Monitor - 08.04.2010, Síða 7
Friðrik Dór Jónsson er einn
heitasti popptónlistarmaður
Íslands í dag. Hann sló í gegn með
laginu Hlið við hlið, sem var eitt af
vinsælustu lögum Íslands í fyrra.
Annað lag með honum, Á sama
stað, hefur einnig notið mikilla
vinsælda. Bróðir hans, Jón Ragnar,
sendi nýverið frá sér sitt fyrsta
lag, Lately, sem hefur verið mikið
spilað á Rás 2. Þar er á ferðinni
hresst sumarpopp að bandarískri
fyrirmynd, sem gefur góð fyrirheit
um það sem koma skal.
„Það er ekki beint hægt að segja
að við höfum glímt við mikla erf-
iðleika, sem við þurftum að vinna
okkur út úr í tónlistinni.“ segir
Jón, þegar blaðamaður vill stimpla
þá sem íslenska poppútgáfu af
Gallagher-bræðrunum úr Oasis. „Líf
okkar hefur verið frekar einfalt,“
segja bræðurnir, sem ólust upp í
Setberginu í Hafnarfirði, stunduðu
báðir tónlistarnám og gengu báðir
í Verzló, þar sem þeir voru í aðal-
hlutverkum í söngleikjum skólans,
hvor á sínum tíma.
„Við höfum alltaf spilað og
sungið mikið saman, en við höfum
kannski ekki unnið mikið saman
og ekki líklegt að það gerist í bráð,“
segir Friðrik. Jón tekur undir það
og segir samvinnuna að mestu
felast í því að gefa álit og gagnrýni
„Við erum kannski frekar að halda
hvor öðrum á tánum. Þegar ég var
úti í Bandaríkjunum áttum við oft
Skype-samtöl og sýndum hvor
öðrum eitthvað sem við vorum að
gera,“ segir Jón.
„Okkar besta samvinna til
þessa er samt þegar ég braut
baðherbergishurðina heima,
þegar ég sló beltissylgju á eftir
Jóni,“ segir Friðrik og bræðurnir
hlæja. „Þetta gerðist í fyrradag,“
grínast Jón.
Fyrsta íslenska RNB-platan
„Fyrsta skipti sem ég söng var í
söngvakeppni Samfés í 10. bekk,
þá spilaði ég á trommur og söng
í laginu Afgan,“ segir Friðrik og
fullyrðir að hann sé hinn íslenski
Phil Collins. Upphafið að sólótón-
listarferli hans má rekja til þess
að hann hóf að skrifa söngleik,
ásamt tveimur félögum sínum, og
samdi lagið Hlið við hlið fyrir það
verkefni. „Það varð reyndar ekkert
úr söngleiknum, en mér fannst
lagið gott og talaði við félaga mína
í Redd Lights um hvort þeir vildu
ekki taka þetta alla leið og gera
slagara úr þessu,“ segir Friðrik.
Þar á bæ höfðu menn litla trú á
verkefninu til að byrja með. „Ég
var einmitt að tala við Inga úr Redd
Lights um daginn og hann sagði
mér að það fyrsta sem hann hugs-
aði þegar við gerðum þetta var:
„Djöfull nenni ég þessu ekki. Hvað
fáum við út úr því að gera þetta lag
með þessum gaur?“ En þetta gekk
vonum framar,“ segir Friðrik.
Það eru orð að sönnu, því Friðrik
gerði nýverið plötusamning við
Senu og gefur út sína fyrstu plötu
í haust. „Þetta verður 12 laga plata
með lögum eftir mig. Líklega fyrsta
alvöru íslenska RNB-platan sem
gefin er út í heiminum,“ segir
Friðrik, en hann er þegar byrjaður
að vinna að plötunni. „Ég er einmitt
að gefa út lag núna, sem heitir Fyrir
hana. Það fjallar um hana sem ég
átti einu sinni, en hann er dáinn
í dag,“ grínast Friðrik og uppsker
mikinn hlátur bróður síns og
blaðamanns. „Nei, þetta er svona
sumarsmellur. Mér finnst þetta
mjög skemmtilegt lag og hef trú á
því,“ segir Friðrik.
