Morgunblaðið - 10.02.2010, Page 13

Morgunblaðið - 10.02.2010, Page 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 Stuttar fréttir ... ● ÚTFLUTNINGUR Alcoa Fjarðaáls á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Flutt voru út rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblönd- um og álvírum. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1,4 milljörðum króna á viku, eða rúm- lega 200 milljónum króna á dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyr- irtækinu. Útflutningur 74 ma. kr. ● HECTOR Sants, forstjóri fjármála- eftirlitsins í Bret- landi (FSA), hefur sagt starfi sínu lausu. Í yfirlýsingu sagði Sants að hann hygðist yf- irgefa fjármálaeft- irlitið í sumar, eins og hann hafði alltaf ætlað sér. Hann hefur sinnt starfi forstjóra í þrjú ár, en hann var áður hjá fjárfestingabank- anum Credit Suisse. Það var í for- stjóratíð Sants sem íslensku bankarnir féllu og FSA átti í samningaviðræðum við Landsbanka og Kaupþing um ráð- stafanir vegna Icesave- og Edge- innistæðureikninga þeirra í Bretlandi. Hector Sants Sants hættir hjá breska fjármálaeftirlitinu SKORTSTAÐA spákaupmanna og vogunarsjóða gegn evrunni hefur aldrei verið hærri en um þessar mundir. Þetta kemur í ljós þegar rýnt er í tölur kauphallarinnar í Chi- cago yfir framvirka samninga í evr- um. Samkvæmt breska blaðinu Fin- ancial Times fjölgaði framvirkum samningum sem fela í sér skortstöðu gagnvart evru í kauphöllinni í Chi- cago um ríflega 4 þúsund í síðustu viku. Samtals eru nú tæplega 44 þús- und slíkir samningar skráðir og nemur andvirði þeirra um þessar mundir um átta milljörðum Banda- ríkjadala. Þessi þróun endurspeglar meðal annars vaxandi trú fjárfesta á því að fjárhagsvandræði grískra stjórn- valda muni hafa djúpstæð áhrif ann- ars staðar á evrusvæðinu og vantrú á að spænsk og portúgölsk stjórnvöld geti komið böndum á hallarekstur hins opinbera. Eins og fram kemur í umfjöllun The Daily Telegraph í gær minnir aukningin á skortstöðu gegn evrunni um margt á þegar hinn þekkti fjárfestir George Soros lagð- ist til atlögu gegn aðild breska pundsins að gjaldeyrissamstarfi Evrópuríkja árið 1992. Vogunar- sjóðsstjórar eru að feta í sömu fót- spor um þessar mundir og vonast til þess að hagnast á því að ríki á borð við Grikkland þurfi að hrökklast úr evrusvæðinu eða þá að önnur ríki þurfi að veita efnahagsaðstoð af slíkri stærðargráðu að það muni grafa undan gengi evrunnar gagn- vart helstu gjaldmiðlum. Gengi evr- unnar gagnvart dalnum hefur veikst að undanförnu og hefur það ekki ver- ið lægra í um átta mánuði. ornarnar@mbl.is Reuters Skortstaða Kambódískur spákaup- maður handleikur evrur. Skortstöður í evru aldrei fleiri Veðjað á lækkun vegna Grikklands Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÍSLANDSPÓSTUR misnotaði sennilega markaðsráðandi stöðu sína í samskiptum við Póstmarkað- inn ehf. þegar síðarnefnda fyrirtæk- ið leitaði samninga við Íslandspóst. Kemur þetta fram í bráðabirgða- ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í gær. Póstmarkaðurinn er fyrirtæki sem vill hasla sér völl m.a. sem póst- miðlari, þ.e. safna saman pósti frá svokölluðum stórnotendum og koma honum síðan til Íslandspósts til dreifingar. Íslandspóstur hefur einkaleyfi á dreifingu á pósti undir 50 grömmum og óskaði Póstmark- aðurinn eftir því að fá að gera samn- ing um magnafslátt, eins og Íslands- póstur hefur gert við aðra stórnot- endur. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að í samningaviðræðum milli fyrirtækjanna hafi Íslandspóstur sett skilyrði, sem ekki séu sambæri- leg við þau sem aðrir stórnotendur þurfi að uppfylla. Til dæmis taldi eftirlitið sennilegt að Íslandspóstur hefði krafist þess að fá að vita hverjir viðskiptavinir Póstmarkaðarins væru. Þar sem Ís- landspóstur og Póstmarkaðurinn væru keppinautar um viðskipti við stórnotendur telur eftirlitið að slík upplýsingagjöf gæti falið í sér veru- lega röskun á samkeppni. Síðar í samningaviðræðunum vildi Íslands- póstur annaðhvort fá viðeigandi tryggingu fyrir greiðslu frá Póst- markaðnum eða að settur yrði ákveðinn reynslutími. Eftirlitið taldi þessa skilmála ekki í samræmi við gjaldskrá Íslands- pósts eða þá samninga, sem gerðir hafi verið við aðra stórnotendur. Þar með mætti Íslandspóstur, í ljósi markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins, ekki mismuna viðskiptavinum með þeim hætti. Bráðabirgðaákvörðun er tekin, þegar talið er þurfa að bregðast skjótt við meintum brotum. Við slík- ar aðstæður er nægilegt að brot sé „sennilegt“. Samkeppniseftirlitið beinir í ákvörðun sinni þeim fyrirmælum til Íslandspósts að fyrirtækið semji við Póstmarkaðinn í samræmi við gjald- skrá fyrir stórnotendur. Þá skuli skilmálar vera almennir, þannig að fyrirtæki sem eigi í samskonar við- skiptum njóti sömu kjara. Misnotaði „sennilega“ markaðsráðandi stöðu sína  Samkeppniseftirlit skipar Íslandspósti að semja við Póstmarkaðinn um dreifingu Póstur Vegna þess að Íslandspóstur hefur einkaleyfi á dreifingu pósts und- ir 50 grömmum er fyrirtækið talið njóta markaðsráðandi stöðu. Morgunblaðið/Ómar HELSTU hrá- vöruverðs- vísitölur hafa lækkað á árinu, samhliða áhættu- fælni á eigna- mörkuðum. Greining IFS segir að fram- virkt verð á helstu hrávörum bendi til lítillar breytingar á verði olíu, áls og gulls á árinu 2010. „Framvirkt verð á landbúnaðarvörum líkt og korni og sojabaunum gerir einnig ráð fyrir litlum breytingum á árinu 2010,“ segir IFS. Meðalspár greinenda gera hins vegar ráð fyrir hóflegri hækkun á helstu hrávörum. Olíuverð hefur lækkað um 11% á árinu og er nú um 70 dollarar á tunnu. „Nokkur óvissa er enn um hversu hraður efnahagsbatinn í helstu hagkerfum verður. Fram- leiðsluvísitölur líkt og ISM og PMI benda til bata á næstunni. Aukin iðnaðarframleiðsla í heiminum mun styðja við hráolíuverð,“ segir IFS. Hófleg hækkun hrávara Hjörtur Jónasson, Námufélagi í háskóla La us n: N em an d i Styrkir fyrir námsmenn E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 19 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.