Morgunblaðið - 10.02.2010, Side 20

Morgunblaðið - 10.02.2010, Side 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 ✝ Pétur Friðrikssonfæddist á Gamla- Hrauni á Eyrarbakka hinn 13. júní 1928. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands, Selfossi, laugardaginn 30. jan- úar 2010. Foreldrar Péturs voru Friðrik Sigurðs- son, bóndi á Gamla- Hrauni á Eyrarbakka og kona hans Sess- elja Sólveig Ás- mundsdóttir. Hálfsystkini hans samfeðra eru: Ingibjörg Ásta Friðriksdóttir, f. 1910, látin, Sigurður Friðriksson, f. 1912, látinn, Jóhann Friðriksson, f. 1913, látinn, Friðrik Friðriksson, f. 1915, látinn, Davíð Friðriksson,f. 1917, látinn og Guðmundur Ragn- ar Friðriksson, f. 1918, látinn. Móðir þeirra var Margrét Jó- hannsdóttir, f. 1888, d. 1918. Börn Friðriks og Sesselju, al- systkini Péturs eru: Margrét Frið- riksdóttir, f. 1920, Guðmundur Friðriksson, f. 1922, látinn, Guð- munda Ragna Friðriksdóttir, f. 1924 og Guðleif Friðriksdóttir, f. 1925. Pétur giftist Guðlaugu Guðna- dóttur, f. 1931, hinn 3. október 1954. Foreldrar hennar voru Guðni Gestsson, bóndi í Þorkels- gerði í Selvogi, og kona hans, Jensína Helgadóttir. Sonur Péturs og Fanneyjar Jónsdóttur er Magnús Jón, f.10.3. 1950. Kona hans er Sigurósk Hulda Svanhólm. Börn þeirra eru: Rúna Björg, f. 26.11. 1969. Maður hennar er Guttormur Þorfinnsson. Dóttir hennar og Magnúsar Grét- 22.12. 1987. Kona Friðriks er Steinunn Gísladóttir, f. 12.6. 1966. Börn þeirra eru Pétur Hrafn, f. 8.9. 1999. og Áróra, f. 21.4. 2002. Pétur var yngstur ellefu systk- ina en eftirlifandi eru þrjár systur. Hann ólst upp í foreldrahúsum til 16 ára aldurs en þá lést móðir hans, Sesselja Sólveig Ásmunds- dóttir. Frá Gamla-Hrauni lá leið hans á Selfoss ásamt bræðrum sín- um. Á Selfossi vann hann við ýmis störf þar til hann fluttist til Þor- lákshafnar á seinni hluta 5. ára- tugarins og hóf störf sem vinnu- maður hjá Skúla Þorleifssyni bónda. Sjómennskan kallaði fljót- lega á hinn unga svein enda nánd- in við sjóinn mikil í gömlu verstöð- inni. Á sjónum undi hann sér vel og náði hann sér í þau réttindi sem nauðsynleg voru til að vera skipstjóri á íslensku fiskiskipi. Pétur var metnaðargjarn skip- stjóri og að sama skapi fengsæll og vel liðinn af sinni áhöfn. Lengi vel var hann skipstjóri á hinum ýmsu bátum í eigu Meitilsins hf. í Þorlákshöfn uns hann stofnaði ásamt öðrum sína eigin útgerð Auðbjörgu hf. árið 1971. 1973 seldi hann sinn hlut útgerðarinnar og hóf störf sem hafnarvörður í Þorlákshöfn þar sem hann starfaði allt þar til hans starfsævi lauk árið 1998. Í Þorlákshöfn kynntist Pétur einnig konu sinni, Guðlaugu Guðnadóttur. Þar ákváðu þau að hefja búskap og stofna fjölskyldu og voru því meðal fyrstu frum- byggja í höfninni. Þar hafa þau búið síðan. Pétur var mikill fjöl- skyldumaður og naut þeirra stunda best er stórfjölskyldan kom saman á góðri stundu. Útför Péturs fer fram frá Þor- lákskirkju í dag, miðvikudaginn 10. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 14. ars Gíslasonar er Sigurósk Sunna, f. 12.6. 1988, dóttir hennar og Jónasar Jónassonar er Hulda Dröfn, f. 15.12. 1993. Fanney Jóna, f. 23.4. 1972. Maður hennar er Allan Örn Hoc- kett. Sonur þeirra er Kjalar Bogi Hockett, f. 20.3. 2006. Sig- mundur Heiðar, f. 11.4. 1981, og Sigmar Svanhólm, f. 11.4. 1983. Börn Péturs og Guðlaugar eru: Jensína Ingveldur, f. 23.1. 1954. Maður hennar er Andrés Kristjánsson, f. 16.9. 1954. Börn hennar og Andrésar eru: Pétur, f. 14.8. 1973, fyrrverandi kona hans er Svava Einarsdóttir, börn þeirra eru Edda Björk, f. 26.12. 1998, Inga Júlía, f. 29.4. 2000 og Íris Dögg, f. 23.9. 2002. Kristján, f. 18.7. 1977. Kona hans er Kristín Ragnheiður Sig- urgísladóttir, f. 19.9. 1977. Synir þeirra eru Sigurgísli Fannar, f. 10.12. 2002, og Karl Andrés, f. 13.4. 2007. Finnur Andrésson, f. 27.4. 1984. Sesselja Sólveig, f. 6.2. 1957. Fyrrverandi maður hennar er Einar Gíslason, f. 18.12. 1955. Dóttir þeirra er Guðlaug, f. 6.2. 