Of væminn á íslensku
Jón fór til Boston í hagfræðinám
eftir að hann kláraði Verzló og
útskrifaðist vorið 2009. „Menningin
þarna úti er svolítið öðruvísi en
hérna heima. Menn eru reiðubúnari
að gefa nýju dóti tækifæri og fíla að
hlusta á og uppgötva nýja tónlist.
Það var mjög skemmtilegt að spila
fyrir ameríska krakka, sem kunnu
vel að meta það sem maður var að
gera, og það hvatti mig til að halda
áfram að spila og semja,“ segir Jón,
sem setti saman hljómsveit með
félögum sínum þegar hann flutti
aftur til Íslands.
„Þegar ég útskrifaðist var ég
kominn með einhver 15 lög, þannig
að þegar ég kom heim ákvað ég
að setja saman band og byrja að
spila,“ segir Jón, sem fór til New
York með hljómsveitinni í haust
og lék þar á nokkrum tónleikum.
„Það var eiginlega þar sem okkur
varð ljóst að við þyrftum að gera
eitthvað af viti við þetta. Ekki bara
setja þetta á Facebook og láta þar
við sitja,“ segir Jón.
Hann telur að það sé erfiðara að
ná hylli íslenskra hlustenda með
lög sem sungin eru á ensku, en
hefur þó litlar áhyggjur af því. „Ég
vil hafa lögin á ensku og verð að
vera samkvæmur sjálfum mér,“
segir Jón og bætir við að textasmíð-
ar séu ekki hans sterkasta hlið. „Ég
hef alltaf hlustað fyrst og fremst á
tónlistina. Ég held að að lögin mín
yrðu líka asnaleg á íslensku, ég er
svo væminn.“
„Mín lög eru ekki væmin,“ grípur
Friðrik inn í. „Ég sem um stríð
og byssur. Næsta lag fjallar um
hungursneyð. Svo ætla ég líka að
gefa út kreppulag,“ grínast hann,
en játar svo að hann sé síst minna
væminn en Jón.
Boðið í bíó af
grunnskólastelpum
Markhópur þeirra bræðra er
óneitanlega ekki sá sami og
Friðrik gengst við því að stærsti
hluti aðdáenda hans sé í yngri
kantinum. „Ég er reyndar að ná til
aðeins eldri hóps en ég átti von á.
Ég spila alveg fyrir 20 plús, en ég er
kannski ekkert að heilla einhverjar
húsmæður,“ segir Frikki. „Víst!“
segir Jón og heldur áfram: „Ég
spilaði um daginn í félagsmiðstöð.
Þau þekktu coverlögin sem við
tókum, en kveiktu ekki eins vel á
mínu eigin efni. Svo mætti Friðrik
sem leynigestur í lokin, þá varð
allt vitlaust,“ segir Jón og hlær.
Talið berst að vinsældum
Friðriks meðal unglingsstúlkna.
„Ég er með einhverja sex hundruð
vini á Facebook sem ég þekki
ekki og einstaka sinnum fæ ég
fyndin skilaboð. Um daginn spurði
einhver stelpa, líklega svona 14
ára, hvort ég vildi koma í bíó. Hún
bauðst meira að segja til þess að
borga,“ segir Friðrik og hlær, en
neitar því að hann verði fyrir miklu
áreiti.
Þekkt er að menn í hans stöðu fá
líka á sig vænan slurk af skítkasti.
Aðspurður hvort menn séu mikið
í að drulla yfir hann segir Friðrik:
„Drullið fer aðallega fram á
YouTube og svoleiðis stöðum. Þá
eru það einhverjir gaurar sem kalla
sig „I H8 My Life“ og verða að vera
geðveikt neikvæðir. En flestir sem
gefa sig á tal við mig eru bara góðir
á því og segjast fíla þetta.“
Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónssynir
eru bræður úr Hafnarfirði, sem báðir
eru að gera það gott í tónlistinni.
Um dag-
inn spurði
einhver stelpa,
líklega svona
14 ára, hvort ég
vildi koma í bíó.
