Monitor - 08.04.2010, Page 8

Monitor - 08.04.2010, Page 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 í skápnum Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktir sem Simmi og Jói, hafa verið fastagestir á sjónvarpsskjám landsmanna undanfarin ár í þáttum á borð við 70 mínútur, Idol-stjörnuleit og nú síð- ast í Wipeout. Að auki hafa þeir stjórnað geysivinsælum útvarpsþætti á Bylgjunni alla laugardagsmorgna undanfarin þrjú ár. Það virðist flest sem drengirnir snerta verða að gulli, en nú hefst nýr kafli í lífi þeirra. Simmi hætti í starfi sínu sem markaðsstjóri Tals síðasta sumar og Jói sagði í kjölfarið upp á markaðsdeild Landsbankans. Ætlun þeirra var að opna hamborgarastað og hefur undirbúningur staðið yfir í vetur. Föstudaginn 9. apríl verður bitið í fyrsta hamborgarann á Hamborgarafabrikkunni. Nú þegar þið eigið veitingastað, má ekki gera fastlega ráð fyrir því að þið verðið spikfeitir áður en langt um líður? S Það má alveg búast við því. En ég er meðvitaður um hættuna sem fylgir því að eiga veitingastað, þannig að ég er búinn að skrá mig í mjög strangt aðhaldsnámskeið. (Simmi er að borða brauðstöng þegar hann lætur þessi orð út úr sér.) Það er greinilega ekki byrjað. S Nei, það er reyndar ekki byrjað. J Við erum á átunni núna. Við höfum hreinlega ekki tíma til að fara í ræktina. Þetta hafa verið geðsjúkir mánuðir í vinnu og ekki minnkar það núna. S Þegar maður er í þessum lífsstíl og mætir ekkert í ræktina er voðalega erfitt að skammta matinn sinn. J Enda erum við báðir búnir að fitna svolítið. Ég er búinn að bæta á mig svona fimm kílóum síðan í haust. S Átta hér. En ég er fljótur að ná af mér. Ég er eiginlega jafn fljótur að ná af mér eins og ég er að bæta á mig. Ef glöggir áhorfendur eru eitthvað að fylgjast með sjónvarpsþátt- unum má sjá að ég er stundum spikfeitur í upphafi þáttarins, en seinna í þættinum er ég kannski búinn að minnka talsvert. J Ég fitna hins vegar hægt og fitna alls staðar. Ég var orðinn alveg sílspikaður um aldamótin. Þá var ég 98 kíló. S Þú varst kallaður Hómer. J Já, ég fæ svo stóran rass þegar ég fitna og passa ekki í neinar buxur. Ég fitna asnalega. Þá vorum við líka að borða svona einn og hálfan Doritos-poka hvor í hverju einasta hádegi og drekka svona lítra af pepsi með. Þetta var alltaf á borðinu hjá okkur í 70 mínútum. S Ég var orðinn 120 kíló, en ég fór í átak eftir það og missti 20 kíló. Þegar ég er í mínu besta formi er ég 100 kíló. Hvað eruð þið þungir í dag? S Ég er 110. J Ég er 87. S Finndu haminn... (Simmi stendur upp og neyðir blaðamann til að þreifa á aftanverðum lærvöðvanum, sem hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann er yfir kjörþyngd. „Hamurinn“ er óneitanlega stinnur og glæsilegur.) S Finndu þríhöfðann líka... (Blaðamaður er farinn að óska þess að hann hefði valið aðra viðmælendur.) Hvenær kviknaði hugmyndin að því að opna veitingastað? J Hún er svolítið gömul. Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvort við gætum nýtt okkar persónur og það sem við höfum verið að stússast í til þess að skapa okkur lífsviðurværi til frambúðar. Það var alltaf ein af hugmyndunum að opna veitingastað. Þegar Simmi hætti í vinnunni sinni síðasta sumar og þurfti að finna sér eitthvað nýtt kom þessi hugmynd aftur upp og varð að veruleika alveg ótrúlega fljótt. Ég var búinn að vera í bankanum í fimm ár og það var kannski minna sem togaði í mann þar en áður. Það þurfti ekkert mikið til að sannfæra mig um að segja upp líka. Hvaða markmið hafið þið sett ykkur með Fabrikkuna? S Ég sé bara fyrir mér að þetta verði