Morgunblaðið - 10.02.2010, Síða 27

Morgunblaðið - 10.02.2010, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 PÁSKAHÁTÍÐIN í Salzborg er með helstu tónlistarhátíðum álfunnar og hefur verið allt frá því Herbert von Karajan hrinti henni af stað fyrir rúmum fjórum áratugum. Dag- skráin hefur verið metnaðarfull og um páskana stendur þannig meðal annars til að flytja loka- óperu Nifl- ungahrings Wag- ners, Götterdämmerung, í tónlistarstjórn Simon Rattle og hljómsveitastjórn Stéphane Braunschweig. Það varpar þó skugga á hátíðina að þessu sinni að stjórnendur hennar eru sakaðir um að hafa farið frjálslega með fjármuni og jafnvel dregið sér fé. Höfuðpaurinn í óreiðunni er Michael Dewitte, framkvæmdastjóri hátíð- arinnar síðasta áratug, sem settur var af í desember eftir að málið komst upp. Tæknilegur stjórnandi hennar, Klaus Kretschmer, var svo rekinn í síðasta mánuði fyrir sömu sakir og reyndi í kjölfarið að svipta sig lífi und- ir brú í Vínarborg. Talið er að þeir hafi komið hálfum milljarði króna undan og leynt á bankareikningum víða. Að því er fram kemur í þýskum fjöl- miðlum er líklegt að ekki séu öll kurl komin til grafar og rannsóknin beinist nú að fleiri stjórnamönnum hátíð- arinnar sem sakaðir eru um að hafa veitt sér ýmsar sporslur og auka- greiðslur án heimildar, aukinheldur sem svo virðist sem einn tugmilljóna styrkur tengist viðleitni rússnesks gefanda til að öðlast ríkisborgararétt í Austurríki. Nú er verið að skoða reikninga Salzborgarhátíðarinnar sem haldin er á sumrin, en þessar tvær hátíðir eru tengdar. Fjármála- ópera Ásakanir um fjár- drátt í Salzborg Herbert von Karajan SÖNGBRÆÐURNIR frá Álfta- gerði í Skagafirði, þeir Sigfús, Pét- ur, Gísli og Óskar Péturssynir, eru væntanlegir suður yfir heiðar til að halda tvenna tónleika um næstu helgi. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarneskirkju föstudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.30 og þeir seinni í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík laugardaginn 13. febrúar kl. 16. Söngstjóri bræðranna og undirleik- ari er sem fyrr Stefán R. Gíslason. Gömul og ný lög verða á efnis- skránni en Álftagerðisbræður eru líkast til sá söngkvartett sem starfað hefur einna lengst samfellt hér á landi, eða í 23 ár. Komu þeir fyrst saman til að syngja við útför föður síns, Péturs Sigfússonar, í Víðimýr- arkirkju í Skagafirði haustið 1987. Bræðurnir eru í góðu formi en ómögulegt er að ráða í hvað kvart- ettinn starfar lengi enn. Elstur bræðranna, Sigfús, kemst á „lögleg- an“ aldur í vor, eins og hann orðar það sjálfur, eða 67 ára. Pétur er næstelstur, senn 65 ára. bjb@mbl.is Bræður á suðurleið Álftagerðisbræður Síungir og kát- ir á leið í tónleikaferð suður. ÞÝSKA bókaforlagið Deutsc- her Taschenbuch Verlag, dtv, hyggst gefa þrjár skáldsögur Hallgríms Helgasonar út í kilju, en dtv er eitt öflugasta kiljuforlag í Þýskalandi. Skáld- sögurnar eru 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, Rokland og 101 Reykjavík. Tvær síðarnefndu bækurnar hafa þegar komið út inn- bundnar í Þýskalandi á vegum forlagsins Klett- Cotta og 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, sem heitir Zehn Tipps, das Morden zu beenden und mit dem Abwasch zu beginnen á þýsku, kom út í vikunni. Bókmenntir Hallgrímur í kilju í Þýskalandi Kápa þýskrar út- gáfu á 10 ráð... FYRIRLESTRARÖÐ um sjálfsmynd Íslendinga á vegum Rannsóknamiðstöðvar um ímyndir Íslands og norðursins í ReykjavíkurAkademíunni, og