Ísfirðingur - 16.10.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 16.10.1976, Blaðsíða 2
ISFIRÐINGUR 'BlAOrSXMSÓKIMHMANfiM I VlSirjARUUl/ÖBUW Úlgefandi: Samband Framsóknarfélaganna i Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiSslumaSur: Guðmundur Sveinsson, Ennjavegi 24, sími 3332. Neikvæður múlflutningur Oft hefur verið um það rætt, að stjórnmálamenn í stjórnar- andstöðu temdu sér lítt þá hófsemi í málflutningi og þá aðgæslu í sambandi við margskonar og oft óraunhæfa kröfu- gerð sína um fjárútlát úr handi þess opinbera, sem œtlast verður til af mönnum sem boðist hafa til að viera forsjón þjóðfélagsins. Sjálfsagt hefur oftast eitthvað á þessu borið, en líklega sjaldan eða aldrei eins áberandi og tillitslaust og síoustu árin. Líklega hafa íslendingar aldrei búið við málefnasnauðari og aumari stjónnarandstöðu en einmitt nú. Málflutningur mjög margra talsmanna stjórnarandstöðuflokkanna virðist alla jafna nieikvæður, ekki jákvæður. í ræðum sínum og iritum fuilyrða þessir menn mjög oft að flest það sem stjórnarflokkarnir gera sé rangt og illt. Verkefnin eigi að framkvæma aílt öðruvísi. Séu þeir hinsvegar inntir eftir því hveraig að þeir sjálfir hefðu unnið að sömu verkefnum verður iþeim oftast svara fátt. Rökin fyrir aðfinnslum og fullyrðingum skortir, eh hlutina átti bara að gera einhvern- veginn allt öðruvísi. Þetta er neikvæð og gagnslaus stjórnar- andstaða, sem ber vott um úrræðalleysi og málefnafátækt. í seinni tíð hefur töluvert borið á því, að pólitískir ræðu- memn, og þá hvað helst þeir sem virðast haldnir taumlausu sjálfsáliti og telja sig þá rétt borna til pólitísks frama, hafa á fundum sem þeir hafa efnt til leitt hjá sér að ræða einstök vandamál sem úrlausnar bíða, len í þess stað notað" ræðutíma sinn til að bera á borð fyrir hlustendur dylgjur og raka- lausar fullyrðingar um meintar persónulegar ávirðingar and- stæðinga sinna. Á einum slíkum fundi spurði einn hlustenda ræðumenn að því, hvort þeir hefðu nú alveg gleymt málefnum kjördæmisins og þjóðfélagsins. Málflutningur af þessu tagi er að sjálfsögðu ósæmilegur og ekki frambærilegur, enda meira en hæpið að hægt sé að líta á slíka málflytjendur sem alvöru stjórnrnálamenn. Svona málflutningur er vissulega neikvæður og ekki liklegur til framdráttar þeim sem honum beita. Það hendir oft stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu að krefjast þess, að stjórnvöld láti framkvæma viðamikil verk- efni, sem oftast kosta stórfé, en án þess að þeir geri jafn- framt grein fyrir því hvernig á að alfla fjár til framkvæmd- anna. Nú ætti það að vera filiestum augljóst, að enginn getur ráðist í framkvæmdir, hvorki stórar eða smáar, án þess að hafa áður tryggt sér fjármagn til þeirra. Ekki heldur ríkis- sjóður. Svona vinnubrögð eru raunverulega ekki marktæk og flokkast undir úrræðalleysi og neikvæðan málflutning. J. A. J. sunna ferðasknfstofa bankastræti 7 simar 16400 12070 ™ Almenn ferðaþjónusta DERBY frystikisturnar og frystiskáparnir koma aftur í næstu viku Verzlunin Kjartan R. Guðmundsson ísafirði -Sími 3507 Ódýrar passa- myndir í lit í dýrtíðinni er ánægjulegt að geta boðið ódýrar myndatökur. Við tökum myndir, hvar sem er, af hverju sem er. Gagnfræðaskólinn á ísafirði Gagnfræðaskólinn á Isa- fir'ði var nú í haust settur á svipuðum táma og áður. Á fundi fræðsluráðs 7. þ.m. skýrði skólastjórinn, Kjantan Sigurjónsson, frá starfsemi skólans. Nemendafjölúi er nú 236 neniendur í 10 deildum. Sú breyting er helst á skóla- starfi, að nú er einum bekk færra en síðastliðið starfsár og að nú er kennt f imm daga vikunnar í stað sex áður. Á kennarafundi í upphafi skólaárs voru kosnir 'þrír kennarar í kennararáð- G.I. Kosnir voru Skúli Benedikts- og son, Hallur Páll Jónsson Halldóra Magnúsdóttir. Á fundi fræðsluráðs