sígildur veitingastaður og fastur póstur um ókomin ár. Veitingastaður sem ávallt er gaman að koma á og við alltaf tilbúnir að endurnýja og breyta. J Skammtímamarkmiðið er að láta rekst- urinn ganga upp og gera hann arðbæran. En það eru engin skrýtin markmið um að verða ríkir fljótt. Okkur langar til þess að eiga þennan stað þegar við verðum gamlir. S Við verðum ekki milljónamæringar af þessum stað. J Það var frábært að gera þetta í kreppunni, annars hefðum við gert þetta á röngum forsendum. S Með erlent lán og svona. Þið hafið aldrei verið í fullu starfi við fjölmiðla. Hefur það ekkert heillað ykkur? J Ekki mig. Ég hef engan svakalegan áhuga á öðrum fjölmiðlaverkefnum en þeim sem við erum að sinna núna. S Jú, ef maður fengi fjármagnið til að gera það sem mann langar til að gera. Það þyrfti að vera það stórt. Ég myndi ekki nenna að lesa fréttir til þess að geta verið með þátt eins og Logi í beinni. Ég hef sjálfur ekki áhuga á því að lesa fréttir og myndi ekki vilja þurfa að gera það til þess að réttlæta að vera með eigin sjónvarpsþátt. J Mér finnst þetta fyrirkomulag alveg frábært, að vera ekki háðir. Við höfum alltaf haft eitthvað annað aðalstarf og þar af leiðandi getað valið hvað við tökum að okkur. Um leið og maður er orðinn fastráð- inn fjölmiðlamaður þarf fyrirtækið auðvitað að láta mann vinna og þá þarf að velja verkefni af nauðsyn frekar en kostgæfni. Þá er óumflýjanlegt að maður taki að sér misgóð verkefni. Hvað er það sem ykkur dreymir um að gera í fjölmiðlum, ef þið fengjuð fjármagn- ið til þess? S Okkur langar, að minnsta kosti áður en við deyjum, til þess að stýra þætti í anda Saturday Night Live. Þá þyrfti maður að hafa viku til þess að vinna þáttinn, hann yrði í beinni útsendingu, með öllum nauðsynleg- um leikmunum og helst tekinn upp á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. J Þetta er ekki kreppuþáttur. Þetta er góðærisþáttur. Fjölmiðlaverkefni ykkar hafa verið af þeim toga að þið hafið þurft að spila svolítið eftir reglunum og vera frekar „mainstream“. Eruð þið ekki algjörir durgar í raunveru- leikanum? J Við höfum alltaf verið frekar „mains- tream“. Mér finnst við alltaf hafa verið frek- ar venjulegir fjölmiðlamenn og við höfum aldrei litið á okkur sem einhverja grínista. Við höfum frekar reynt að vera skemmtileg- ir en eitthvað svakalega fyndnir. S Fjölmiðlar ganga út á að afla tekna, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Það eina sem selur er „mainstream“. J Við dönsum nú oft á línunni á Bylgjunni. En við erum frekar vænir strákar í raunveru- leikanum og það eru engar beinagrindur í skápnum. Við hefðum alveg getað tekið einhverja aðra stefnu, en það var kannski Idolið sem læsti okkur svolítið á þeirri braut sem við erum í dag. Kannski hljómar það kjánalega en við urðum svolítið „allra“ þá. S Það er miklu auðveldara að vera öðruvísi og vera „rebel“ heldur en að ná því að verða „allra“. Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@monitor.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Simmi og Jói leggja allt undir á hinn heil- aga hamborgara og opna Hamborgarafa- brikkuna. Þeir eru meðvitaðir um hættuna á því að sá fyrrnefndi hlaupi í spik. Engar beinagrindur Simmi var einu sinni að vinna í Sportkringl- unni, sem var íþróttavöruverslun. Stærsta stund hans í því starfi var að afgreiða Björn Ulvaeus úr Abba sem kom óvænt í búðina. Ég held að það hafi verið Simmi sem tók í mig á sínum tíma og sagði mér að snoða mig. Ég var lentur í smá skallarexíu, án þess að vita af því.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.