Reykjavíkur-Akademíunnar verður fram haldið næstkom- andi föstudag en þá ræðir Sig- urður Jóhannesson hagfræð- ingur um sjálfsmat Íslendinga undir yfirskriftinni „Þægileg blekking og beiskur raunveru- leiki“. Fyrirlesturinn, sem er í samstarfi við Há- skólann á Bifröst, verður haldinn í Reykjavík- urAkademíunni, Hringbraut 121, frá kl. 12 og sendur út á netinu á vef Háskólans á Bifröst en þar verður jafnframt hægt að nálgast upptökur. Þjóðfræði Blekking og beisk- ur raunveruleiki Sigurður Jóhannesson BARNA- og fjölskyldu- tónleikar verða í Langholts- kirkju næstkomandi sunnu- dag. Verður flutt tónverkið Pétur og úlfurinn eftir rúss- neska tónskáldið Sergei Prokofieff í orgelbúningi. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur verkið á á orgel kirkj- unnar í tilefni af 10 ára afmæli orgelsins, en sögumaður verð- ur leikarinn Örn Árnason. Auk þeirra koma fram Krúttakórinn undir stjórn Huldu Daggar Proppé og Þóru Björnsdóttur, Kórskólinn undir stjórn Þóru Björnsdóttur og Graduale Futuri undir stjórn Rósu Jóhann- esdóttur. Miðasala verður við innganginn. Tónlist Pétur og úlfurinn í orgelbúningi Tónskáldið Sergei Prokofieff Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is JAZZHÁTÍÐ í Reykjavík á sér langa og viðburðaríka sögu og fer enn stækkandi. Síðasta djasshátíð var ein sú um- fangsmesta og best sótta í tutt- ugu ára sögu há- tíðarinnar og nú í febrúar bætist enn við fjöður í hennar hatt því sérstök Vetrar- jazzhátíð verður haldin í Reykja- vík í fyrsta sinn; hefst næstkomandi fimmtudag og stendur fram á mánudag. Pétur Grétarsson er fram- kvæmdastjóri og listrænn stjórn- andi Jazzhátíðar í Reykjavík og ber því hitann og þungann af þeirri hátíð sem nú fer í hönd. Hann tók við há- tíðinni fyrir nokkrum árum og segir að þá þegar hafi menn rætt það að halda djasshátíð um miðjan vetur, en fyrir ýmsar sakir, þar á meðal hagkerfishrun, hafi ekki orðið af því fyrr en núna. Alls konar skemmtileg verkefni „Það kom mjög vel út að færa að- alhátíðina til þess tíma sem allt er fullt af fólki og við ætlum að halda því áfram, en svo langaði okkur að reyna að halda aðra hátíð utan anna- tíma, bæði til að bjóða upp á skemmtun fyrir ferðamenn og fólk almennt og svo eru líka að detta upp í hendurnar á okkur alls konar skemmtileg verkefni allt árið.“ Eins og Pétur rekur söguna stóð upphaflega til að hafa hátíðina að- eins tvo daga og tengja hana vetr- arhátíð, en þegar sú var slegin af breyttist dagskráin heldur og lengd- ist, en hún er nú í sambandi við Safnanótt sem haldin verður næst- komandi föstudag og þanig verður sérstök djassdagskrá í Norræna húsinu á föstudagskvöld tengd Safnanótt. Eins munu djasssveitir frá Noregi og Finnlandi leika í Nor- ræna húsinu en að öðru leyti verður tónleikahald að mestu leyti í Jazz- kjallara Múlans á Kaffi Kúltúra, en einir tónleikar verða í Þjóðmenning- arhúsinu. Pétur nefnir einmitt norrænu sveitirnar þegar ég spyr hann hvað sé markverðast að sjá og heyra á há- tíðinni; „þetta eru þær hljómsveitir sem hafa lotið í gras fyrir íslenskum hljómsveitum á djasskeppnum úti í Noregi“, segir hann og hlær við, en með því vísar hann í það er hljóm- sveitin Reginfirra varð í fyrsta sæti á Norðurlandamóti ungra jazzara og norska sveitin PELbO varð þá í öðru sæti, en sú finnska, Plop, er líka í fremstu röð. „Við höfum líka reynt að leggja aðeins meiri áherslu á norrænt samstarf, við getum ekki bara verið þiggjandi í því sambandi, farið út til að spila og hirða bik- arana, heldur er Nordjazz mjög mikilvægur samstarfsvettvangur og gaman að fá frábærar norrænar hljómsveitir hingað.