Monitor - 08.04.2010, Blaðsíða 5

Monitor - 08.04.2010, Blaðsíða 5
5FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Monitor Localice Productions er ungt og metnaðarfullt fyrirtæki með stór framtíðaráform sem sérhæfir sig í gerð tónlistarmyndbanda. Þrír félagar, Arnar Helgi Hlynsson, Egill Björnsson og Unnar Helgi Daníelsson, reka fyrirtækið sem er með starfsstöðvar bæði á Íslandi og Bretlandi þar sem Arnar og Egill eru búsettir og stunda nám samhliða því að reka fyrirtækið. Þeir standa fyrir heljarinnar rokkveislu á Nasa á föstudagskvöldið, sem er aðeins upphafið að því sem koma skal. „Localice er í raun margþætt framleiðslufyrirtæki en við höfum lagt langmesta áherslu á gerð tónlistarmyndbanda hingað til. Tónleikarnir á föstudaginn eru fyrstu stóru tónleikarnir sem við höldum en planið er að fara meira út í tónleikahald í framtíðinni,“ segir Arnar Helgi. Alls koma sjö íslenskar hljómsveitir fram á tónleikunum á Nasa, sem hafa hlotið nafnið Localice Live. Þær eru Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Noise, Ten Steps Away, Nevolution, Our Lives og síðast en ekki síst Sign með Ragnar Sólberg í broddi fylkingar, sem hefur ekki spilað á Íslandi í meira en ár. Í samstarfi við Kerrang! og iTunes Arnar viðurkennir að svona tónleikum fylgi alltaf ákveðin fjárhagsleg áhætta en kveðst þó hafa fulla trú á íslenska tónlistar- markaðnum. „Í dag koma ekki jafn margir erlendir tónlistarmenn til landsins og var hérna fyrir nokkrum árum. Mér finnst íslenskt tónlistarlíf vera að taka virkilega við sér. Ég velti því stundum fyrir mér hvort hljómsveitir á borð við Diktu, sem eru að fylla stóra tónleikastaði trekk í trekk, hefðu gert það hérna í kring- um 2007 þegar úrvalið af erlendum listamönnum var gífurlegt. Í dag held ég að fólk vilji sjá íslenska bönd á sviði,“ segir Arnar. Localice hefur náð athyglisverðum samstarfssamningum við stór fyrirtæki erlendis og ber hæst að nefna rokktímaritið Kerrang! „Við náðum að landa samstarfssamningi við Kerrang! um að þeir streymi Localice Live tónleikunum beint á vefnum sínum. Hugmyndin er að þessir tónleikar verði góður sýning- argluggi fyrir íslenskar hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri. Við ætlum að reyna að halda þessi kvöld að minnsta kosti tvisvar á ári og vonandi áfram í samstarfi við Kerrang!“ segir Arnar en Kerrang! er eitt vinsælasta tímaritið í rokksen- unni á heimsvísu. „Við höfum líka verið að gera myndbönd fyrir iTunes sem birtast á heimsíðunni þeirra. Starfsemin hefur verið að vinda mjög mikið upp á sig að undanförnu. Við byrjuðum einungis í tónlistarmyndböndum en erum komnir út í heimildarmyndagerð og tónleikahald. Það má segja að við höfum byrjað á botninum og unnið okkur upp þaðan,“ segir Arnar að lokum. Miðasala á tónleikana fer fram í verslunum Skífunnar, Retro í Smáralind og á miði.is. Localice gerir það gott í mynd- bandagerð og stendur fyrir heljar- innar rokkveislu á Nasa. Fólk vill sjá íslensk bönd Mynd/Ernir Myndbönd sem þú gætir hafa séð eftir Localice Cliff Clavin - Midnight Getaways Cliff Clavin - This is Where We Kill More Than Time Dikta - Thank You Nevolution - All I See Noise - Stab in the dark Sign - The Hope Ten Steps Away - Point of Desperation ıwww.itr.is sími 411 5000 Sundsamlega gott! Heilsulindir í Reykjavík

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.