Ísfirðingur - 27.08.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 27.08.1976, Blaðsíða 1
iisgtt BLAÐ FZAMSOKNAPMANNA / l/EBTFJARDAICJORMMI 26. árgangur. fsafirði, 27. ágúst 1976 16. tölublaS. Nýjar alþjóðasiglingareglur taka gildi á næstaári MÖRG undanfarin ár hefur á vegum AllþjóðasigUngamála- stofnunarinnar, IMCO, verið unnið markvdsst að því að auka siglingaöryggi á höf- unum, enda er öryggi á sjó eitit af mikilvægusitu verk- efnum þessarar alþjóðastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Með iþeirri þróun á stærð skipa, og þá einkanlega olíu- flutningaskdpa, hefur hættan á slysum vegna árekstra orðið sífelt meiri, sérstaklega á þeim skipaleiðum, þar sem mdkiil fiöldi skipa fer um. Þessvegna hefur á undan- förnum árum verið unnið að þvi innan IMCO að skipu- leggja einstefnuHSÍglingaleiðir þar sem skipaumferð er mest. Slíkar einstefnu-siglingaleiðir hafa þegar verið teknar upp á ýmsum iþeim hafsvæðum, sem íslenzk skip fara um, og þessvegna hefur Siglinga- málastofnun ríkisins vakið athygli allra ísiensku far- skipafélaganna á nauðsyn þess, að um borð í öllum far- skipum séu sjókort yfir siík hafsvæði, Iþar sem gerð er grein fyrir þessum einstefnu- siiglngaleiðum. Upphaflega var um að ræða tilmæli um, að öl skip fylgi iþessum regl- um um einstefnuleiðir, en augijóst var, að nauðsynlegt myndi verða að gera þær að skyldu, líkt og akreina-akstur á umferðaæðum á landi. Nú stendur þetta næsta skref fyrir dyrum, því að nýjar aliþjóðasiglingareglur, sem samþykfctar voru á alþjóða- ráðstefnu, sem haldin var á vegum Aiþjóðasighngamala- stofnunarinnar í London árið 1972, mun taka gildi á næsta ári. Frumdrög þessara alþjóða- siglingareglna, voru samin af sérnefnd innan IMCO. Auk þessara nýju ákvæða, þar sem krafist er að skip fylígi einstefnu siglingaleiðum á ýmsum hafsvæðum, þar sem umferð skipa er sérlega mikil, þá taka þessar nýju alþjóða- siglingareglur tillit tii iþeirrar staðreyndar, að ratsjá er orð- ið almennt og mikið notað siglingatæki, og ennfremur eru ráðstafanir gerðar til þess að sigling mjög stórra skipa, sem vdð ýmis skilyrði hafa takmarkaða möguleika á að breyta stefnu vegna stærðar, verði ekki torvelduð af öðrum skipum, á þröngum siglinga- leiðum. Aiþjóðasamþykktin, sem al- þjóðasigHngareglurnar eru viðauki við, tekur gildi tólf mánuðum eftir þann dag, þegar minnst 15 lönd, sem samtals eigi eigi minna en 65% af skipafiölda, eða brúttórúmlestatölu af ölium skipum heimsins, sem eru 100 brúttórúmlestir eða stærri, hafa staðfest alþjóðasam- þykktina. Vestur þýzkaland staðfesti alþióðasamþykktina 14. júlí s.l. og þar með hafa lönd sem eiga alls 66% af skipastól heimsins miðað við rúmlestatöiu staðfest alþjóða- samþykktina. Þessar nýju alþjóðasiglinga- reglur munu þessvegna taka giidi 15. júlS árið 1977, og þær munu efiaust verða mikii- vægt skref til aukins öryggis á sjó, en það er takmark allra þeirra 97 þjóða, sem nú eiga aðild að alþióðasigldngamála- stofnuninni IMCO, sem hefur aðalstöðvar sínar í London. Þessar nýju alþjóðasigl- ingaregiur hafa þegar verið þýddar á íslenzlku, og stað- festar af Islandsi hálfu. Þær munu fljótlega verða birtar í Stjórnartíðindum, en síðan mun Siglingamálastofnun ríkisins birta þær í sérbók, eins og þær eldri, til afnota fyrir ísienzka sjómenn. Siglingamálastjórinn Eldsvoði á Drangsnesi ÞANN 17. þ.m. kom upp eldur í frystihúsi Kaupfélags Stein- grímsfjarðar á Drangsnesi. Brann húsið svo, að það er talið gjörónýtt og allt sem í því var, nema frystiklefar og frystipressur. Fremur lítill fis^kur var í frystiklefunum, því útskipun hafði átt sér stað nokkrum dögum fyrir brunann. Tahð er að tjónið nemi rniilOi 40 'og 50 miljónum króna. Verið var að vinna í húsinu þegar eldsins varð vart, en allir komust út án þess að verða fyrir slysum. 