Monitor - 08.04.2010, Blaðsíða 13

Monitor - 08.04.2010, Blaðsíða 13
UNDANÚRSLIT Í KÖRFUNNI Ljónagryfjan, Njarðvík 19:15 Suðurnesjaslagur af bestugerð. Baráttan um Reykjanes- bæ verður gríðarlega hörð og áhorfendur geta búist við gríðarlega spennandi viðureign. Liðið sem fyrst vinnur þrjá leiki í rimmunni fer áfram í úrslitin. HÆNUUNGARNIR Kassinn, Þjóðleikhúsinu 20:00 Nokkrir kjúklingar á tilboðs-verði hverfa úr frystikistu í fjölbýli sem á eftir að draga talsverðan dilk á eftir sér. Eggert Þorleifsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki hins óútreiknanlega djassáhugamanns, Sigurhans. Hænuungarnir eru annað verk Braga Ólafssonar. GAURAGANGUR Borgarleikhúsið 20:00 Ormur Óðinsson og félagar erumættir aftur á fjalirnar í þessu ástæla verki Ólafs Hauks Símonarsonar. Í þetta skipti er Gauragangurinn í Borgar- leikhúsinu og það ætti enginn að láta þetta stykki framhjá sér fara. Aðalhlutverkið er í höndum Guðjóns Davíðs Karlssonar en þess má geta að tónlistin í verkinu var sérsamin af hljómsveitinni Ný dönsk þegar leikritið var sett upp í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu. HÆNUUNGARNIR Kassinn, Þjóðleikhúsinu 20:00 Nokkrir kjúklingar á tilboðs-verði hverfa úr frystikistu í fjölbýli sem á eftir að draga talsverðan dilk á eftir sér. Eggert Þorleifsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki hins óútreiknanlega djassáhugamanns, Sigurhans. Hænuungarnir eru annað verk Braga Ólafssonar fyrir leiksvið. POLAR PUB QUIZ Karaoke Sport Bar 21:00 Vinsælt pub quiz semsamanstendur af almennum, krossa- og myndaspurningum ásamt hljóðdæmum. Að hámarki mega fjórir vera saman í liði en nokkuð veglegir vinningar eru í boði fyrir þá allra skörpustu. REGÍNA ÓSK SYNGUR CARPENTERS Salurinn 21:00 Regína Ósk tekur fyrir bestulög Carpenters ásamt einvala liði hljóðfæraleikara og söngvara. Atburður sem enginn sannur Carpenters-aðdáandi má missa af. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR HJÁ SKÚLA MENNSKA Café Rosenberg 21:00 Tónlistarmaðurinn SkúliÞórðarson, betur þekktur sem Skúli mennski, fagnar útgáfu plötunnar Skúli mennski og hljómsveitin Grjót. Skúli mennski kemur fram á ýmsum stöðum yfir daginn, ýmist einn með gítar eða með hljóm- sveit, en hápunkturinn verður tónleikarnir um kvöldið. TÓNLEIKAR Hemmi & Valdi 22:00 Ruxpin, Troopa og DJ AnDrekoma fram á tónleikum sem Extreme Chill stendur fyrir. Búast má við afslappandi stemningu ef tónleikahaldarinn stendur undir nafni. ÓLAFSVAKA Kaffi Zimsen 22:00 Sigurður Marteinsson eðaDJ El Nino spilar klassískt rokk frá árunum 1970 til 1979. Þeir sem heita Ólafur fá fyrsta bjórinn frían en þurfa að muna eftir skilríkjunum. 13 fílófaxið FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Monitor TÓNLEIKAR, LEIKHÚS, SÝNINGAR, ÍÞRÓTTIR, UPPISTAND, PUBQUIZ, TRÚBADORAR OG ALLT ANNAÐ fimmtudagur Valgerður Guðnadóttir fer með hlutverk Lindu í Gauragangi sem gengur fyrir fullu húsi þessa dagana í Borgarleikhúsinu. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Aðsóknin hefur verið gríðarlega góð og fólk virðist skemmta sér rosalega vel enda er sýningin flott og fjörug,“ segir Valgerður sem sjálf missti af Gauragangi þegar verkið var sett upp í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu. „Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég fór að því. Líklega hef ég verið á kafi í félagslífinu í Verzló en ég man eftir lögunum. Það bætir það vissulega upp að fá að taka þátt í þessari uppfærslu. Það er náttúrlega ekkert slor að fá að leika þessa hasargellu,“ segir Valgerður og bætir við: „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni. Það er stór og skemmtilegur hópur sem kemur að sýningunni og gaman að fara í vinnuna og hitta allt þetta fólk.“ Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, leikstýrir sjálfur sýningunni en Valgerður ber honum vel söguna. „Hann stendur sig alveg frábærlega og er virkilega fær leikstjóri sem nær því besta út úr öllum,“ segir Valgerður. Gaman að leika þessa hasargellu GAURAGANGUR Borgarleikhúsið 20:00 8 apríl Mynd/Grímur Bjarnason föstudagur „Það hefur verið hálfgert Bollywood- æði á Íslandi undanfarið. Ég fæ oft símtöl þar sem ég er spurð út í búninga og tónlist sem tengist þessu,“ segir Yesmine Olsson sem stendur fyrir Bollywood-sýningu í Turninum í Kópavogi. Yesmine býður upp á kvöldstund sem er blanda af indverskri matarveislu og danssýningu í Bollywood-stíl. Sýningin á föstudagskvöldið verður sú síðasta, í bili að minnsta kosti. „Það getur vel verið að við förum aftur af stað með sýninguna seinna. Upphaflega ætluðum við að gera fjórar sýningar en nú held ég að þær séu orðnar fjórtán,“ segir Yesmine sem er ánægð með viðtökurnar. „Ég held líka að Íslendingum finnist indverskur matur almennt alveg rosalega góður,“ segir Yesmine. Fjórar sýn- ingar urðu að fjórtán BOLLYWOOD SÝNING Turninn, Kópavogi 20:00 9 apríl SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Langholtskirkja 19:30 Sinfóníuhljómsveitinheldur tónleika til heiðurs tónskáldinu Jóni Nordal í Langholtskirkju. HLJÓMAR FRÁ MEXÍKÓ Salurinn 20:00 Klassísku gítarleikararnirSantiago Gutiérrez Bolio & Santiago Lascurain verða með tónleika bæði á einleiksgítar og flytja saman verk. „Sounds of Mexico“ er alþjóðlegt menningarátak til kynningar á mexíkóskri tónlist og mexíkön- um sem starfa í Evrópu. GAURAGANGUR Borgarleikhúsið 20:00 Ormur Óðinsson og félagareru mættir aftur á fjalirnar í þessu ástæla verki Ólafs Hauks Símonarson- ar. Í þetta skipti er Gauragangurinn í Borgar- leikhúsinu og það ætti enginn að láta þetta stykki framhjá sér fara. Aðalhlutverkið er í höndum Guðjóns Davíðs Karlssonar en þess má geta að tónlistin í verkinu var sérsamin af hljómsveitinni Ný dönsk þegar leikritið var sett upp í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu. EILÍF ÓHAMINGJA Borgarleikhúsið – Litli salur 20:00 Eilíf óhamingja er sjálfstættframhald af verkinu Eilíf ham- ingja sem sett var upp í Borgarleikhúsinu árið 2007. Verkinu er lýst sem gamansamri en beittri ádeilu á markaðshyggjuna. Handrits- gerð er í höndum Andra Snæs Magnasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Þorleifur leikstýrir einnig verkinu en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri á erlendri grund, nú síðast fyrir uppsetningu á Rómeó og Júlíu í Sviss sem hlaut mikið lof. LOCALICE LIVE Nasa 20:00 Allsherjar rokkhátíð semLocalice-framleiðslufyrir- tækið stendur fyrir í samstarfi við breska tónlistartímaritið Kerrang! Fram koma íslensku hljómsveitirnar Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Noise, Ten Steps Away, Nevolution, Our Lives og Sign. BRENNUVARGARNIR Þjóðleikhúsið 20:00 Leikritið Brennuvargarnir ereitt af frægustu leikritum 20. aldarinnar. Þetta er næstsíðasta sýningin á verkinu að sinni en á meðal leikenda eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Eggert Þorleifsson. HJALTALÍN TÓNLEIKAR Café Rosenberg 22:00 Hjaltalín hefur ekki átt íerfiðleikum með að fylla þá tónleikastaði sem hljómsveitin hefur spilað á að undanförnu. Það er því vissara að mæta tímanlega fyrir þá sem vilja ná góðu plássi. Allt að gerast - alla fimmtudaga!

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.