Ísfirðingur - 19.04.1983, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 19.04.1983, Blaðsíða 1
Éféii!g)jtr BlAD F/dAAfSO/CNAPMANNA / VESTFJARDAMORMMI 6. tbl. 19. apri'11983 33.árgangur KOSNINGASKRIFSTOFUR ísafjörður: Hafnarstræti 8, ísafirði. Sími 3690. Bolungarvík: Mjölnishúsinu Grundargötu 5. Sími 7478. Patreksfjörður: Kosningaskrifstofa. Sími 1231. Steingrímur Hermannsson Ávarp Góðir Vestfirðingar: í kosningunum 23. apríl er fyrst og fremst kosið um efnahags- og atvinnumál. Kosið er um það hvort draga eigi markvisst úr verð- bólgu án þess að stofna til atvinnuleysis, eða hefja leiftursókn, þar sem markaðsstefnan myndi ráða örlögum fyrirtækja, byggðarlaga og einstaklinga. Kosið er um það hvort fyrirtæki í sjávarút- vegi eigi að stöðvast vegna aflabrests og sölu- tregðu eða hvort þeim skuli veitt aðstoð til að komast yfir öldudalinn. Kosið er um framtíð vestfirskra byggða. Við Framsóknarmenn viljum Island án at- vinnuleysis, og við viljum byggja landið allt. Með atvinnuvegina trausta og atvinnu fyrir alla getum við hafið sókn til aukinnar fram- leiðslu og hagvaxtar. Við viljum sækja fram til ríkulegra og betra mannlífs, til framtíðar með jafnræði og öryggi handa öllum, til framtíðar í góðu og fögru landi. Hinn 23. apríl velur þú þína framtíð. Hlutur Vestfjarða af fé til vega Karvel Pálmason hefur haldið því fram á nokkrum framboðsfundum að hlutur Vestfjarða af fé til nýbygg- ingar vega hafi farið minnk- andi í ráðherratíð Stein- gríms Hermannssonar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins er þetta alrangt. Hlutur Vestfjarða af nýbyggingarfé hefur verið sem hér segir: 1970 1971 1972 1973 1974 1975 8.7% 5.8% 6.8% 6.6% 10.5% 10.2% 1976: 11.7% 1977: 11.0% 1978: 11.0% 1979: 11.1% 1980: 13.3% 1981: 12.4% 1983: 14.4% 1984: 17.4% (samkvæmt áætlun) 1985: 16.7:% (samkvæmt áætlun) Steingrímur Hermannsson tók við yfirstjórn samgöngu- mála í febrúar 1980. Þá jókst hlutur Vestfjarða úr 11.1% í 13.3%, og síðan á hann að aukast enn meira. Ólafur Þ. Þórðarson: Kreppan í hinum vestræna heimi er á undanhaldi Olafur Þ. Þórðarson Lækkandi verð á olíu á heimsmarkaðnum hefur leyst úr læðingi uppbygg- ingaröflin í hinum vestræna heimi. Byggingafram- kvæmdir í Bandaríkjunum hafa stóraukist og iðnaður- inn hafist úr öldudal. Tækniframfarir í heimin- um hafa gert það að verkum að olía hefur fundist á nýj- um stöðum og nú seinast út af strönd Kaliforníu. Tækniframfarir í hagnýt- ingu annarra orkugjafa svo sem vínanda úr korni og sykri og stóraukin gasfram- leiðsla hafa brotið niður múra þeirra ríkja sem náð höfðu kverkataki á hinum vestræna heimi með sam- ræmdri verðlagningu á olíu. Það er mat viðurkenndra hagfræðinga að hækkandi verðlags er nú að vænta á okkar útflutningsvörum. Þessa bata er þó ekki að vænta fyrr en líður á árið. Það svartsýnistal sem víða hefur brotist út á því engan rétt á sér. íslendingar hafa aldrei verið betur í stakk búnir að vinna sig út úr þeirri kreppu sem hér hefur verið af völdum hins háa olíuverðs. Þetta breytir aftur á móti engu um það að hið sjálfvirka vísitölukerfí sem á sér enga hliðstæðu í nokkru öðru landi hefur gengið sér til húðar. Kerfí sem reiknar hátekjumönnum dagvinnu- laun verkamanns í verðlags- bætur og verkar sem bensín á verðbólgubálið getur hvorki talist réttlátt né heið- arlegt. Við verðum að gera það upp við okkur hvort við ætlum að beita skynsamlegri hagstjórn til að hafa áhrif á verðlagsþróunina í landinu eða hvort hið sjálfvirka vísi- tölukerfi á að ráða ferðinni. Alþýðubandalagið brast áræði til að láta af trú sinni á þetta kerfi og þótt hag- fræðingurinn Þröstur Ólafs- son aðstoðarmaður fjár- málaráðherra hafi reynt að koma á framfæri fræðslu á» þessu sviði hafa fordómarnir ráðið ferðinni. Magdalena Sigurðardóttir: Eflum hlut dreifbýlis — tryggjum jöfnuð Jafnvægi í byggð. Framsóknarflokkurinn telur það vera eina af meg- inforsendum heilbrigðs þjóðlífs að blómlegt at- hafnalíf og menningarlíf sé í öllum héruðum landsins. Því hefur Framsóknarflokk- urinn ávallt barist fyrir jafn- rétti fólks og jafnrétti milli dreifbýlis og þéttbýlis. Við viljum að fólki, sem velur sér búsetu úti á landsbyggðinni, séu tryggðir jafngóðir mögu- leikar til lífskjara og gerist á þéttbýlissvæðum á Suðvest- urlandi. Fólk á landsbyggð- inni á ekki að gjalda þess að það býr þar. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn ætíð barist fyrir jafnvægi í byggð landsins. Hann hefur lagt áherslu á öfluga byggðar- stefnu, og er raunar höfund- ur þeirrar byggðastefnu, sem tekin var upp eftir við- reisnartímabilið svonefnda, Magdalena Sigurðardóttir en þá mátti litlu muna, að byggð drægist stórlega sam- an víða um land, ekki síst á Vestfjörðum. Þau jaðar- svæði byggðarinnar, sem hér eru, eru á ýmsan hátt mun viðkvæmari fyrir öllum sveiflum og áföllum en önn- ur héruð, þannig að styrkja þarf búsetuna alveg sérstak- lega. I þessu skyni þarf að efla landbúnað á Vestfjörðum, m.a. þarf að auka mjólkur- framleiðsluna, svo að ekki þurfi að flytja hingað neyslumjólk frá öðrum landshlutum. Möguleikar á loðdýrarækt ættu að vera góðir hér vegna nálægðar við aðalfóðuröflunina, og ennfremur þarf að hyggja að fleiri búgreinum. Blóm- legur sveitabúskapur er nauðsynlegur bakhjarl þétt- býlis. Samgöngur. Til þess að hér eflist byggð verður með bættum samgöngum að rjúfa þá ein- angrun sem mörg byggðar- lög eru í, bæði innbyrðis og gagnvart öðrum landshlut- um. Flugvélar og skip eru þaú flutningatæki, sem við verðum að treysta á til sam- gangna að og frá landshlut- Framhald á bls. 2 X B FESTA - SOKN - FRAMTIÐ X B

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.