Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 Haukar – Grindavík 81:74 Ásvellir, 1. umferð í úrslitakeppni kvenna, 2. leikur, mánudag 8. mars 2010. Gangur leiksins: 2:0, 4:11, 12:15, 18:16, 23:23, 23:27, 32:32, 37:34, 41:38, 43:38, 48:40, 48:45, 53:45, 53:52, 56:57, 58:60, 63:63, 67:68, 73:74, 81:74. Stig Hauka: Kiki Lund 30, Heather Ezell 19, Ragna M. Brynjarsdóttir 8, Telma B. Fjalarsdóttir 7, Helena B. Hólm 6, Guðrún Ámundadóttir 4, María L. Sigurðardóttir 4, Bryndís H. Hreinsdóttir 3. Fráköst: 28 í vörn – 14 í sókn. Stig Grindavíkur: Michela DeVault 26, Jo- anna Skiba 16, Helga Hallgrímsdóttir 15, Petrúnella Skúladóttir 9, Íris Sverrisdóttir 6, Jovana Stefánsdóttir 2. Fráköst: 24 í vörn – 14 í sókn. Villur: Haukar 19 – Grindavík 21. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson.. Áhorfendur: Um 70..  Haukar unnu einvígið 2:0 og mætir KR í undanúrslitum. Snæfell – Keflavík 105:112 Stykkishólmur, 1. umferð í úrslitakeppni kvenna, 2. leikur, mánudag 8. mars 2010. Gangur leiksins: 12:3, 19:14, 21:21, 23:29, 25:31, 32:34, 44:38, 46:45, 49:49, 60:55, 62:62, 65:64, 70:70, 76:75, 86:94, 96:96, 101:101, 101:108, 105:112. Stig Snæfells: Sherrel Hobbs 42, Gunnhild- ur Gunnarsdóttir 15, Hrafnhildur Sif Sæv- arsdóttir14, Sara Sædal Andrésdóttir 14, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13, Björg Guð- rún Einarsdóttir 5, Hildur Björg Kjartans- dóttir 2. Fráköst: 29 í vörn – 22 í sókn. Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 37, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 31, Kristi Smith 29, Svava Ósk Stefánsdóttir 7, Rannveig Randversdóttir 4, Pálína Gunn- laugsdóttir 2, Hrönn Þorgrímsdóttir 2. Fráköst: 27 í vörn – xx í sókn. Villur: Snæfell 34 – Keflavík 21. Dómarar: Eggert Þ. Aðalsteinsson og Dav- íð Tómas Tómasson. Áhorfendur: 136.  Keflavík sigraði 2:0 og mætir Hamri í undanúrslitum. Eftir Sigurð Ragnar Bjarnason sport@mbl.is SNÆFELL og Keflavík mættust öðru sinni í gærkvöldi í úrslitakeppni IE-deildar kvenna og liðin buðu upp á stórskemmtilegan leik og mikla spennu. Léku hraðan bolta og skiptust á naumri forustu út leikinn. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 96-96 og því þurfti að framlengja um 5 mínútur og þá reyndust Keflvíkingar eiga meira inni, sigruðu að lokum 105-112. Fyrir úrslitarimmu þessara liða var Keflavík talin eiga fremur greiða leið áfram en reyndin varð önnur. Snæfellsliðið lét Keflavík heldur bet- ur hafa fyrir hlutunum í báðum leikjunum og var ekki fjarri því að ná sigri í kvöld. Keflvíkingar voru í eltingarleiknum framan af leik og kunnu ekki vel við það hlutverk. Keflvíkingar skelltu á pressuvörn og fyrr á tímabilinu hefði það dugað vel en nú er Snæfellsliðið orðið reyndara og tókst ágætlega að ráða við hana. Í hálfleik mun- aði aðeins einu stigi á liðunum 46-45 og sama baráttan hélst leikinn út. Spennan jókst eftir því sem á leikinn leið og allt í járnum, ýmsum var farið að hitna í hamsi uppi í stúku sem á vellinum og átti dómgæslan þar hlut að máli en sveiflaðist á báða bóga, þó villurnar hafi reyndar lent mun meira öðrum megin. Undir lok venjulegs leiktíma virtust Keflvík- ingar vera komnir með sigurinn í höndina þegar um 2 mínútur voru eftir og munurinn 8 stig 88- 94 en þá kom magnaður lokakafli hjá Snæfelli sem jafnaði leikinn 96-96 með þristi