'Bruninn á frystihúsinu er gífurlegt áfall fyrir Drangs- nesinga, þar sem allt atvinnu- Idf á staðnum var á einn eða annan hátt tengt við rekstur hússins. Á Drangsnesi búa um 100 manns, en þar af unnu um 30 í frystihúsmu. Skömmu eftir brunann var svohljóðandi ályktun gerð á fundi Kaupfélags Steingríms- fjarðar: Þar sem þessi hús- bruni stöðvar ala atvinnu á Drangsnesi, er óumflýjanlegt að endurbyggja þar frystihús svo fljótt sem auðið er. Áfcveður iþví stjórn Kaupfél- ags Steingrímsfjarðar, að fela framkvæmdastjóra að athuga alla möguleika tl framdráttar iþvd máli nú þeg- ar. Síðan hefur verið uinnið að þvá að undirbúa byggingu frystihússins og hefur kaup- félagstjórinn, Jón Alfreðsson, verið í Reykjavík til að vinna að málinu. Bæjarmálefni Nýbyggðin í Firðinum Þann 17. janúar í vetur var hér í blaðinu minnst á þau mistök sem urðu í sambandi við vatns- og frárennslislagnir í hverfinu. Hljótt hefur verið um þessi mál, þar til á bæjar- stjórnarfundi 15. júli s.l. Orð- rétt segir iþar: „Vegna mis- taka í lagningu skólplagna var hæða fcvóta götunnar breytt og standa þvi húsin nr. 5, 7 og 9 laagra við götuna en fyrirhugað var samkvæmt mæliblöðum". En ibæjarráð grípur til þeirrar fljótfærni að bjóða fram skaðabætur til eigenda húsanna, án iþess að kanna málið frá grunni, t.d. það hver leyfði 'breytingu á hæð götunnar. Upplýst var á bæjarstjórnarfundinum að engir ibæjarfuiltrúar höfðu heyrt á málið minnst. Bæjar- fulltrúi Jón Ólafur Þórðarson sagði, að það væri ekki í verkahring bæjarstjórnar að fjalla um hæð götu, en þó ætlar hann bæjarfulltrúum að greiða atfcvæði um skaðabæt- ur vegna þess sem einhverjir aðrir ákveða um málið. Það sannast hér hið fornkveðna, að „ein vitleysan bíður ann- ari heim". Sú ein virðist vera lausn á þessu máli að grafa lagnirnar upp aftur, í það minnsta vatnslögnina. Fjarhitun húsa Fyrir þrem árum fluttu bæjarfulitrúar Framsóknar- Kjördœmisþing Fram- sóknarmanna Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Vest- fjarðakjördæmi verður haldið að Fagra- hvammi í Örlygshöfn laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. september n.k. Þingið hefst klukkan 13 á laugardag. Þá verður flutt skýrsla stjórnarinnar. Á þinginu verða flutt fjögur framsögu- erindi. Steingrímur Hermannsson mun tala um stjórnmálaviðhorfið, Ólafur Þ. Þórðarson um fiskirækt á Vestfjörðum, Gunnlaugur Finnsson um samgöngumál og Eysteinn Gíslason um öryggismál afskekktra byggða. Umræður verða um erindin. Þess er að vænta að þingið verði vel sótt af fulltrúum allra sveitarfélaga í kjördæm- inu. flokfcsins og Alþýðubanda- lagsins tiiiögu um athugun og leiðir tl fjarhitunar húsa í bænum. í fyrra lét Rafveita ísafjarðar framkvæma þetta, og leiddi sú athugun í ljós stórfeldan sparnað á olíu, auk hagkvæmni fyrir bæjar- búa, ef þetta yrði framkvæmt En ekkert hefur ennþá gerst í málinu. Það hefði verið eðli- legast að fjarhitunarkerfi hefði verið lagt í Boltahverf- ið, þar sem öl hús eru ný. Hefði það sparað húsbyggj- Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.