Ísfirðingur - 19.04.1983, Blaðsíða 6

Ísfirðingur - 19.04.1983, Blaðsíða 6
Hvað hefur áunnist í samgöngum? í allri umræðunni um verðbólguna og skaðsemi hennar vill það gleymast, sem áunnist hefur á undan- förnum árum. Hér verður minnt á nokkur atriði, sem mjög hafa færst til betri veg- ar undir yfirstjórn Stein- gríms Hermannssonar á sviði samgöngumála. Ólafur Þ. Þórðarson Hlutleysi er líka afstaða J>ann 23. apríl ganga íslendingar til kosn- inga. Lýðræðið er ekki fullkomið stjórnunar- kerfi frekar en önnur mannanna verk. Samt vegnar nú lýðræðisþjóðunum betur en þjóðum með annað stjórnskipulag. Lýðræðið leggur skyldur á herðar þjóðfélagsþegnunum. Þeirra er valið, þeirra er áhættan og valdið. Kosningar á Islandi hafa ráðist af einu atkvæði sem sundriðið var með yfír Héraðsvötn í Skagafírði, en þau voru þá talin ófær yfirferð- ar. Áhættan var tekin og þetta eina atkvæði réði úrslitum um þingsæti og jafnframt um meirihluta á Alþingi. Ég veit um bónda á Vestfjörðum sem lagði það á sig í seinustu kosningum að ganga um 24 km í vetrarófærð til að koma einu atkvæði á leiðarenda. Hann vissi að örfá atkvæði gátu ráðið úrslitum og honum stóð ekki á sama. Óneitanlega eru það slíkir menn sem leggja þyngstu skylduna á herðar þingmanns og minna hann á að duga. Við þurfum þjóðarsættir um mjög margt í þessq þjóðfélagi. Til þess að það megi verða þurfa hinir ólíku þjóðfélagshópar að hafa skiln- ing á mikilvægi hvers annars. örn Arnarson orðaði þetta þannig: I svip þeirra, seintekna bóndans, hins sagnfáa verkamanns og sjómannsins svarakalda býr saga og framtíð vors lands. Seinna í sama kvæði segir: Þar líturðu landher og flota, þótt liti ei vopn þeirra blóð. Sú breiðfylking ein er til bjargar. Hún brauðfæðir íslenska þjóð. Framsóknarflokkurinn vill framför landsins alls. Hann vill, eins og Stephan G. orðaði það, „að einskis manns velferð sé volæði hins." Við hvetjum menn til að taka þátt í þessum kosningum og gleyma því ekki að hlutleysi er líka afstaða. Slík afstaða er ákvörðun um að nota ekki þau réttindi sem menn hafa til að hafa áhrif á sín lífskjör og framtíð lands og þjóðar. Stuðningur við Framsóknarflokkinn er stuðningur við félagshyggjuflokk sem vill fram- för landsins alls. 1. Vegamál. í vegamálum hefur orðið bylting, það sjá allir, sem aka um þjóðvegi landsins, en þeir eru nú í vaxandi mæli lagðir bundnu slitlagi. Fyrir þremur árum var bundið slitlag á um 300 km vega, en nú er það á um það bil 670 km. I sumar á að bæta við 150 km. í þessu sambandi markar langtímaáætlun í vegagerð tímamót. Samkvæmt henni verða allar stofnbrautir landsins og nokkuð af þjóð- brautum miðaðar við 10 tonna öxulþunga árið 1994, en bundið slitlag á þá að verða komið á 3140 km. I Vestfjarðakjördæmi er gert ráð fyrir að árið 1994 verði komið bundið slitlag á veg- inn frá Þingeyri í Álftafjarð- arbotn, frá Vatnsfirði um Patreksfjörð til Bíldudals, frá Gilsfjarðarbotni í Þorskafjörð, frá Steingríms- fjarðarheiði að Kollafjarðar- botni og frá Borðeyri að Brú. í samræmi við langtíma- áætlunina hefur fjármagn til vegamála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu verið stór- aukið, og gerðist það reynd- ar þegar á árinu 1980. 