Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2010 Jóhann RúnarKristjánsson úr íþróttafélaginu Nesi sigraði ann- að árið í röð í keppni í 1. flokki karla á Íslands- mótinu í borð- tennis um síðustu helgi. Jóhann er bundinn við hjólastól og því er ár- angur hans afar athyglisverður. Rétt eins og á síðasta Íslandsmóti vann Jóhann sigur á Hlöðveri Steina Hlöðverssyni úr KR, 3:1, í úrslita- leiknum.    Björgvin Páll Gústavsson, lands-liðsmarkvörður í handknatt- leik, og félagar hans í svissneska lið- inu Kadetten unnu á sunnudagskvöld sinn 20. leik í sviss- nesku A-deildinni í handknattleik þegar þeir kjöldrógu HSC Suhr Aa- rau, 43:22, á heimavelli. Björgvin Páll stóð í marki Kadetten í fyrri hálfleik. Kadetten er langefst í deild- inni með 41 stig að loknum 22 leikj- um.    Auður Jóns-dóttir skor- aði tvö af mörk- um Ringkøbing þegar liðið vann stórsigur, 31:19, yfir Viby IF í næst efstu deild danska kvenna- handknattleiks- ins á sunnudag. Þegar þrjár umferð- ir eru eftir að deildarkeppninni er Ringkøbing í öðru til þriðja sæti ásamt Silkeborg með 37 stig eftir 23 leiki, einu stigi á eftir Roskilde. Að- eins eitt lið fer upp í úrvalsdeild en næstu þrjú liðin fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni.    Arna Sif Pálsdóttir, landsliðs-kona í handknattleik, skoraði tvö mörk fyrir Horsens þegar liðið tapaði 19. leiknum í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik á sunnu- dag. Þá mætti liðið FCK og beið lægri hlut með tólf marka mun á heimavelli, 30:18. Horsens er neðst í deildinni með aðeins 2 stig að lokn- um 20 leikjum.    Erik Veje Rasmussen hefur á nýtekið við þjálfun danska úrvals- deildarliðsins Århus GF, ári eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Århus GF hefur átt í fjárhagserfiðleikum síðustu misseri en vonir standa til að þau mál séu að komast í lag. For- svarsmenn félagsins reyndu ákaft að ráða Aron Kristjánsson, þjálfara Ís- landsmeistara Hauka, sem þjálfara liðsins á síðasta vori.    Bergur IngiPétursson, Íslandsmethafi í sleggjukasti, tek- ur ekki þátt í Vetrarkastmóti Frjálsíþrótta- sambands Evr- ópu eins og til stóð, en Bergur Ingi var á meðal keppenda á síðasta ári. Hann glímir við meiðsli í baki og vinnur í því um þessar mundir ásamt sjúkraþjálfara að fá sig góðan og vera klár í slaginn fyrir keppni sumarsins en fram- undan er m.a. Evrópumeistaramót í Barcelona undir lok júlí.    Kvennalið Breiðabliks í knatt-spyrnu leikur gegn sænska Ís- lendingaliðinu Kristianstad á sunnu- daginn kemur. Leikurinn fer fram á gervigrasi, æfingavelli Kristianstad, sem er með þrjár íslenska landsliðs- konur innanborðs og Elísabetu Gunnarsdóttur sem þjálfara. Blikar leika áður gegn sænska 1. deildarlið- inu Vittsjö, á föstudaginn. Fólk sport@mbl.is BRIAN Kerr, landsliðsþjálfari Færeyinga í knatt- spyrnu, tilkynnti í gær 20 manna landsliðshóp fyrir vin- áttuleikinn gegn Íslandi sem fer fram í Kórnum 21. mars. Færeyingar koma hingað með flesta sína bestu leik- menn en í hópnum eru níu af þeim ellefu sem skipuðu byrjunarlið þeirra í síðasta leiknum í undankeppni HM síðasta haust, þegar þeir töpuðu 1:3 fyrir Rúmenum á útivelli. Þrettán af þessum tuttugu voru í 18 manna hópnum gegn Rúmenum. Þrír góðkunningjar Íslendinga