Morgunblaðið - 09.03.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 09.03.2010, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 íþróttir Körfubolti Keflavíkurkonur lentu í miklu basli með Snæfell en unnu í framlengingu og mæta Hamri í undanúrslitum. Haukar unnu Grindavík aftur og mæta KR-ingum. 4 Íþróttir mbl.is KR-INGAR höfðu í nógu að snúast í gærkvöld. Þeir fengu framherj- ann Guðjón Bald- vinsson lánaðan frá GAIS í Sví- þjóð og sam- þykktu fé- lagaskipti framherjans Guð- mundar Péturs- sonar yfir í Breiðablik. Það hafði legið í loftinu um skeið að Guðjón kæmi aftur til KR, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, en hann fór frá KR til sænska félags- ins eftir tímabilið 2008. Þá hafði Guðjón aðeins verið eitt ár í röðum Vesturbæinga en til þess tíma spil- aði hann með Stjörnunni. Guðjón skoraði 9 mörk í 21 leik með KR í úr- valsdeildinni 2008. „Það eru aðeins formsatriði eftir varðandi félagaskiptin en við höfum náð fullu samkomulagi við Svíana og Guðjón verður hjá okkur út þetta tímabil,“ sagði Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, við Morgunblaðið í gær. Guðmundur samdi við Blika Guðmundur Pétursson skrifaði seint í gærkvöld undir þriggja ára samning við Breiðablik en hann hafði fyrr um kvöldið hafnað því að ganga til liðs við Íslandsmeistarana í FH. Bæði félögin höfðu náð sam- komulagi við KR um félagaskiptin og valið var því í höndum Guð- mundar. Hann var í láni hjá Breiðabliki frá KR seinni hluta síðasta tímabils og skoraði þá 4 mörk í 10 leikjum í úr- valsdeildinni. Þar að auki skoraði hann sigurmörk liðsins í 8-liða úr- slitum og undanúrslitum bikar- keppninnar og varð bikarmeistari með liðinu. vs@mbl.is Guðjón í KR og Guðmund- ur til Blika Guðjón Baldvinsson GUÐNÝ Björk Óðinsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Kristi- anstad í Svíþjóð, er óbrotin sam- kvæmt nið- urstöðum úr myndatökum sem hún fékk í gær. Guðný meiddist í leik Íslands og Svíþjóðar í Algarvebikarnum á dögunum eftir að hafa leikið afar vel þar og gegn Bandaríkjunum í fyrsta leik móts- ins. Óttast var að hún væri með brotið bein í fæti. Nú er hinsvegar allt útlit fyrir að Guðný nái að leika með landsliðinu gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM í lok mánaðarins. vs@mbl.is Guðný Björk er óbrotin Guðný Björk Óðinsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægðir Leikmenn Skautafélags Akureyrar gátu brosað breitt í gærkvöld eftir að hafa sigrað Björninn, 3:2, í fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeist- aratitilinn í íshokkí. Björninn hefði orðið Íslandsmeistari með sigri en nú er staðan 2:2 í einvígi liðanna og úrslitin ráðast á Akureyri annað kvöld. »2 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is TIL greina kemur að Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í hand- knattleik og leikmaður þýska stór- liðsins Rhein-Neckar Löwen, leiki með danska liðinu AG frá Kaup- mannahöfn á næsta keppnistímabili. Þýska dagblaðið Mannheimer Morgenpost hefur þetta eftir Tors- ten Storm, framkvæmdastjóra RN Löwen, um liðna helgi. Sterk teng- ing er á milli RNL og AG, þar sem danski skartgripasalinn Jesper Nielsen er fjárhagslegur bakhjarl beggja félaga. Snorri Steinn gekk til liðs við RN Löwen í september í haust frá danska liðinu GOG Svendborg, eftir að aðalleikstjórn- andi þýska liðs- ins, Pólverjinn Grzegorz Tkac- zyk, meiddist illa og ljóst að var að hann yrði mán- uðum saman frá keppni. Snorri gerði aðeins 10 mánaða samning við Löwen sem lýkur í júní í sumar. Mikið og vaxandi samstarf Storm segir í viðtalinu við Mann- heimer Morgenpost að Löwen ætli sér ekki að hafa mikið fleiri en 15 leikmenn í sínum herbúðum á næstu leiktíð. Framhaldið hjá Snorra sé óljóst er vel komi til greina að hann gangi í raðir AG í Kaupmannahöfn. Milli félaganna sé mikið og vaxandi samstarf og ekki sé útilokað að fleiri leikmenn gangi á milli félaganna s.s. spænski línumaðurinn Carlos Prieto sem nú er í herbúðum Löwen. Þá hefur því verið fleygt að félögin geti einnig skákað leikmönnum á milli sín á komandi árum eftir þörfum. Ljóst er að fyrrgreindur Nielsen skartgripasali ætlar að byggja upp sterkt lið í höfuðstað Danmerkur. Sterkt lið í uppsiglingu AG er nú langefst í dönsku B- deildinni og ekkert virðist koma í veg fyrir að það leiki í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Auk sterkra leik- manna sem eru fyrir í herbúðum þess s.s. eins og Lars Jörgensen þá hefur félagið keypt Mikkel Hansen frá Barcelona fyrir komandi leiktíð, spænsku örvhentu skyttuna Cristi- an Malmargo Viana frá Portland og línumanninn Rene Toft Hansen frá Kolding. Þá er ljóst að eftir að sam- eining AG og FCK mun eiga sér stað í sumar þá fari bestu bitarnir FCK-liðsins, s.s. markverðirnir Steinar Ege og Kasper Hvidt til AG og ekki hefur verið útilokað að Arn- ór Atlason flytji sig á milli félaga. Stefna Nielsens er sú að eiga stóran hlut í tveimur af sterkustu handknattleiksliðum Evrópu innan fárra ára. Þótt víða kreppi að um þessar mundir virðist hann ekki skorta fé til þess að láta þann draum sinn rætast. Snorri frá Löwen til AG?  Gæti farið í hið upprennandi danska stórlið  Sami bakhjarl og hjá Löwen  Danski skartgripasalinn ætlar að vera með tvö stórlið á sínum snærum Snorri Steinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.