Ísfirðingur


Ísfirðingur - 16.10.1976, Qupperneq 4

Ísfirðingur - 16.10.1976, Qupperneq 4
I vandræðum með sjálfa sig Allt frá því hin svok&luðu Samtök (SFV) voru stofnuð hefur framtíð þeirra verið á hverfanda hveli og ai'lt í óvissu um hvenœr þau logn- uðust útaf að fullu, en til þess eins voru þau stofnuð, að sögn forráðamanna þeirra. í upphafi SFV var. því jú haldið fram að markmiðið væri að sameina hin svoköll- uðu vinstri öfi í landinu í einn flokk, og því þá haldið fram, að þetta bæri fyrst og fremst að skilja þannig að unnið yrði að því að sameina SFV, Alþýðuflokkinn og AI- þýðubandalagið. Síðan eru nú liðin 7 ár, eða vel það, og að því er best verður séð hefur ekkert þokast í samkomulags- átt, nema ef á að telja það, að Bjöm Jónsson hljóp frá Samtökunum isínum til liðs við Alþýðuflokkinn, en ekki er hægt að merkja, að það liðhlaup hafi á nokkum hátt orðið til þess að draga úr stöðugri rýmun Alþýðu- fl'okksins. Það er ekkert sem bendir til þess að SFV auðnist að ná iþví markmiði að sameina þau þrjú flokksbrot sem nefnd voru hér að ofan, enda hefur meira borið á því að hnútur og illyrði flygi um borð þeirra á meðal en á vinmæljum eða samkomulaigsvilja. Um Alþýðuflökkinn má raunar segja það sama og um SFV, að hann hefiu- um ára- bil virst vera í stöðugt vax- andi vandræðum með sjálfan sig. Sú pólitiska reisn sem hér á árum áður einkenndi ýmsa forustumenn flokksins virðist nú fokin út í veður og vind meðal núverandi ráðamanna Alþýðuflokksins. Hann er því ekki líklegur til að verða neitt sameiningartákn í íslenskum þjóðmálum í framtíðinni. 20 ára bygg ingastarfsemi Fyrirtæki Jóns Fr. Einars- sonar, forstjóra og húsasmíða. meistara, í Bolungarvik, Byggingaþjónustan, er 20 ára um þessar mundir. Jón hefur rekið fyrirtæki sitt, sem nú er orðið mjög mcirgþætt, af mikilli fyrirhyggju og dugn- aði. Síðan Jón hóf starfsemi sína hefur hann staðið fyrir byggingu flestra húsa sem byggð hafa verið í Bolungar- vik. Er þar bæði um að ræða íbúðarhús, byggingar fyrir atvinnurekstur og opinberar byggingar. íslenskar æviskrár Út er komið 6. bindi af íslenzkum æviskrám. Hið ís- lenzka bókmenntafélag gaf bókina út. Séra Jón Guðna- son samdi þetta bindi að miklu leyti, en Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrrum skóla- stjóri, sá um útgáfuna og fyllti út í eyðurnar, sem séra Jóni hafði ekki auðnast að ganga frá, en hann andaðist 11. maí 1975. Ólafur jók einnig við í þetta bindi 189 æviskrám. Fimm fyrri bindi komu út á árunum 1948—1952, en höfiundur þeirra allra var dr. Páll Eggert Ólafsson. Þau bindi tóku til manna frá land- Fyrirtæki Jóns rekur nú auk byggingastarfseminnar, byggingavöruverslun, tré- smiðju, plastverksmiðju, vélaleigu og verktakastarf- semi. Byggingavöruverslun Jóns er mjög alhliða og þar fæst að jafnaði allt sem til bygginga og innréttinga þarf. Eniginn vafi er á því að bygg- ingavöruverslun hans er hin stærsta og fjöl'breyttasta á Vestfjörðum. Við fyrirtæki Jóns Fr. Ein- arssonar starfa milli 20 og 30 manns. SEST VARLA KRÓNA Nýlega er komin í umferð einnar krónu peningur sem mörgum þykir næsta smár, Ijótur og allur hinn rýrðar- legasti. Sem gjaldmiðill er krónan ökkar ekki mikils virði, en mörgum finnist nú samt, að ástæðulaust hafi verið að auglýsa hana jafn auma og þessi sést varla pen- ingur gefur til kynna. Gömlu krónuna var þó hægt að finna í vasa eða buddu. námsöld til ársins 1940. Sjötta bindið tekur til manna til árs- loka 1965. öll sex bindi ís- lenzkra æviskráa geyma ævi- skrár nær 8000 Íslendinga frá landnámstímum til árs- loka 1965. BMÐ TRAMSOKN/WMANNA / VES7FJARÖAKJORDÆMI Aflabrögð á Vestf jörðum — í september 1976 Einstæð veðurblíða var allan septembermánuð og góð- ur