“ Alls verða tíu uppákomur á vetrardjasshátíðinni og flestar á Kaffi Kúltúra sem Pétur segir að það sé öðrum þræði til að vekja at- hygli á því góða djassstarfi sem þar sé unnið allt árið og færist sífellt í aukana, enda sé nóg um að vera í ís- lensku djasslífi og mikil endurnýjun. „Það er mikið af ungum jazzleik- urum en svo hafa línur á milli tónlist- arstefna dofnað og jafnvel horfið sem betur fer.“ Nóg um að vera í íslensku jazzlífi og mikil endurnýjun Vetrarjazz í Reykjavík Finnsk Upprunaleg Plop, en bassaleikarinn í Íslandsförinni er danskur. Norsk PELbO; sérstök hljóðfæraskipan: túba, slagverk, rödd og rafeindir. SVONEFND Græn tónleikaröð Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands er sérstaklega ætluð fyrir þekkta og vinsæla klassík og á tónleikum í Háskólabíói annað kvöld verða þannig leikin meðal annars verkin Carmina Burana eftir Carl Orff og Bolero eftir Ravel, en bæði verkin hafa notið geysivin- sælda. Kórverkið Carmina Burana, sem Carl Orff samdi upp úr handriti með trúar-, ástar- og drykkjusöngvum frá 12. og 13. öld, var frumflutt 1936 og það hefur verið gríðarlega vinsælt að segja frá frumflutningnum. Carmina Burana, sem heyrð- ist fyrst á Íslandi vorið 1960, hefur margoft heyrst hér, en Sinfóníuhljómsveitin hefur fjórum sinnum áður staðið fyrir flutningi þess. Bolero eftir Ravel, sem tónskáldið samdi að beiðni ballettdansmeyjar og hefur nafn sitt frá spænskum dansi, þótti mjög óvenjulegt á sínum tíma og hefur ekki verið síður vinsælt frá því það var frumflutt 1928. Til viðbótar við þessi verk verða fluttir Dansar frá Polovetsíu eftir Alexander Bo- rodin, sem einnig hafa notið hylli og skemmst að minnast þess að tónlistin hefur verið notuð í Broad- way-söngleiki, í Simpsons-þáttum og tölvuleikjum. Stjórnandi á tónleikunum verður Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðastliðin átta ár. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, enski söngvarinn Mark Tucker, sem söng áður með Sin- fóníuhljómsveit Íslands vorið 2008 í Missa solemnis eftir Beethoven, og Jón Svavar Jósefsson. Einnig syngja Óperukórinn undir stjórn Garðars Cortes og Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Carmina Burana og Bolero Grænt Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þekkt og vinsæl klassík á tónleikum Sinfóníunnar Ritstjórn tímaritsins gerði sér ekki grein fyrir því að greinin var þvættingur 30 » Eins og fram kemur hér til hlið- ar hefst Vetrarjazzhátíðin næst- komandi fimmtudag og stendur fram á mánudag; fyrstu tónleik- arnir verða með Tríói Reynis Sigurðssonar í Kaffi Kúltúra kl. 21:00 á fimmtudagskvöld og þeir síðustu á sama stað, einnig kl. 21:00, en þá leiðir Bebop- félagið jamsession. Tónleika verða að mestu haldnir á Kaffi Kúltúra, jafnt uppi sem í jazzkjallaranum Múl- anum. Tvennir tónleikar verða þó í Norræna húsinu, annars vegar í tengslum við Safnanótt þar sem boðið verður upp á sýn- ishorn af því sem verður í boði á Vetrarjazzhátíð og hinsvegar troða þar upp djasssveitir frá Noregi og Finnlandi. Einir tón- leikar verða í Þjóðmenning- arhúsinu, en þar kynnir Sig- urður Flosason nýlegan geisladisk sinn. Dagskrá hátíðarinnar er hægt að skoða á vefsetrinu www.reykjavikjazz.is, en einnig er hægt að fá dagskrána senda í farsíma með því að fara á get- .mobileguide.is. Vetrarjazz Pétur Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.