Monitor - 24.06.2010, Qupperneq 4
Monitor FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010
HVAÐ VARÐ UM L
ANDSLI
Manstu eftir því þegar A
ddi Fannar var með dred
da, Valur og Íris voru kon
ungur og drottning
þjóðvegina á rútum troðf
ullum af sumarsmellum.
Monitor ákvað að taka s
töðuna á landsliði
Staðan á þér: Ég hef verið töluvert
að trúbadorast en svo hef ég unnið hjá
fyrirtæki sem heitir S. Guðjónsson í þrjú ár
og er þar verslunarstjóri í sýningarsal sem
heitir Prodomo. Ég hef líka verið að vinna að
sólóefni og við Vignir í Írafár erum búnir að
taka upp heila plötu sem við höfum unnið
svolítið í, en það er engin pressa. Svo stefni
ég á að gefa út sólóplötu á næsta ári og það
gæti vel verið að fyrstu tvö lögin komi út í ár.
Staðan á hljómsveitinni: Við erum bara
í meðvituðu fríi. Við áttum alveg ótrúlega
góðar stundir saman frá 1998 til 2003 en
fórum svo aðeins að hægja á okkur. Áður
en við vissum af þá hittumst við í jólapartíi
og vorum ekkert búnir að spila í ár. Við
hættum samt aldrei. Það getur vel verið að
Land og synir komi með lag á þessu ári og
við spilum kannski eitt til tvö gigg í haust,
en annars erum við bara voða slakir.
Hápunkturinn: Það var alveg klárlega
þegar við skrifuðum undir plötusamning
hjá Warner Brothers í Bandaríkjunum. Við
fengum alveg gífurlega góðan séns á að
gera mikið úr okkur, enda var þetta risastór
plötusamningur, upp á 350 þúsund dollara.
Þá gáfum við út plötu á ensku en fólk var
ekki alveg að taka þetta alvarlega hér heima.
Það voru samt alveg ótrúleg nöfn sem komu
að henni. Svo voru þessi ár auðvitað líka
meiriháttar hér heima, að fara hring eftir
hring í kringum landið og spila fyrir fólkið.
Sérstaða Lands og sona: Kannski bara
gleðin. Við lítum á okkur sem góðan
vinaklúbb og vorum aldrei að reyna að vera
með neinn töffaraskap. Við geystumst bara
áfram á lífsgleðinni. Það hefur nú fleytt
mörgum liðum vel áfram á HM.
Staðan á þér: Ég er ekkert í fríi. Spila bara eins og vitleysingur. Ég er búinn að vera á
Akureyri í tvö og hálft ár og er eiginlega búinn að blóðmjólka það og ætla að flytja aftur
suður með fjölskyldunni. Nánast búinn að spila í hverju einasta heimahúsi. En nú er ég að
undirbúa Bræðsluna sem fer fram 24. júlí, er bræðslustjóri og það gengur mjög vel. Platan
mín var svo að koma út í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins en ég reikna ekki með að fara
neitt út að fylgja henni eftir.
Staðan á hljómsveitinni: Við höfum verið í fríi frá áramótum. Þetta er
fyrsta almennilega fríið okkar síðan ég gekk í hljómsveitina 1999.
Við gáfum út plötu síðustu jól, sem við vorum tvö til þrjú ár
að dunda okkur við og vorum orðnir svolítið lúnir, auk þess
sem einn okkar þurfti að fara í aðgerð og huga aðeins að
heilsunni. Við ákváðum því að slappa aðeins af.
Hápunkturinn: Það voru þarna nokkur ár sem við spiluðum
eins og hundar, hvar sem við gátum og fyrir alla sem vildu.
Við tókum nokkra páskatúra þar sem við bjuggum í rútu í
svona fimm daga og spiluðum alstaðar fyrir fullu húsi. Það
var eiginlega hápunkturinn fyrir okkur. Svo höfum við spilað
átta sinnum á Þjóðhátíð og þótt við höfum spilað úti um allt og
farið níu sinnum til útlanda að spila þá toppar ekkert Þjóðhátíð á
góðum degi.
Sérstaða Á móti sól: Þegar við byrjuðum vorum við eina ska-
hljómsveitin á Íslandi og það er enn helvíti mikið ska í okkur. Það
heyrist kannski ekkert á plötunum en við fáum ennþá kikk út úr því
að spila gömlu ska-lögin.
Staðan á þér: Ég er í BA námi í
alþjóðafræði í Háskólanum á Bifröst.
Það gæti ekki farið betur saman með
hljómsveitarlífinu. Bara unnið um helgar
og skólinn á virkum dögum. Bara synd
að maður hafi ekki byrjað fyrr, en það er
betra seint en aldrei.
Staðan á hljómsveitinni: Við erum í
fullu fjöri. Það er búið að vera fínt að gera
það sem af er þessu ári. Við tókum okkur
smá frí í byrjun júní en erum að vinna að
nýju efni og verðum að spila mikið í júlí
og ágúst. Svo við stefnum á að klára þetta
ár með stæl.
Hápunkturinn: Gullaldarárin okkar voru
líklega frá 1998 til 2000. Þá gáfum við út
plötuna Nákvæmlega sem kom okkur upp
í hæstu hæðir og gerði okkur að einni af
stærstu ballhljómsveitunum.
Sérstaða Skítamórals: Það er mjög
sérstakt að kjarninn í hljómsveitinni
hefur verið sá sami frá því hún var
stofnuð 1989. Það er ekki hlaupið að
því að finna hljómsveitir sem fjórir
einstaklingar hafa verið í frá byrjun. Það
hellast yfirleitt einhverjir úr lestinni og
nýir koma inn.
Góður sauma-
klúbbur
Blóðmjólkaði Akureyri
Ennþá allt
á fullu
HREIMUR
Hljómsveit:
Land og synir
Starfaði: Frá 1998
en hefur verið í hléi síðustu ár.
Helstu slagarar: Lífið er yndislegt, Vöðvastæltur,
Dreymir, Ástarfár, Terlín.
Hvaðan: Frá Hvolsvelli og sveitunum í kring.
Mest selda platan: Alveg eins og þú (1998).
MAGNI
Hljómsveit:
Á móti sól.
Starfaði. Frá 1996
og starfar enn.
Helstu slagarar: Á þig,
Spenntur, Djöfull er ég flottur, Keyrðu mig heim.
Hvaðan: Titluð Selfosshljómsveit en meðlimir koma
einnig frá Hveragerði og Borgarfirði eystri.
Mest selda platan: 12 íslensk topplög (2004).
GUNNI ÓLA
Hljómsveit:
Skítamórall.
Starfaði: Frá 1989
og starfar enn.
Helstu slagarar: Farin, Myndir, Ennþá.
Hvaðan: Selfossi.
Mest selda platan: Nákvæmlega (1998).
GULLÁRIN LANDSLIÐ ÍSLENSKRA POPPARA
VAR ALLTAF MEÐ LÚKKIÐ Á HREINU
ROKKSTJARNA
MAGNI ÁSGEIRSSON
ÞARF EKKERT FRÍ
VIRKIR SKÍMÓ
ER MEÐ ELDRI
POPPSVEITUM EN
JAFNFRAMT ÞEIM
VIRKARI
JARÐBUNDINN HREIMUR
ÖRN HEIMISSON GEYSIST
ÁFRAM Á LÍFSGLEÐINNI
4