Monitor - 24.06.2010, Page 3

Monitor - 24.06.2010, Page 3
Í þessu blaði tekur Monitor púlsinn á popplandsliðinu sem réði lögum og lofum í sveitaballageiranum um og fyrir síðustu aldamót. Af því tilefni verða allir að kanna þekkingu sína í sveitaballafræðum með þessu lauflétta sjálfsprófi. 1 Hvað heitir Buttercup lagiðsem inniheldur textabrotið: „Til hvers að lifa hér án þín? Til hvers að fara á fætur?“ a) Án þín. b) Endalausar nætur. c) Langar að deyja. 2 Í hvaða kaupstað er BirgittaHaukdal fædd og uppalin? a) Sauðárkróki. b) Húsavík c) Kattarfirði. 3 Hvað kölluðu Land ogsynir sig þegar þeir fóru til Bandaríkjanna að meika það? a) Beaten Bishops. b) Land of Sons. c) Shooting Blanks. 4 Hvaða poppsveit gaf út EP-plötuna Klám árið 1996? a) Sóldögg. b) Buttercup. c) Skítamórall. 5 Hver var söngkona Írafárs íupphafi? a) Íris Kristinsdóttir. b) Anna Reynisdóttir. c) Rakel Sif Sigurðardóttir. 6 Hvaða meðlimur Skítamóralser hálfbróðir Einars Bárðar- sonar? a) Einar Ágúst. b) Addi Fannar. c) Sigurbjörn Bárðar. 7 Af hverju þarf að keyra Magnaheim í laginu Keyrðu mig heim? a) Hann er fótbrotinn. b) Hann er bensínlaus. c) Hann er fullur. 8 Meðlimir hvaða hljómsveitarfengu sér einkanúmer með nafni sveitarinnar? a) Meðlimir Skítamórals. b) Meðlimir Lands og sona. c) Meðlimir Sóldaggar. Svör: 1 – b. 2 – b. 3. – c. 4 – a. 5 – a. 6 – b. 7 – c. 8 – a. 7-8 stig Þú ert Einar Bárðarson. Konungur sveitaballapoppsins! 5-6 stig Þú fórst að gráta þegar Valur og Íris hættu saman, en það er greinilega meira en ár síðan þú skelltir plötunni Buttercup.is í spilarann. 3-4 stig Þú syngur með í laumi þegar partígítarleikarinn spilar Vöðvastæltur, en þú keyptir greinilega aldrei Herbergi 313. 1-2 stig Til háborinnar skammar! Þú kæmist aldrei inn á ball í Njálsbúð. „Er stelpuhúmor öðruvísi en strákahúmor?“ eða „eru strákar fyndnari en stelpur?“ eru spurningar sem þær Margrét Erla Maack og Þórdís Nadia Semichat, meðlimir í stelpnauppistandshópnum Uppistöðufélaginu, fá oft. „Já, það er alltaf spurt um það sama og það er frekar pirrandi,“ segir Margrét en bætir við að hugsanlega bjóði þær svolítið upp á það. „Við tölum oft um þannig hluti og eigum það til að fara út í eitthvað mjög persónulegt.“ Uppistöðufélagið hefur vakið mikla athygli á stuttri ævi en það var Þórdís Nadía sem átti frumkvæðið. „Ég planaði kvöld þar sem ég og fjórar aðrar stelpur ætluðum að láta reyna á þetta. Þetta var stressandi. Ég borðaði ekki í þrjár vikur og hugsaði ég hvað í andskotanum ég væri búin að koma mér út í,“ segir Þórdís Nadia sem er öllu sjóaðri í dag. „Ég bjóst við í mesta lagi 60 manns en það komu um 200.“ Enginn þorði „Ég er ótrúlega hamingjusöm með að það sé loksins komin uppistandsmenning hérna og smá samkeppni,“ segir Margrét Erla sem er líka ánægð með að nú sé þetta komið á það stig að uppistandarar séu farnir að leiðbeina hvorum öðrum. „Þetta hefur breyst mikið á stuttum tíma. Vinur minn, þekktur uppistandari sem hafði meðal annars hitað upp fyrir Conan O‘Brien, kom til landsins í fyrra að skemmta og það var bara vesen að finna einhvern til að hita upp,“ segir hún en nú sé staðan allt önnur. “Þetta myndi aldrei gerast í dag. Fólk myndi slást um að fá að hita upp.“ Margrét segir uppistandið ekki eins erfitt og margir halda. „Ef maður er með ákveðna míkrófónagreddu eða finnst gaman á sviði þá er þetta mjög auðvelt,“ Þá segist hún hafa skilið fólk sem stundar AA mun betur eftir fyrsta kvöldið. „Maður stendur fyrir framan fólk og miðlar sögum byggðum á einhverjum sannleik um eitthvað sem er aulalegt eða erfitt. Og það er gott að fá viðbrögð. Fólk hlær oft frekar af því það skilur eitthvað heldur en að það sé svo brjálæðislega fyndið. Það myndast einhver ný tenging í hausnum á fólki.