1977, maður hennar er Róbert Dan Bergmundsson. Börn þeirra eru Sesselía Dan, f. 7.9. 1998, Berglind Dan, f. 10.11. 2000 og Einar Dan, f. 26.5. 2005. Guðni, f. 18.04. 1960. Kona hans er Hrönn Sverrisdóttir, f. 17.1. 1962. Börn þeirra eru Hlynur, f. 2.10. 1991, og Arna, f. 13.1. 1995. Friðrik, f. 13.4. 1966. Sonur hans og Guð- rúnar Barðadóttur er Anton, Þá ert þú farinn í síðasta ferða- lagið, elsku tengdapabbi. Brottförina bar brátt að og við vorum ekki alveg tilbúin. En þetta var nú þinn stíll. Þú varst aldrei neitt að tvínóna við hlutina ef eitt- hvað stóð til og alltaf ferðbúinn langt á undan öðrum. Það hefur oft verið hlegið að því í fjölskyldunni hvað þér lá á ef verið var að fara eitthvað og alltaf varst þú mættur löngu fyrir áætlaðan brottfarartíma eða sestur út í bíl og beiðst eftir að hinir yrðu ferðbúnir. Og þá þurfti nú stundum aðeins að reka á eftir liðinu með því að ýta á bílflautuna. Í dag er gott að eiga allar minn- ingarnar um góðar samverustundir. Margar tengjast þær Haukaberg- inu. Ég sé þig fyrir mér með hrífu í hönd að róta í beðunum eða með pensilinn að bletta húsið. Þú þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og það var alltaf snyrtilegt og fínt í kringum ykkur ömmu. Ég held að þér hafi liðið best þegar þú hafðir allt liðið í kringum þig og nóg var um að vera. Þú varst fyrstur að mæta þegar eitthvað stóð til og allt- af til í að gera þér dagamun. Afabörnin voru alltaf velkomin og alltaf var eitthvað gott að finna í ís- skápnum eða kjallaranum. Það var einn af þessum föstu punktunum í tilverunni að sjá þig á rúntinum. Þeir voru ófáir rúntarnir sem þú fórst hér um göturnar og næsta ná- grenni. Þú þurftir að fylgjast með hvað var að gerast, aðeins að kíkja á karlana á bryggjunni og frétta af aflabrögðum. Þá nutum við oft góðs af þegar þú komst með nýja ýsu í soðið. Það verður tómlegra að eiga ekki lengur von á að þið amma kíkið inn í kaffisopa. En þú máttir nú yf- irleitt ekkert vera að því að stoppa lengi. Það er komið að kveðjustund. Þú varst ekkert að tjá tilfinningar þínar með orðum en hlýtt og þétt handtak og strokur yfir handarbak- ið sögðu meira en mörg orð. Þær þótti mér vænt um. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Hrönn. Elsku hjartans afi minn. Ég sakna þín. Þið amma hafið alltaf verið stór hluti af minni til- veru og mér þykir óendanlega vænt um ykkur. Ég veit líka að ég hef verið lánsöm að fá að njóta samvista við ykkur svona lengi og fyrir það er ég þakklát. Ég veit líka að núna hef- ur þú áhyggjur af ömmu en við munum svo sannarlega hugsa vel um hana og passa hana fyrir þig þangað til þú kallar hana til þín. Þú varst lífsglaður, góðhjartaður, gjafmildur, tilfinningaríkur og um- hyggjusamur en jafnframt hispurs- laus, hreinn og beinn. Komst þér beint að efninu, umyrðalaust. Þoldir illa bið eða hirðuleysi og vildir láta hlutina ganga hratt fyrir sig. Til þess notaðir þú bílflautuna óspart og við erum örugglega eina fjöl- skyldan í heiminum sem hefur húm- or fyrir æðibunugangi á háu stigi. Þú varst nefnilega alltaf að flýta þér. Vildir vera á þeytingi og alltaf mættur klukkutíma fyrr en talað var um. Undir niðri kraumaði kát- ínan og við skemmtum okkur ósjaldan saman við eldhúsborðið þegar amma misskildi okkur eitt- hvað. Við höfðum líka gaman af að grínast með ólíka siði og venjur minnar kynslóðar og svo aftur þinn- ar en aldrei dæmdir þú eða hneyksl- aðist á nútímaósiðum okkar unga fólksins þó að oft hafi nú verið ástæða til. Það eru svo ótalmargar stundir sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka og þær eiga það allar sameiginlegt að vera góðar. Heima hjá þér og ömmu ríkti notalegur og góður andi. Allt á sínum stað. Ör- yggi og rólegheit og þið áttuð enda- lausan kærleik okkur til handa. Það leið varla sá dagur að við Kristján frændi kíktum ekki inn hjá ykkur, gæddum okkur á seríosi eða kókó- puffsi sem var geymt í leyniskápn- um og stukkum svo aftur út að leika. Við fengum líka oft að gista. Þá keypti afi appelsín í gleri, gerði gat á