eru í hópnum. Símun Samuelsen, sem er nýfarinn til Færeyja eftir hálft fimmta ár í Keflavík, Rógvi Jacobsen, fyrrum leikmaður KR, og Fróði Benjaminsen, fyrrum leikmaður Fram. Sex í hópnum spila með erlendum liðum. Þar á meðal er markvörðurinn Gunnar Nielsen frá Manchester City sem átti stórleik fyrir ári síðan þegar Færeyingar lögðu Íslendinga, 2:1, í Kórnum. Einnig 18 ára piltur, Jóan Símun Ed- mundsson, sem samdi við New- castle í vetur, en hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik gegn Frökkum á síðasta ári og þykir mikið efni. Hin- ir fjórir leika með dönsku 1. deild- arliðunum Frem og Roskilde. Þrír leikmenn koma frá HB, lið- inu sem Kristján Guðmundsson þjálfar nú, þeir Símun, Fróði og Vagnur Mohr Mortensen. B36 og NSÍ eiga einnig þrjá leikmenn hvort í hópnum. Íslenska liðið verður sem kunnugt er skipað leik- mönnum íslenskra liða, nema hvað Jóhann Berg Guð- mundsson og Kolbeinn Sigþórsson koma frá Alkmaar í Hollandi. vs@mbl.is Sterkt lið Færeyinga mætir í Kórinn Símun Samuelsen heimaleik í mars og helst að spila ekki tvo leiki í júní. En það kom aldrei til þess að það strand- aði á okkur. Það eina sem menn voru sammála um var að vera ósammála,“ sagði Ólafur Jó- hannesson landsliðsþjálfari Íslands sem sat fund- inn. „Það var margt snúið í þessu. Engin Norð- urlandaþjóðanna vildi spila á heimavelli í mars og suðrænu þjóðirnar tvær vildu ekki spila heima í júní þannig að það var aldrei samnings- grundvöllur á þessum fundi. Það var ekki einu sinni samþykkt að draga um leikdaga á fund- inum, menn vildu greinilega fría sig alveg af þessu,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið. Riðlakeppnin hefst í haust en leikið er um sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi og Úkraínu árið 2012. vs@mbl.is ra ósammála“ r Víði Sigurðsson mbl.is Ð er ljóst að við erum með nsta leikmannahópinn í þessari d en ég er ekkert smeyk og ætla að fara langt með liðið í ár,“ sagði abet Gunnarsdóttir, þjálfari ska knattspyrnuliðsins Kristian- , í samtali við Morgunblaðið. að hefur vakið athygli í Svíþjóð að væri aðeins tólf leikmenn á samn- hjá Kristianstad. Um tíma var vel dregið í efa að félagið fengi pnisleyfi á komandi tímabili vegna hagsörðugleika. Ég var reyndar að fá þrettánda leikmanninn, nýsjá- lenska landsliðs- konu. Síðan hafa stúlkur úr 16-ára liðinu okkar æft með hópnum og til viðbótar hef ég fengið stráka úr fé- laginu til að vera á sumum æfingunum til að geta spilað. Fækkunin er að hluta til mér að kenna, ég hef verið grimm í því að grisja hópinn og henda út leikmönnum sem eru ekki nógu góð- ir til að spila í þessari deild. Um leið eru mjög litlir peningar til staðar og við höfum sett okkur það takmark að fjölga áhorfendum á heimaleikjunum um helming, og fá þannig tekjur til að styrkja liðið. En á móti kemur að ég er nánast með sama byrjunarlið og í fyrra og það er í mikið betri stöðu og æfingu en á sama tíma í fyrra. Það kemur ekki til greina að vera í fallbaráttu, við kynnt- umst henni í fyrra, og ég stefni hik- laust með liðið mun ofar í deildinni í ár,“ sagði Elísabet. Lið hennar setti met með því að tapa 10 fyrstu leikj- unum í fyrra en átti síðan frábæra síð- ari umferð og bjargaði sér frá falli af öryggi. „Deildin verður vissulega erfið, ekki síst vegna þess að nýju liðin, Tyresö og Jitex, hafa verið duglegust allra við að sanka að sér leikmönnum. Á móti kem- ur að nokkur lið hafa misst marga leik- menn og eru sum með lítið stærri hópa en við, kannski í kringum 15 leik- menn.