Valkvíði
Hvít-Rússa
Valkvíði er nokkuð sem margir
vilja kalla lúxusvandamál.
En valkvíði virðist samt hrjá
Hvít-Rússa, þjóð sem maður
hefði haldið að glímdi við nógu
mörg vandamál fyrir. Vandamál
sem ekki verða leyst
með kökusölu í
Kringlunni.
Það gerðist í
annað sinn á
dögunum, í fremur
stuttri Eurovision-
sögu Hvíta-Rússlands,
að lag sem hafði verið kynnt
sem framlag landsins var
dregið til baka á síðustu
stundu. En ólíkt nágrönnum
sínum í Úkraínu, sem báru við
pólitískum ástæðum, þá finnst
Hvít-Rússum það einfaldlega
frekar leiðinlegt þegar lagið
þeirra þykir lélegt.
Þannig var það
allavega árið
2005, en þá
var fulltrúi
landsins hin
snoppufríða
Angelica
Agurbash,
fyrrverandi ungfrú
Hvíta-Rússland og meira að
segja fyrrverandi Miss Photo
USSR - titill sem eflaust
hefur verið slegist um í gömlu
Sovétríkjunum.
Angelica var því líklega ekki
vön höfnun. Lagið hennar, Boys
and girls, sem fjallaði lauslega
um gíslatökuna í Beslan, fékk
hins vegar hörmulegar viðtökur
erlendis eftir að það var valið
sem framlag landsins. Hún
heimtaði því að fá
að skipta um
lag og söng
á endanum
lagið
Love me
tonight. Hún
uppskar þó
enga ást á
keppniskvöldinu
og komst ekki upp úr undanúr-
slitunum.
Maður hefði haldið að þessi
litla saga hefði kennt Hvít-
Rússunum lexíu en svo virðist
ekki vera. Sönghópurinn 3+2
hefur skipt út laginu Far Away
sem hafði verið kynnt sem
framlag landsins í ár og í stað-
inn er komið lagið Butterflies.
Skemmst er frá því að segja
að bæði lögin eru léleg og það
seinna líklega verra en hið
fyrra. Þau geta þó reynt að gera
fleiri breytingar og umbætur
fram að stóru stund-
inni. Þau gætu
kannski skipt
um söngvara
eða bara um
kyn ef þau
halda að það
muni hjálpa.
En þegar þeim
hefur verið snúið
heim eftir forkeppnina
í Ósló skulum við samt vona að
þau hafi loksins lært það sem
við lærðum flest í grunnskóla:
Maður á aldrei að breyta
krossinum á síðustu stundu.
EURO-HAUKUR ER DÓSENT Í EUROVISION
7FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Monitor
JÓN RAGNAR JÓNSSON
Fyrstu sex: 30.10.85
Áhrifavaldar: Ég er bara ógeðslega
„mainstream“. Ég get nefnt Coldplay, Ben
Harper, Gavin DeGraw, John Mayer og Jack
Johnson. Ég vil ekki nefna James
Morrison því hann er bara einu ári
eldri en ég, en hann er flottur.
Eftir þrjá mánuði: Að spila ein-
hver svöl sumargigg á skemmti-
legum stöðum.
Eftir þrjú ár: Ennþá að spila
og búinn að gefa eitthvað út.
Svo væri gaman að taka einn
háskólatúr í Bandaríkjunum.
FRIÐRIK DÓR
JÓNSSON
Fyrstu sex: 07.10.88
Áhrifavaldar: Þetta hefur þróast
frá einhverju Led Zeppelin yfir í Jack
Johnson og Ben Harper. Úr því yfir
í Lauryn Hill og í dag er ég farinn að
hlusta meira á svona „pródúsað“ efni eins
og Ne-Yo og The-Dream.
Eftir þrjá mánuði: Að spila út um
allt, gefa út lög og klára plötuna,
sem kemur út í haust.
Eftir þrjú ár: Búinn að gera svo mikið af
svölu stöffi að fólki finnist í lagi að ég sé
með sólgleraugu inni.
Bræður
munu
berjast... um vinsældir
Mynd/Árni Sæberg
8
vikur
í Eurovision