tappann með skrúfjárni og við fengum súkkulaði með. Við fórum líka ófáar bunurnar í Selvoginn, í heyskap eða réttir nú eða bara í sunnudagsbíltúr með eitthvert góð- gæti í boxi. Á leiðinni var maulaður perubrjóstsykur. Ég kom svo og gisti hjá ykkur öðru hvoru alveg þangað til ég eignaðist manninn minn. Nú síðast hjá ömmu í nýlið- inni viku, í herberginu þínu, sem angar af góðu lyktinni þinni. Ljúf- sárt. Eftir að við eignuðumst börnin okkar hafið þið amma líka tekið virkan þátt í þeirra lífi. Passað þau öll þrjú þegar á hefur þurft að halda, gaukað að þeim góðgæti og amma óspör á góð ráð varðandi uppeldið sem auðvitað voru vel þeg- in. En þó að við söknum þín mikið núna vitum við að þetta var þér fyr- ir bestu úr því sem komið var. Eftir standa margar og góðar minningar sem munu bæði ylja okkur og skemmta vegna þess að þú varst skemmtilegur og virðingarverður maður sem kenndi okkur margt um lífið og tilveruna án þess að hafa um það mörg orð. Elsku besti afi okkar. Við þökk- um fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar sem þú gafst okkur og megir þú hvíla í friði. Guðlaug, Róbert og börnin. Afi reyndist mér vel alla tíð og ég var alltaf mikið heima hjá ömmu og afa sem strákur. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór með afa á bryggjuna þar sem við fylgdumst með öllu sem var að gerast á höfn- inni, keyrðum oft upp sjógarðinn sem var vestan við bryggjurnar, alltaf að tékka á bátunum sem voru að koma. Þær eru minnisstæðar allar stundirnar á bryggjunni og í hinu og þessu stússi með afa. Afi var annálaður garðyrkjumaður og ósjaldan var maður á Haukaberginu að færa til plöntur með honum þar sem hann var alltaf að bæta og breyta enda var mikill sómi að hús- inu og garðinum hjá afa og ömmu, Pétur Friðriksson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Takk fyrir allar góðu sam- verustundirnar og allar góðu minningarnar sem við eigum um þig. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Hlynur og Arna. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN STEINAR BJARNASON rafvirki, áður til heimilis Dverghömrum 11, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 29. janúar. Útförin fór fram föstudaginn 4. febrúar í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum sérstaklega starfsfólki á Skjóli, 4. hæð, fyrir sérlega hlýju og góða umönnun. Ragnhildur Guðjónsdóttir, Jón Þór Hjaltason, Katrín Guðjónsdóttir, Sverrir Guðjónsson, Auður Auðunsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SESSELJA ÁSMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Melabraut 65, Seltjarnarnesi, lést laugardaginn 30. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Eir. Sólrún Valsdóttir, Eggert Ólafsson, Helga Valsdóttir, Þórir Jensen, Sigurður Valsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MAGNEA ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 8. febrúar. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Birna Óskarsdóttir, Ingvar Elísson, Ingvar Óskarsson, Birna Ósk Björnsdóttir, Eyrún Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Már Óskar Óskarsson, Ingunn Ragnarsdóttir, Sigurður Óskarsson, Guðrún Leifsdóttir, Birgir Óskarsson, Guðrún Þ. Kristjánsdóttir, Kornína Óskarsdóttir, Hlöðver Pétur Hlöðversson, Erla Óskarsdóttir, Karl J. Valdimarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR INGI SIGURÐSSON fyrrv. heilbrigðisfulltrúi, Sóleyjarima 15, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 7. febrúar. Katrín Sigurjónsdóttir, Sigurjón Einarsson, Kristín Einarsdóttir, Örn Erlingsson, Aron Arnarson, Karen Arnardóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir, ÓLI JÓHANN PÁLMASON, lést á Rihov sjúkrahúsinu í Jönköping, Svíþjóð þriðjudaginn 2. febrúar. Sigríður Anna Óladóttir, Jóhanna Björg Óladóttir, Óli Jóhann Ólason, Sigríður Anna Jóhannsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Hrönn Pálmadóttir, Rögnvaldur Pálmason, Örn Pálmason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.