frá Söru Sæ- dal þegar um 25 sek voru eftir og þar við sat og því þurfti að framlengja. Þegar þar var komið sögunni var Snæfellsliðið komið í villuvandræði og Keflavík var sterkara liðið í framlengunni og sigraði að lokum 105-112. Snæfellsliðið lék mjög vel, Unnur, Hrafnhildur, Gunnhildur og Sara léku mjög vel en Sherrel Hobbs var þó þeirra sterkust, Keflvíkingar réðu illa við hana og skiptust á um að glíma við hana í vörninni en áttu fá svör. En Keflavík átti svar við Hobbs sóknarlega og það var Birna Valgarðs sem skoraði jafnt og þétt allan leikinn og það sýnir sig í svona leik hve mikilvægt það er að hafa reyndan leikmann inn- an sinna raða, því hún var alltaf sú sem kom með mikilvægu körfurnar þegar mest þurftii. Bryn- dís Guðmunds var einnig gríðarlega sterk og saman voru þessar tvær of stór biti fyrir Snæfell. Keflavík er þar með komin í undanúrslitin en ekki er hægt að segja annað en Snæfell hafi end- að tímabilið með stæl. Sigur Keflvíkinga í spennuleik Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is HAUKAR tryggðu sér í gær réttinn til að leika í und- anúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfu- knattleik er liðið vann Grindavík öðru sinni, nú 81:74. Haukar mæta KR í undanúrslitum. „Það er auðvitað bara gaman að fá að spila við bestu lið landsins,“ sagði Henning Henningsson, þjálfari Hauka eftir að lið hans var öruggt áfram. Leikurinn í gær var eldfjörugur, spennandi og ágæt- lega leikinn af beggja hálfu. Það sést ef til vill best á því að 18 sinnum skiptust liðin á um að hafa forystu og átta sinnum var jafnt. „Þetta var rosaleg barátta tveggja hörku liða. Báðir leikirnir voru þannig að sigurinn gat lent hvorum meg- in sem var og við vorum bara heppin að hann datt okk- ar megin í báðum tilfellum,“ sagði Henning eftir að hann hafði andað nokkrum sinnum djúpt til að róa sig aðeins. Hann tók leikhlé eftir tveggja mínútna leik þegar staðan var 4:11 fyrir Grindavík. „Já við settum upp ákveðið skipulag og mér fannst það ekki ganga alveg upp hjá okkur. Við vildum alls ekki láta þær ráða hrað- anum í leiknum, en þær gerðu það í upphafi leiks og það lagaðist eftir leikhléið,“ sagði Henning. „Auðvitað er ég ánægður með að vera komin í úrslit- in. Við lékum í B-riðlinum og þar voru leikirnir kannski ekkert allt of erfiðir, en á móti kemur að þar fengu þær stelpur sem spila minna hjá okkur að reyna sig og það kemur okkur örugglega til góða,“ sagði Henning ánægður með sitt lið. Grindavík var 74:73 yfir þegar rúm mínúta var eftir en Haukar gerðu síðustu átta stigin. Heather Ezell var öflug hjá Haukum sem og Kiki Lund sem er gríðarlega skynsamur leikmaður og sjóð- andi heit utan þriggja stiga línunnar í gær. Gerði átta slíkar körfur úr 13 tilraunum. Einnig var gaman að fylgjast með Bryndísi Hreinsdóttur í vörninni þar sem hún er mjög sterk. Hjá Grindavík var Michele DeVault sterk sem og Helga Hallgrímsdóttir og Joanna Skiba, skemmtilegur leikstjórnandi, mjög snögg og lipur. Haukarnir fóru bakdyra- megin í úrslitin Morgunblaðið/Ómar Barátta Telma B. Fjalardóttir heldur boltanum með öruggri hendi en Grindvíkingurinn Helga Hallgrímsdóttir sækir að henni. Telma og lið Hauka eru komin í undanúrslit. Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is HAUKUR Helgi Pálsson ung- lingalandsliðsmaður í körfuknatt- leik, hefur gert munnlegt sam- komulag við Maryland-háskólann í Bandaríkjunum. Körfuknatt- leikslið skólans er mjög hátt skrif- að og leikur í afar sterkum riðli með þekktum skólum eins og North Carolina, Georgia Tech, Virginia og Florida State sem hafa alið af sér ófáa NBA leik- mennina. Nokkrir þekktir NBA- leikmenn hafa leikið með Mary- land-skólanum og má í því sam- bandi nefna Steve Francis, Buck Williams og Joe Smith. Einnig má nefna Len Bias sem stórlið Boston Celtics valdi annan í nýliðavalinu árið 1986 en hann lést úr hjarta- áfalli tveimur dögum síðar. Haukur mun því að líkindum stunda nám við skólann og leika með liðinu næstu fjögur árin á körfuboltastyrk. Raunvirði skóla- styrksins næstu fjögur árin er metið á um 18 milljónir króna á núverandi gengi. Maryland- skólinn býr að glæsilegri hefð í hinum sterka háskólakörfubolta í Bandaríkjunum. Liðið fór alla leið og sigraði árið 2002 og er nú í 22. sæti á listanum yfir sterkustu lið deildarinnar. Liðið leikur heima- leiki sína í höll sem tekur 18 þús- und áhorfendur. Þjálfari liðsins heitir Gary Willi- ams og hefur stýrt liðinu allar götur síðan 1989. Undir stjórn Williams hefur liðið tvívegis kom- ist í undanúrslit og sjö sinnum í 16 liða úrslit. Gert er ráð fyrir því að Haukur gangi formlega frá samkomulagi sínu við skólann í apríl. Haukur er 18 ára gamall og uppalinn Fjölnismaður, og lék með meistaraflokki félagsins í 1. deild- inni 2008-09, en hefur í vetur leik- ið með Montverde-mennta- skólanum á Flórída. Hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Íslands og var m.a. valinn í úrvalslið Norðurlandamóts U18 ára lands- liða á síðasta ári. Haukur fer í sterkan skóla  Samdi við Maryland-háskólann Ljósmynd/Stefán Þ. Borgþórsson Efnilegur Haukur Pálsson fékk verðlaun á Norðurlandamóti. Birkir Bjarna-son, leik- maður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, skor- aði bæði mörk Vik- ing Stavanger í síðasta æfingaleik liðsins áður en keppni hefst í norsku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Viking lék við Start á sunnu- dag og beið lægri hlut, 2:3. Birkir skoraði tvívegis í seinni hálfleiknum og kom Stavangerliðinu í 2:1 en Start tryggði sér sigur með tveimur mörkum undir lokin.    Norskur knattspyrnumaður,Torgeir Motland að nafni, kom til landsins í gær og verður til reynslu hjá Íslandsmeisturum FH út þessa viku. Hann mun leika æf- ingaleik með Hafnarfjarðarliðinu gegn Breiðabliki á föstudaginn. Motland er 25 ára gamall sókn- armaður og hefur leikið með Stav- anger IF í 1. og 2. deild í Noregi, en einnig með Sandnes/Ulf og Bryne.    Liverpool varðfyrir tals- verðu áfalli í bar- áttunni um fjórða sæti ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Wig- an sigraði, 1:0, í viðureign liðanna á DW-leikvanginum og náði í dýrmæt stig í fallbaráttunni. Hugo Rod- allega skoraði sigurmarkið á 35. mínútu eftir mikil mistök hjá Dirk Kuyt, leikmanni Liverpool, sem gaf boltann á mótherja við eigin víta- teig.    Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal,verður ekki með liðinu gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Hann tognaði í læri í leiknum við Burnley á laug- ardag og í gær var staðfest að hann yrði ekki með. Porto vann fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum, 2:1. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.