2. Símamál. Vorið 1981 var samþykkt á Alþingi frumvarp sam- gönguráðherra um lagningu sjálfvirks síma á alla bæi á landinu á næstu fimm ár- um. Á s.l. sumri var staðið við hluta þess árs af áætlun- inni, og reyndar vel það. Svo verður aftur nú í sumar. S.l. sumar var sjálfvirkur sími lagður um Kirkjubóls- hrepp, Fellshrepp og Óspakseyrarhrepp í Strandasýslu, um Reykhóla- hrepp og Geiradalshrepp í Austur-Barðastrandarsýslu, og um Suðureyrarhrepp. I sumar fær allt Djúpið sjálf- virkan síma, og er það mjög dýr framkvæmd. Með skrefatalningu í þétt- býli hefur tekist að jafna nokkuð símakostnað. Áður voru tekjur Pósts og síma um 30—40% hærri af um- framskrefum í dreifbýli en í þéttbýli. Nú eru þessar tekj- ur í fyrsta sinn jafnar frá báðum svæðunum. Þó að þetta hafi verið gert, ríkir ennþá nokkur ó- jöfnuður í símakostnaði, og því þarf frekari lagfæring að koma til. 3. Skipaútgerð ríkisins. Hjá Ríkisskipum hefur orðið gífurleg breyting. I Reykjavík hefur verið tekin í notkun ný og fullkomin vöruafgreiðsla. Nýlegt og gott flutningaskip hefur ver- Framhald ú bls. 2 I stuttu máli Þaðan kemur enginn ylur Fyrir skömmu átti að hefja sameiginlega fram- boðsfundi flokkanna á Vestfjörðum með fundahöld- um í Strandasýslu, en þá gerði mjög slæmt veður. Svo hittist á að Ólafur Þ. Þórðarson og Sigurlaug Bjarnadóttir höfðu orðið samferða með bíl frá Reykjavík, en bíllinn varð að snúa við í Borgarfirði vegna hríðar, enda frestuðust fundirnir. Skömmu síðar hitti Matthías Bjarnason Ólaf i Reykjavik og sagði við hann, að gott hefði nú verið fyrir Sigurlaugu að fá ylinn af Ólafi í þessari ferð. ,Já, hún hefur víst engan yl af þér lengur," svaraði Ólafur. Verða þeir útí? Hér á Vestfjörðum er því nú af mörgum spáð, að frambjóðendur Alþýðubandalagsins muni verða úti í þeim pólitíska kuldanæðingi sem um þá blæs nú í kosningahríðinni. Ymsir halda því fram að Alþýðu- bandalagið muni glopra niður um eða yfir 200 atkvæðum hér í kjördæminu frá síðustu kosningum. Þjóðhagslega séð væri sannarlega vel farið ef svo færi. Það verður áreiðanlega víðar en á Tálknafirði sem félagsskapur kommúnista leysist upp. Það verður að telja illa farið með hæfileika sína, ef einhverjir eru, að nota þá til að reka áróður fyrir Alþýðubandalagið, en það hafa ritræpumenn Vest- firðings verið að fást við að undanförnu. Ut yfir tekur þó þegar þessir menn eru blað eftir blað að bera blak af Hjörleifi Guttormssyni vegna auðnu- og getuleysis hans í sambandi við samningatilraun- irnar við Alusuisse. En um það var nýlega nokkuð fjallað hér í blaðinu. Sofnar hann svefninum langa? Flest bendir nú til þess að í kosningunum 23. þ.m. muni Alþýðuflokkurinn sofna svefninum langa, þ.e. að hann fái engan alþingismann kjörinn. Þannig hefur nú verið á málunum haldið á þeim bæ á undanförnum árum. Klofningur innan flokks- ins, metingur og sundurþykkja hafa riðið þar hús- um árum saman. Stór hluti flokksins í Reykjavík og víðar um land hefur þegar sagt skilið við hann að fullu og stofnað nýjan stjórnmálaflokk undir forystu Vilmundar. Allir muna hvernig vinnubrögðum var beitt hér í kjördæminu í prófkjörinu hjá Alþýðu- flokknum á Vestfjörðum nú nýlega. Það mun því fáum koma á óvart þó Alþýðuflokkurinn þurrkist alveg út í kosningunum sem í hönd fara. Farið hefur fé betra. Vilja menn nýja viðreisn? Á árunum 1959 — 71 var hér viðreisnarstjórn, sem vildi aðeins efla suðvesturhorn landsins. Þá voru nærri engar íbúðir byggðar nema í Breiðholt- inu. Togarar voru ekki keyptir og landsbyggðin var algerlega vanrækt, enda horfði þar víða til land- auðnar. Þessari þróun var gjörsamlega snúið við þegar stjórn Ólafs Jóhannessonar komst til valda 1971. Nú hefur Vilmundur, sonur Gylfa Þ. Gíslasonar, sem stýrði viðreisnarstjórninni við annan mann, efnt til klofningsframboða. Fái hann teljandi fylgi er vafalítið að fjölskylda hans myndi telja hann arfborinn forsætisráðherra í nýrri viðreisn með íhaldinu. Vestfirðingar ættu að hugleiða hvað slíkt myndi þýða fyrir landsbyggðina. X B FESTA - SOKN - FRAMTIÐ X B

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.