Morgunblaðið - 10.02.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.02.2010, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 FASTEIGNAGJÖLD sveitarfélaga breytast mikið á milli ára, að mestu vegna gagngers endurmats á fasteignamati en einnig vegna hækkana á álagsprósentu sveitar- félaga, segir í frétt frá ASÍ. Mest hækka fasteignagjöld á Eyr- arbakka en einnig hækkar mikið á Selfossi og í Reykjanesbæ. Mesta lækkun á milli ára er á Völlunum í Hafnarfirði, í Teigum/Krikum í Mosfellsbæ, Sjálandi í Garðabæ og á Sauðárkróki. Sorphirðugjald hækkar hjá öll- um sveitarfélögum nema Fljóts- dalshéraði þar sem þau lækka um 3% og hjá Reykjavík þar sem þau standa í stað. Mest hækkun sorp- hirðugjalda er 54% í Árborg, 46% á Akranesi og á Akureyri um 42%. Morgunblaðið/RAX Miklar breytingar á fasteignagjöldum FÉLAG kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráð Íslands og Samtök at- vinnulífsins undirrituðu samstarfs- samning 15. maí sl. með það að markmiði að hlutfall hvors kyns í forystusveit íslensks atvinnulífs verði sem næst 40% í árslok 2013. Jafnréttisráð skorar á alla sem undirrituðu samninginn að beita sér til þess að markmið samnings- ins náist sem fyrst, enda fer nú sá tími í hönd þar sem gera má brag- arbót. Aðalfundir framundan og því kjörið tækifæri til breytinga. Jafnt kynjahlutfall í stjórn íslensks atvinnulífs er mikilvægt skref í átt til jafnréttis og atvinnulífi landsins til heilla. Jafnréttisráð vill jafnari hlut kvenna ÞINGFLOKKUR Samfylking- arinnar leggur af stað í fund- arferð í vikunni um land allt undir yfirskriftinni „Samstaða um end- urreisn“, þar sem landsmönnum er boðið upp á milliliðalaust sam- tal um þau stóru og viðamiklu úr- lausnarefni sem unnið er að. Í gær voru fundir í á Akranesi, Húsavík og Keflavík. Í dag, mið- vikudag, verða fundir á Patreks- firði, Eskifirði og Neskaupstað og í Reykjavík. Á morgun, fimmtu- dag, verður fundað í Vest- mannaeyjum, Mosfellsbæ, Hvera- gerði, Reykjanesbæ og Hvammstanga. Síðasti fundurinn verður svo í Reykjavík þriðjudag- inn 16. febrúar nk. Samfylkingarfundir ÓHÁÐI söfn- uðurinn í Reykjavík er 60 ára um þessar mund- ir. Tildrögin að stofnun safnaðarins eru þau að í kjölfar prests- kosninga í Fríkirkjunni ákváðu stuðningsmenn sr. Emils Björnssonar sem tapaði kosning- unni að stofna sinn eigin söfnuð og kalla Emil þar til þjónustu. Í tilefni að afmælinu verður há- tíðarmessa í söfnuðinum nk. sunnu- dag kl. 14. Pétur Þorsteinsson ann- ast guðsþjónustuna en Ómar Þ. Ragnarsson, fréttamaður og fjöl- fræðingur, verður ræðumaður. Afmælismessa í Óháða söfnuðinum STUTT RYKBINDING gatna til að koma í veg fyrir svifryksmengun yfir heilsu- verndarmörkum heppnaðist mjög vel um liðna helgi. Bindingin var gerð að- faranótt föstudags og virðist enn í gær þriðjudag, gera gagn, sam- kvæmt upplýsingum frá umhverf- issviði Reykjavíkur. Styrkur svifryks (PM10) hefur far- ið þrisvar sinnum yfir heilsuvernd- armörk á árinu við gatnamót Grens- ásvegar og Miklubrautar. Farstöð til mælinga hefur frá jól- um verið staðsett á horni Miklubraut- ar og Stakkahlíðar og hefur styrkur svifryks frá áramótum farið þar fjór- um sinnum yfir mörkin. Rykbind- ingin aðfaranótt föstudags kom í veg fyrir að farið yrði þar í fimmta sinn yfir heilsuverndarmörkin. Síðast fór styrkur svifryks á þessu umferð- arhorni yfir fimmtudaginn 4. febrúar og mældist þá 95,6 míkrógrömm á rúmmetra. Veðurskilyrði hafa undanfarið ver- ið kjörin fyrir svifryksmengun, því götur hafa verið þurrar og vindur og hiti lítill. Rykið er bundið með salt- pækli eða magnesíumklóríði. Viðbragðsteymi Reykjavík- urborgar fylgist með loftmengun í borginni, sendir út viðvaranir og grípur til aðgerða eins og að rykbinda umferðargötur þegar þörf er á. Rykbinding kemur í veg fyrir mengun Morgunblaðið/Júlíus Ástand Undanfarið hafa veðurskilyrði verið kjörin fyrir svifryksmengun. Landssamband íslenskra útvegsmanna Morgunverðarfundur á Grand Hótel fimmtudaginn 11. febrúar kl. 8:00-9:30 Úttekt Deloitte sýnir að verði aflaheimildir teknar af sjávarútvegsfyrirtækjunum á 20 árum leiðir það til gjaldþrots þeirra. Boðuð fyrningarleið stjórnvalda elur á óvissu og ógnar atvinnu og afkomu starfsfólks í sjávarútvegi, svo og þeirra þúsunda annarra sem byggja afkomu sína á þjónustu við atvinnugreinina. Dagskrá: Sjávarútvegsfyrirtækin lifa fyrningarleiðina ekki af Þorvarður Gunnarsson, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Deloitte Áhrif fyrningarleiðar á sjávarútvegsfyrirtækin Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood hf,. Sauðárkróki Fyrningarleið – Þjóðhagsleg áhrif Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands Fundarstjóri er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Fyrningarleið í sjávarútvegi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.