Ísfirðingur


Ísfirðingur - 24.06.1978, Side 2

Ísfirðingur - 24.06.1978, Side 2
ÍSFIRÐINGUR m$w TmSÓKNAVMANNA i l/ESnJAKÐAKJÖKDÆMI Utgefandi: Kjördœmissamb. Framsóknarmanna i Vestfjarðakjördœmi. Ritsljórar: Halldór Krisljánsson og jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 600. Sviku gefin loforð Foringjar og áróðursmenn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins standa nú frammi fyrir alþjóð berir að svikum á loforðum sínum fyrir bæja- og sveitastjórnarkosningarnar í síðasta mánuði. Fyrir kosningarnar lofuðu þessir menn því m.a. að greiða fullar vísitölubætur á öll laun, ef þeir að afloknum kosningum fengju umboð kjósenda til að láta að sér kveða og stjórna. Þetta umboð hlotnað- ist þeim m.a. í Reykjavík. En þessir herrar voru varla búnir að koma sér fyrir í notalegum borgar- stjórnarstólum höfuðborgarinnar þegar þeir á- kváðu að svíkja kosningaloforðin. Með því brugð- ust þeir því fólki, sem í góðri trú hafði haldið að loforðum þeirra mætti treysta. Fyrir kosningarnar þrástöguðust áróðursmenn þessara flokka á því, sem þeir kölluðu kauprán og kjaraskerðingu ríkisstjórnarflokkanna. Mátti heita að þeir bæru sér ekki í munn önnur mál, nema hvað þeir gáfu sér alltaf tíma til, svona í leiðinni, að telja fólki trú um hve góðir stjórnendur þeir væru. Þeir hefðu ráð við hverjum vanda og raunar myndu öll vandamál leysast af sjálfu sér fengju þeir að ráða. Svona barnalegur og ábyrgðarlaus var málflutningur þeirra. Við hverju er hægt að búast af svona liði)? Hver getur forsvarað það fyrir sjálfum sér, að kasta atkvæði sínu á þessa flokka? Þegar svo við þetta bætist að forustumenn þeirra og frambjóðendur eru úrræðalausir í löllum öðrum málum. Innan- tómur orðaflaumur, gaspur og gífuryrði þessara áróðursmanna getur aldrei orðið til lausnar vanda- málum þjóðfélagsins. Þetta ættu kjósendur að muna við kjörborðin á sunnudaginn kemur. J.Á.J. Pólitískur aumingjaskapur Eitt skýrasta dæmið um ábyrgðarleysi og póli- tískan aumingjaskap Alþýðuflokksins er sú afstaða hans að vera á móti útfærslu landhelginnar í 50 mílur á árinu 1971. Er hægt að ganga lengra í andstöðu við þjóðarhagsmuni en Alþýðuflokkurinn gerði þá? Þá neitaði Alþýðuflokkurinn að ganga til samstarfs um vinstri stjórn, vegna þess að hann var andvígur útfærslu landhelginnar í 50 mílur. Þetta er söguleg staðreynd. Það var þá, sem Alþýðublaðið kallaði það ,,siðleysi“ að stækka landhelgina. Allt frá árinu 1958 hefur Alþýðuflokk- urinn verið utan gátta og ekkert gert til útfærslu landhelginnar. En hann bar ábyrgð á nauðungar- samningnum 1961, sem torveldaði mjög útfærsl- una. Þá voru „ungu mennirnir" sem nú er víða í framboði að brjótast til áhrifa innan Alþýðuflokks- ins. Hver getur haldið því fram að aukin áhrif áróðursmanna Alþýðuflokksins á Alþingi íslend- Nokkur orð Framhaldaf l.síðu Það gerðu jafnaðarmenn raunar líka. En af hverju ætli Alþýðu- bandalaginu hafi vaxið fisk- ur um hrygg? Ætli skýringin finnist ekki m.a. í javí, að flokksforystan afneitaði fyrir síðustu kosningar yfirburð- um hins sovieska þjóðskipu- lags, kynnti sig sem ,,sósíalskan“ lýðræðissinnað- an flokk og hefur tileinkað sér ýmiss þau stefnumið, sem Framsóknarflokktirinn hefur barist fyrir frá upphafi. Dekur þeirra við þau öfl sem gleypa gömlu fræðin hrá, sem nýmeti væri, án þess að aðhæfa þau nýjunt tíma og þjóðfélagsháttum, veldur því að öðru hverju er gægst undan sauðargærunni. Þetta kemur m.a. fram í loð- inni stefnuskrá, þar sem gert er ráð fyrir, að hægt sé að ná fram markmiðum sínum eft- ir öðrum leiðum, ef leikregl- ur lýðræðisins duga ekki. „Haltu mér, slepptu mér,“ sagði kerlingin. „Mér er ekki svo leitt sem ég læt.