kom fram að menntamálaráðuneyt. ið er tiibúið að senda til Isa- fjarðar tvær lausar kennslu- stofur, sem fræðsluráð hafði áður óskað eftir að Gagn- fræðaskólinn fengi. Fræðslu- ráð samþykikkiti að óska eftir við bæjarráð að ákveðin verði staðsetaing stofanna, og að kostaaður við undirstöður og lagnir verði tekinn inn á fjárhagsáætlun við þá endur- skoðun áætlunarinnar sem nú stendur yfir. Ljósmyndastofa Isafjarðar sími 3776. Ályktanir frá Fjórð- ungsþingi Vestfirðinga Blaðið birtir hér á eftir nokkrar af ályktunum þeim, sem samþ. voru á Fjórðungs- þingi Vestfirðinga, en það var haldið, svo sem áður hefur verið frá sagt hér í blaðinu, dagana 11. og 12. september s.l. ÁLYKTUN UM ORKUMÁL: Ferðoþjónusta Sunnu um allan heim fyrir hópa fyrirtæki og einstaklinga er viðurkennd af þeim fjölmörgu er reynt hafa. nroirnar sem f olkið velar Fjórðungsþing Vestfirðinga þakkar hæstvirtum iðnaðar- ráðherra og hæstvirtri ríkis- stjórn skilning á orkumálum Vestfiirðinga, með iþví að leggja fram á Aílþingi frum- varp til laga um Orkubú Vest- fjarða og tryggja lagasetn- ingu um það. Væntir þingið þess, að þær viðræður, sem hafnar eru í framhaldi af lagasetaingunni, til undir- únings að stofnun Orkubús Vestfjarða, verði árangurs- ríkar, og treysitir í því efni bæði á stólning stjórnvalda og sveitarstjórna, enda telur þingið, að 'þaiu verkefni, sem framundan eru í orkumiálum Vestfjarða, séu svo viðamikil, og krefjist svo mikillar sam- hæfingar í uppbyggingu og rekstri, að nauðsyn beri til að um einn eignar- og stjórn- unaraðila verði að ræða. iÞingið leggur áherslu á að sem fyrst fááist úr því skorið með jarðborunum hvar megi fá jarðhita í næsta nágrenni við þéttbýlisstaði á Vest- fjörðum. Það er brýnt að úr því fáiist skorið hvar ber að stefna að rafhitun og hvar að öðru formi hitunar. Allur dráttur á þessu veldur lengd- um tíma sem íbúar Vestf jarða verða að foúa við olíukynd- ingu. Þá leggur þingið áherslu á að rannsóknir á vatnsorku Vestfjarða verði hraðað sem mest, svo hægt sé að velja besta kostinn í byggingu næsta raforkuvers. UM VERKASKIPTINGU RÍKIS OG SVEITARÉLAGA: Fjórðungsþing 1976 harmar þá þróun sem orðið hefur í verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þar sem kostn- aðarauki sveitarfélaganna hef- ur orðið miklum mun meiri en aukning tekjustofna. Sér- staklega bendir þingið á stór- aukinn kostaað sveitarfélag- anna er leiðir af rekstri skól- anna, svo sem vegna viðhalds skólamannvirkja og búnaðar ag tannlækninga í skólum. Jafnframt bendir þingið á að sveitarfélögin bera ein veru- legan kostnað af húsnæðis- málum kennara og annan hlið- stæðan kostnað er leiðir af rekstri skólanna. Varðandi viðhaldskostaað skóla, sem sveitarfélög bera nú ein, teiur þingið að gera verði þá breytingu á skóla- kostnaðarlögum, að viðhald heimavistarrýmis verði allt greitt af ríkissjóði. Dreifbýlis- skólar bera nú viðhaldskostn- að af heimavistum, fram yfir iþéttbýlisskólana. UM TÆKNIÞJÖNUSTU- STOFNUN: Fjórðungsþing Vestfjarða felur stjórn sambandsins að ná samstöðu með sveitarfélög- um á Vestfjörðum og leita eftir því við ríkisvaldið að sett verði á stofn tækmiþjón- ustustofnun á Vestfjörðum er vinni hönnunar- og undir- búningsvinnu fyrir ríkisstofn- anir er láta þurfa vinna verk á Vestf jörðum, sveitarfélög og einstakiinga sem þess óska. UM HÚSNÆÐISMÁL: Fjórðungsþing Vestfirðinga 1976 harmar þann seinagang sem orðið hefur á framkvæmd byggingu leiguíbúða og telur að stjórnvöld hafi ekki tekið nægjanlegt tlllit tii þess alvarlega húsnæðisskorts sem ríkt hefur og ríkir hér á Vest- fjörðum. Þingið vU enn á ný benda á þetta mikla vandamál vest- firðinga og telur ekki óeðli- legt að iþeir njóti nokkurs for- gangs í þessum málum þegar

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.