“ Hólmfríður Magnúsdóttir er eini fastamaðurinn frá síðasta tímabili sem er farin frá liðinu en hún samdi við Philadelphia Independence í Banda- ríkjunum. Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir leika allar áfram með Kristianstad. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni er gegn Sunnanå 5. apríl, á öðrum degi páska. „Ætla mér langt með liðið í ár“ Kristianstad með 13 leikmenn  Strákar fylla uppí á æfingum  Grisjaði hópinn í vetur Elísabet Gunnarsdóttir r Kristján Jónsson @mbl.is ÉR líst bara mjög vel á að vera na áfram. Stemningin er góð í ngum félagið og ýmislegt að gerast. verður til dæmis tekin ný höll í kun á næsta ári þar sem við mun- leika heimaleikina. Þá er gert ráð r því að við verðum með 1.000- 0 áhorfendur á heimaleikjunum,“ ði Rakel þegar Morgunblaðið rði í henni hljóðið. akel segir metnaðinn hafa aukist í ngum félagið og heimamenn þakki þjálfaranum, Ágústi Jóhannssyni, tórum hluta að minnsta kosti. kill munur frá því Ágúst kom Fólkið í kringum félagið er mjög ið af Gústa og segist sjá mikinn n á leik liðsins frá því að hann tók þó svo að við séum neðarlega í dinni enn sem komið er. Ég er nig mjög ánægð með Gústa sem fara. Ég hef trú á því að hann geti ði hjálpað liðinu mikið og mér að bæta minn leik,“ sagði Rakel sem er á tuttugasta og fjórða aldursári. Eftir að hafa unnið alla titla sem í boði eru hérlendis með Stjörnunni, hélt Rakel til Danmerkur en fékk fá tækifæri þar með KIF Vejen og flutti sig yfir til Noregs í kjölfarið. Lærði mikið í Danmörku „Ég sé ekkert eftir tímanum í Dan- mörku því þar lærði ég gríðarlega mikið enda var ég hjá stóru félagi í stærstu deild í heimi. Það var hins vegar mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri mínútur inni á vellinum og hjá Levanger hef ég fengið stórt hlutverk. Ég hef spilað mikið í vörninni frá því ég kom til félagsins og er smám saman farin að spila meira í sókninni, aðal- lega sem leikstjórnandi. Norska deild- in er einnig mjög sterk. Larvik og Byåsen skera sig úr en þetta eru allt hörkuleikir á milli hinna tíu liðanna í deildinni.“ Levanger er fámennur bær á norsk- an mælikvarða og á svæðinu í kring búa í heildina um átta þúsund manns að sögn Rakelar. Hún segir íbúana fylgjast vel með liðinu. „Maður verður fljótt vör við það. Maður þarf ekki nema að fara út í búð eða í ræktina þá hittir maður fólk sem er að spjalla um boltann. Hér þekkja allir alla og fólkið er mjög vinsamlegt.“ „Líst mjög vel á að vera hér áfram“  Rakel Dögg framlengdi við Levanger  Þurfti að spila meira en í Danmörku  Norðmenn hrifnir af Ágústi þjálfara el Dögg Bragadóttir landsliðskona í dknattleik framlengdi á dögunum ning sinn við norska liðið Levanger tvö ár eins og fram hefur komið. el sagðist í samtali við Morgun- ðið vera mjög ánægð hjá félaginu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sterk Rakel Dögg Bragadóttir er komin í stórt hlutverk hjá Levanger.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.