“ Alþingismenn eru ekki að- eins dæmdir eftir því, hverju þeir fá áorkað í aðalstörfum sínum á Alþingi, löggjafar- störfunum. Viðhorf manna til stjórnmálaflokka mótast mjög af því, hver viðhorf þeirra eru til landsbyggða- þróunnar. Viðhorf til frani- bjóðenda af þvi, til hvers þeir eru líklegir. Það þarf jafnan þungan róður til að stöðva þann straunt, sem stríðast rennur. Grettistaki hefur verið lyft, ekki aðeins að stöðva, heldur að snúa við þeim straumi fólks og fjármagns, sent lá á viðreisnarárunum frá Vest- fjörðum á Faxaflóasvæðið. Leiðrétt- ing í grein frú Ingibjargar Norðkvist, sem birtist á 3. síðu í síðasta blaði þ.e. 18. við leikslok Þar hafa margir lagt hönd á plóginn, en pólitískar á- kvarðanir hafa verið þyngst- ar á metunum. Arangurinn er augljós öll- um. Vestfirðingar eru nú meðal þeirra sem hæstar hafa meðaltekjur á hvern einstakling. Það er rangt að litið sé á Vestftrðinga sem 2. eða 3. flokks fólk. Þeir eru þvert á móti virtir fyrir dugnað og forystu, t.d. í sjó- sókn og vinnslu sjávaraf la. Við Djúp og í Árnes- hreppi voru fyrstu byggðaá- ætlanir framkvæntdar, til að tryggja búsetu. Austur- Barðastrandasýsla, og þó sér- staklega Gufudalssveit, er nú í sérstakri athugun. Fólks- flottinn úr sveitum er stöðv- aður og jarðir setnar að nýju. Eftir áratuga deyfð hafa ný hverfi íbúðarhúsa risið í öll- um þorpum .og bæjum. Víða er nýtt umhverfi, á vissan hátt, með stórátaki við lagningu bundins slitlags á götur í þéttbýli. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar rísa af grunni. Framtíð ísafjarðar sem skólabæjar er tryggð með áframhaldandi fram- kvæmdum við Menntaskoi- ann. Fleira skal ekki talið, en heldur ekki fjöður yfir það dregið, að enn er margt ógert og þörfin brýn. Nauðsynlegt er hverri framfarabyggð, að geta boðið upp á fjölbreytt- ara atvinnulíf en nú er víð- ast. Þar er mikið komið und- ir heimamönnum sjálfum og eigin frumvkæði. Félagsleg þjónusta, einkum í heibrigð- ismálum, er víða ekki viðun- andi, þó nokkuð hafi þokast í rétta átt. Svo mætti lengur telja. Ég bið kjósendur að huga tölublaði, hefur mér við prófarkalestur yfirsést þann- ig, að tvær setningar í grein- inni þurfa leiðréttingar við. 1. Fyrsta setning í fimmtu málsgrein hefur brenglast, en rétt er setningin þannig: grannt að því hver hlutur Framsóknarfiokksins og Framsóknarmanna er í þeim straumhvörfum sem orðið hafa. Þá óttast ég ekki þeirra dóm. Það er talað um gömlu flokkana meira að segja tals- menn þess flokks sem elstur er, Alþýðuflokksins. Flokkar verða ekki gamlir vegna þess hvenær þeir voru stofnaðir. Þeir verða gamlir ef þeir halda í steinrunnar hug- myndir og aðhæfa stefnu sína ekki þörfum þjóðfélags- ins á líðandi stund. Ef rýnt er í þjóðmálaum- ræður fyrri tíðar, þegar sam- vinnuhugsjónin var að eflast til áhrifa, kallaði íhaldið Framsóknarmenn sosíalista. Þeim þykir sumum fínt, að kenna sig við það orð í dag, sem ekki eru Framsóknar- menn. Framsóknarmenn hafa hinsvegar notað íslenskt orð og kennt sig við félags- hyggju og framfarir Þeirri hugsjón hefur Framsóknarflokkurinn verið trúr og haft félagshyggju að leiðarljósi við breytilegar að- stæður. Hann hefur tekist á við vandamálin hverju sinni án lýðskrums eða gylliboða. Framsóknarflokkurinn mun að kosningum loknum einbeita sér að því, að ná valdi á efnahagsmálunum, með það að leiðarljósi að tryggja fulla atvinnu lands- manna og nýta auðlindir þjóðarinnar, en þó ekki að ofnýta þær. Mátt sinn sækir hann til þjóðarinnar 25. júni n.k. Vilt þú kjósanii efla Fram- sóknaflokkinn til áframhald- andi framfarasóknar, til mótunar alíslenskrar at- vinnu- og menningarstefnu? Gunnlaugur Finnsson. Kannske þeir ætli að telja fólki trú um, að þeir, efldir til áhrifa, minnki ríkisbákn- ið? 2. Næst síðasta setning í tólftu málsgreininni er rétt þannig: Albertska er and- byggðastefna. Um Ieið og þetta er hér- með leiðrétt, er frú Ingibjörg beðin velvirðingar á mistök- unum. J-Á.J. inga séu í samræmi viö þjóðarhagsmuni, þegar tekin eru miö af afstööu þeirra í landhelgismálinu? Því veröa kjósendur aö svara í kjörklefunum þann 25. þ.m. J.Á.J. r \ A kjördag, sunnudaginn 25. júní n.k., verður kosningaskrifstofa Framsóknarfiokksins í kaffistofu Kaupfélags ísfirðinga, á annari hæð hússins við Austurveg. Sími 3690. Kaffiveitingar fyrir starfsfólk og stuðningsmenn. —

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.