda þeim áfram í heimahúsum. Við stefnum á sam- starf með aðilum innan ferðamálageirans nú strax eftir áramót og verður mjög spennandi að sjá hvernig kynningarnar leggjast í útlendingana. Við getum þó ekki gefið upp nafn samstarfsaðila að svo stöddu.“ Opnar fyrir öllum hugmyndum Harpa Fönn og Margrét segjast hafa ýmis áform varðandi samstarf við önnur listform, eins og tónlist og leiklist, en sú hugmyndavinna sé í þróun. „Við erum opnar fyrir öllum hugmyndum að verkefnum og samstarfi og hvetjum myndlist- armenn, jafnt sem aðra listamenn, til að hafa sam- band við okkur, ef þeir telja að við getum sam- einað krafta okkar,“ segja þær. Tækifæri fyrir myndlistarmenn  Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Margrét Áskelsdóttir hafa stofnað Framkvæmdarfélag listamanna  Unnið með og fyrir unga myndlistarmenn Morgunblaðið/Golli FRAFL Harpa Sigurjónsdóttir og Margrét Áskelsdóttir „Við stefnum á samstarf með aðilum innan ferðamálageirans.“ Nýlega barst mér í hendur geisla- diskur með Kristni Árnasyni gítarleikara. Diskurinn er gefinn út af 12 tónum. Á framhliðinni er mynd af Kristni þar sem hann hallar sér upp að gítarnum, dreyminn á svip. Það gefur til kynna að tónlistin á diskinum sé róleg, draumkennd, jafnvel slök- unar- eða leiðslutónlist. Það er ekki alveg svo. Eins og gjarnan er þegar ís- lenskur gítarleikari kemur fram á geisladiski er efnisskráin spænsk, enda er gítarinn þjóðarhljóðfæri Spánar. Oft vantar snerpu í túlk- unina hjá íslenskum gítarleik- urum. Spænsk tónlist er blóðheit og full af andstæðum, en margir íslenskir gítarleikarar virðast vera miklir rólyndisnáungar. Það vant- ar stundum kraftinn og fjörið til að tónlistin sé áhugaverð og skemmtileg. En kannski er ástæðan ekki skapferlið. Kannski er leiktæknin, fingrafimin ekki alltaf nægileg. Ef menn spila hratt og líflegt verk en ráða ekki fyllilega við það verður túlkunin varfærnisleg, dauf og óspennandi. Þetta á ekki við um Kristin Árnason. Á geisladiskinum er ein- mitt spænsk tónlist, og Kristinn er svo flinkur að hann hefur ekkert fyrir hröðum nótnahlaupum. Þau hljóma áreynslulaus, alveg eins og þau eiga að vera. Túlkunin er lit- rík og lifandi, flæðið í músíkinni óheft og stemningin ómenguð. Út- koman er frábær skemmtun, mað- ur nýtur þess að hafa geisladisk- inn á fóninum. Klaufalegt er þó að nöfnin á lög- unum skuli ekki sjálfkrafa birtast þegar diskinum er hlaðið inn í tölvu. Maður þarf að vélrita nöfnin sjálfur. Fyrir þá sem eiga iPod og hlusta á tónlist á ferð og flugi er þetta bagalegt. Þegar haft er í huga hversu vandaður diskurinn er koma þessir annmarkar á óvart. Fyrir utan þetta er diskurinn sennilega sá besti sem Kristinn hefur sent frá sér. Geisladiskur Kristinn Árnason gítarleikari – Giuli- ani Sor Aguado Carcassi bbbbm Tónlist eftir Sor, Aguado, Giuliani og Carcassi. JÓNAS SEN TÓNLIST Blóðheitur og klár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.