afli hjá togbátum og sæmi- legur afli hjá öðrum bátum, miðað við árstíma. Nokkrir bátar stunduðu veiðar með þorskanet í Djúpinu, og var afli þeirra mjög misjafn. I september stunduðu 125 (127) bátar bolfiskveiðar frá Vestfjörðum, 90 (79) með handfærum, 12 (22) réru með línu, 10 (10) með botnvörpu, 9 (2)með net og 4 (14) með dragnót. Heildaraflinn í september var 4.198 lestir, en var 2.913 lestir í september í fyrra. Er heildaraflinn á sumarvertíð- inni þá orðinn 23.169 lestir, en var 20.211 lestir á síðustu sumarvertíð. Er þessi sumar- vertíð orðin ein sú besta um árabil. Aflinn í hverri verstöð:— PATREKSFJORÐUR: Gylfi tv. María Júlía Brimnes dr. Skúli Hjartars. dr. 12 færabátar TÁLKNAFJÖRÐUR: Tunigufell Sölvi Bjamason BÍLDUDALUR: Eingöngu rækjuafli 1. r. 72,7 3 39,0 10 26,2 9 15,0 13 52,0 118,0 24 70,0 1 217,4 4 10,0 3 41,5 339,6 3 39.7 24 18.7 ÞINGEYRI: Framnes I tv. Framnes 6 handfærabátar FLATEYRI: Gyllir tv. Ásgeir Torfason n. 6 handfærabátar SUÐUREYRI: Trausti tv. Ólafur Friðbertsis. Helgi Magnússon dr. 13 handfærabátar BOLUNGARVÍK: Dagrún tv. 370,5 Guðmundur Péturs 63,5 Hugrún 59,4 3 aðrir línubátar 83,6 17 færabátar 67,7 4 netabátar 159,2 64.3 46,0 20.3 68,7 aflahæstur: Hrímnir 72,2 26 ÍSAFJÖRÐUR: Guðbjörg tv. 412,9 3 Guðbjartur tv. 318,0 3 Júlíus Geirm. tv. 262,2 3 Páll Pálsson tv. 253,7 3 Tjaldur 29,3 28 færabátar 318,4 aflahæstur: Engilráð 33,6 4 netabátar 94,8 aflahæstur: Sólrún 37,2 SÚÐAVÍK: Bessi tv. 352,3 3 HÓLMAVÍK: 12 færabátar 94,7 aflahæstur: Asbjörg 21,8 Framanritaðar aflatölur eru miðaðar við slægðan fisk. Heildaraflinn í hverri verstöð í september: 1976: 1975: Patreksfjörður 205 lestir) Tálknafjörður 154 ’lestir) Bíldudalur 0 lestir ( 55 lestír) Þingeyri 48 lestir) Flateyri 154 lestir) Suðureyri 393 lestir) Bolungarvík 534 lestir) ísafjörður 1.111 lestir) Súðavík 352 lestír ( 211 lestir) Hólmavik 32 lestir) Drangsnes 16 lestir) 4.198 lestir ( 2.913 lestir) Maí/ágúst 18.971 lestir (17.298 lestir) 23.169 lestir (20,211 lestir) Frá Sambandi Vestf. kvenna Samþykktir og ályktanir 46. fundar Sambands Vestf. kvenna, sem haldinn var á Þingeyri, dagana 4. og 5. sept. s.l: 1. Vegna málefnis aldraðra borgara, var samþykkt ályktun þess efnis að öll sveitarfélög á Vestfjörð- um, komi upp heimilum eða aðstöðu fyrir iþá er þess þurfa, og óska eftir henni, svo að fulorðnir borgarar, þurfi ekki að yfirgefa sínar heima- byggðir, er aldurinn færist yfir þá. 2. Vegna málefnis vangef- inna á Vestfjörðum, var eftirfarandi samþykkt. Fundurinn lætur í ljós ánægju sína með, að nú hefur á þessu liðna sumri verið stofnað félag, til styrktar vangefnum á Vestfjörðum, og heitir fundurinn þessum sam- tökum fullum stuðningi sínum. 3. Vegna laganna um frjálsa mjólkursölu, lýsir fundur. inn ánægju sinni, og fagnar frjálsri verslun á mjólk, sem öðrum vörum. 4. Vegna áfengis- tóbaks- og fíkniefnaneyslu þjóð- arinnar, telur fundurinn nauðsynlegt, að allir leggist á eitt, og vinni af alefli gegn hinni sívax- andi neyslu þessara efna, og skorar á alla lands- menn, að mynda raun- hæft, sterkt, almennings- álit, gegn þessari óheilla þróun. Stöndum fast saman að björgunarmálum þjóðar- innar á þessu sviði, sem öðru. 5. Vegna íslenskrar fram- leiðslu, skorar fundurinn á alla landsmenn að kaupa og nota fyrst, allar þær vörur, sem fram- leiddar eru á íslandi og íslenskar mega teljast, og standast samanburð við það, sem útlent er. Fund þennan sátu um 40 konur úr öllum Vestfirðinga- fjórðungi, allt frá Barða- strönd að ísafjarðardjúpi. Þingeyri, 5. sept. 1976. Stjóm Sambands Vestfirsikra kvenna. Lovisa íbsen, Suðureyri Hildur Einarsd. Bolungarvík Unnur Gísladóttir, ísafirði

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.