“ Spari-Margrét í sjónvarpið Landsmenn, sem margir þekkja Margréti Erlu af Rás 2, munu þó fá enn fleiri tækifæri til að fylgjast með henni því hún hefur brátt störf í Kastljósi Sjónvarpsins. „Ég er mjög spennt, alveg að bilast,“ segir hún um nýja starfið en reiknar ekki með að Kastljósið verði eitt grín í hennar meðförum. „Nei, það verður Spari-Margrét sem fer í Kastljósið. En ég er að leysa Ragnhildi Steinunni af svo ég fæ að sinna skemmtilegu málunum.“ 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Sími: 569-1136 Blaðamenn: Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is), Vigdís Sverrisdóttir (vigdis@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Skjoldur Eyfjord er að missa sig heima með danstónlist að 100 get ekki setið kjurrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr 22. júní kl. 20:23 Hemmi Gunn Brassarnir smám saman að finna sambataktinn og þá fer að verða gaman! Nú fer keppnin að verða skemmtilegri með degi hverjum og “bestu” liðin verða nú að sýna hvað þau geta! 20. júní kl. 21:18 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Monitor Monitor mælir með Konfekt er gaman- þáttur sem var stjórnað af Barða Jóhannssyni og félögum hans á Skjá Einum fyrir nokkrum árum. Hægt er að finna nokkra sketsa úr þáttunum á YouTube, en segja má að Barði hafi verið skrefinu á undan Íslendingum í gríni. Sérstaklega má mæla með sketsinum Tussuduft. Shalimar er lítill staður í Austurstræti þar sem hægt er að fá hrikalega góðan indverskan og pakistanskan mat. Staðurinn hefur mikinn sjarma og þar er jafnan boðið upp á fjölbreytt tilboð. Það er óhætt að mæla með Tandoori- kjúkling og hvítlauks naan-brauði sem er himneskt. Bókakaffihúsin eru málið í dag. Í veðurblíðunni er yndislegt að kíkja. Í Eymundsson er tilvalið að grípa blöð og bækur til að lesa yfir kaffinu. Tilvalinn sunnudagsviðburður fyrir tísku- þyrstar stúlkur að líta yfir helstu glans- tímaritin og fá sér gott kaffi. Vikan á... Feitast í blaðinu Gamla popplands- liðið. Hvað eru Hreimur, Birgitta, Íris og félagar að gera í dag? 4 Tobba í viðtali. Hún var að gefa út bók og ætlar sér að gera sjón- varpsþátt. Hver klæddist flíkinn best? Og ýmislegt fleira úr heimi tískunnar. 8 Fílófaxið tekur saman helstu við- burði helgarinnar á einum stað. 15 HM með augum hálfvitans! Mynda- veisla frá því sem gerist utan vallarins. 12 Á NETINU VEITINGASTAÐUR KAFFIHÚS Sigríður Klingenberg AÐ DEYJA VÆRI VESEN OG VANDI--TIL ÞESS ER ÉG EKKI Í NÓGU OG GÓÐU STANDI--SVO LÍFIÐ EG TEK MEÐ TRUKKI- --OG DÁLÍTIÐ AF FUKKI.. 17. júní kl. 02:10 Efst í huga Monitor Margrét Erla Maack og Þórdís Nadia Semichat eru í stelpnauppistands- hópnum Uppistöðufélaginu sem er stórveldi í íslensku uppistandi MARGRÉT ERLA OG ÞÓRDÍS NADIA DJÓKA ÚR SÉR LÍFTÓRUNA Vala Grand er að versla undirföt eins og mofo 86 nyjar nærbuxur sem er komnar i skpáinn ahhahahah tala um að missa sig á undrifataverslun 23. júní kl. 02:10 Sveitaballa-Quiz Mynd/Ernir 6 STRAX KOMNAR Á HVÍTA TJALDIÐ Á föstudaginn verður heimildarmynd um stelpurnar, Uppistandsstelpur, forsýnd í Háskólabíói. „Ég fylgdist með þeim alveg frá því þær hittust og ræddu stofnun uppistandshóps, því þeim fannst vanta stelpur í uppistand,“ segir Ása Einarsdóttir, leikstjóri myndarinnar. „Svo er ég búin að fylgjast með ferlinu og þetta hefur gengið svona rosalega vel,“ segir hún en sýningin hefst klukkan 20 og eru allir velkomnir. Bubbi Morthens Að reina sannfæra mann um að Guð sé ekki til er álíka að Reyna drekka sand. 20. júní kl. 21:57 Míkró- fóna- gredda hjálpar

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.