Morgunblaðið - 10.02.2010, Page 1

Morgunblaðið - 10.02.2010, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 33. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF STUNDA ÍSKLIFUR VÍÐA UM LANDIÐ «MENNINGFÓLK Sveitin FM Belfast fer í Evróputúr 6 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STÓR hluti af afborgunum lána, sem Landsbankinn veitti fyrirtækjum og einstaklingum í Bretlandi, hefur far- ið inn á vaxtalausan innlánsreikning í Englandsbanka. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er heildarupphæð þessara afborgana nærri 200 milljarðar króna frá því að eignir bankans í Bretlandi voru frystar haustið 2008. Frystingunni var reyndar aflétt í júní sl. en innistæðunum hefur ekki verið hægt að ráðstafa, samkvæmt tilskipun frá breska fjármálaeftir- litinu, þar sem ekki má flytja fé í eigu þrotabúa úr landi. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins úr fjármálaráðu- neytinu hefur það komið til tals í við- ræðum Íslendinga við Breta að færa afborganirnar inn á aðra banka- reikninga sem bæru einhverja inn- lánsvexti. Niðurstaða hefur ekki fengist í því. Ekki fengust upplýs- ingar um það hjá skilanefnd Lands- bankans í gær hve stór hluti afborg- ana hefur farið inn á reikning Englandsbanka og í hvaða bönkum afgangurinn liggur. Munu einhverjir vextir hafa verið á þeim innistæðum, en til samanburðar má nefna að Ís- landi bjóðast 5,5% vextir á lánum Breta og Hollendinga vegna Icesave. Skilanefndin gerði á sínum tíma samkomulag við Englandsbanka um að vernda lánasöfn og eignir Lands- bankans í Bretlandi, þar sem mikill þrýstingur var á að selja eignir bankans strax eftir hrunið. Þegar skýringa var leitað á því hjá skilanefndinni af hverju afborgan- irnar væru vaxtalausar fengust þau svör að Englandsbanki hefði ekki boðið upp á neina vexti. Var öðrum bönkum en Englandsbanka á þeim tíma ekki treyst til að taka við af- borgunum á lánum Landsbankans, segir talsmaður nefndarinnar. Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi » Afborganir vaxtalausar hjá Englandsbanka » Rætt við Breta um að flytja féð annað » Afborganir í heild nærri 200 milljarðar Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÞUNG undiralda var á fjölmennum borgarafundi í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja um málefni Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja (HSS) í gær. Í lok fundarins tók heilbrigðisráð- herra við mótmælum 9.897 íbúa við frekari niðurskurði á HSS. Til fundarins boðuðu grasrótar- samtök og er tilefnið óánægja með fyrirhugaðan niðurskurð á þjónustu HSS og uppsagnir starfsfólks. Að loknum framsöguræðum svaraði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra fyrirspurnum. Stóð hún í pontu í einn og hálfan tíma og fékk fjölda fyrirspurna og ábendinga. Svolítið var um frammíköll og einu sinni púað þegar fundarmönnum líkaði ekki svar ráðherrans. Meðal annars var slök þjónusta heilsugæslunnar gagnrýnd. Undir lok fundarins sagði kona frá því að hún hefði nýlega pantað tíma fyrir son sinn en ekki fengið tíma hjá heilsugæslulækni fyrr en í byrjun mars. Álfheiður telur að leggja eigi meiri áherslu á heilsugæsluþjón- ustuna hjá HSS en sjúkrahúsið. „Fólk er eðlilega mjög óttasleg- ið,“ segir Skúli S. Ólafsson, sóknar- prestur í Keflavíkurkirkju, sem var á fundinum og lýsir erfiðum að- stæðum á svæðinu, miklu atvinnu- leysi og skorti á tækifærum.  Þarf að endurræsa | 8 Nærri 10 þúsund íbúar mótmæla niðurskurði Ljósmynd/Hilmar Bragi Fjölmenni Um 370 íbúar voru á borgarafundi um málefni HSS í gær. Konráð Lúðvíksson yfirlæknir útskýrði stöðu mála fyrir ráðherranum. Þung undiralda á fjölmennum borgarafundi um málefni HSS  SIGMUNDUR Davíð Gunn- laugsson, for- maður Fram- sóknarflokks, segir að þjóð- aratkvæða- greiðsla um Ice- save eigi að fara fram, jafn- vel þótt hag- stæðari samn- ingur náist við Breta og Hollendinga. Þá yrði kosið á milli laganna sem forset- inn synjaði staðfestingar og laga sem byggjast á hinum nýja samn- ingi. Bæði Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokks, og Guð- bjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, telja hins vegar að ekki þurfi að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu ef nýir samn- ingar takast. Lagaprófessor segir ekkert athugavert við að stjórn- völd felli lög, sem forsetinn hefur synjað staðfestingar, úr gildi án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. »6 Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  ÁHYGGJUR hollenska seðla- bankastjórans haustið 2008 lutu að stöðu ís- lensks efna- hagslífs og stærð fjármála- kerfisins í heild en ekki að Lands- bankanum sér- staklega. Kem- ur það fram í yfirlýsingu Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra, í blaðinu í dag. Halldór segir í yfirlýsingunni nauðsynlegt að leiðrétta rang- færslur í opinberri umræðu um Ice- save, þar á meðal nýlegar yfirlýs- ingar fulltrúa Seðlabanka Hollands. „Hann [hollenski seðlabanka- stjórinn] tók að eigin frumkvæði fram að ef kerfislægir erfiðleikar kæmu upp væri staða trygginga- sjóða innlána ekki til umræðu, því þeim væri ekki ætlað hlutverk við þær aðstæður,“ segir Halldór J. Kristjánsson. »18 Tók fram að tryggingasjóð- ur tæki ekki til kerfishruns Halldór J. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.