Monitor - 24.06.2010, Side 5
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Monitor
IÐ ÍSLENSKRA PO
PPARA?
í Buttercup-landi og Birg
itta stóð gleitt? Sveitaba
llahljómsveitirnar réðu rí
kjum og tættu upp
íslenskra poppara, nú þe
gar um tíu ár eru liðin fr
á endalokum sveitaballa
menningarinnar
Staðan á þér: Eins og flestir aðrir í bandinu
er ég búin að stofna fjölskyldu. Við nýttum
öll tímann vel og ég held við höfum öll átt
barn á einu og hálfu ári. Svo hef ég verið í
námi í Danmörku, fór fyrst í söngskóla og
svo söngkennaranám. Þannig að ég er búin
að vera í tónlistinni þótt ég hafi ekki verið að
koma fram síðan ég eignaðist barn.
Staðan á hljómsveitinni: Við fórum í frí
2007, það var ekki bara til að segja það. Lífið
snérist um bandið og það var alltaf brjálað
að gera. Það var tímabært að draga sig í hlé
og við sjáum ekki eftir því. En við hlökkum
mikið til að koma saman aftur en það er bara
spurning hvenær það verður. Það styttist
vonandi í það.
Hápunkturinn: Það var svo margt alveg
geggjað. Það var samt rosalega gaman þegar
við gáfum út plötuna Nýtt upphaf. Þá fórum
við í tónleikaferð sem hét Íslandstúrinn
og var til styrktar Einstökum börnum. Við
héldum stóra og flotta tónleika út um allt
land og gáfum peninginn. Við erum voðalega
stolt af því og það stendur svolítið upp úr.
Sérstaða Írafárs: Ég held að við höfum
okkar Írafárs-sound. Þegar þú heyrir
Írafárslag þá veistu það.
Saknarðu gömlu tímanna? Ég fæ alltaf smá
straum þegar ég hugsa til baka, þetta var
náttúrulega rosalega gaman. Ég myndi samt
ekki vilja fara aftur í þetta á nákvæmlega
sama hátt. Þetta var barn síns tíma en það
þroskast allir og vilja prófa nýja hluti.
Staðan á þér: Ég vinn hjá Ölgerðinni, í
hráefni fyrir matvælaiðnað með bakarí sem
sérgrein, og hef gert í mörg ár, í rauninni
síðan hljómsveitin hætti. Ég hef gefið út
sólóplötu síðan þá og hef verið að vinna með
Vinum vors og blóma svo maður er ekkert
hættur. Maður kemur í þetta svona annað
slagið en að vera í þessu á
fullu er bara lífsstíll. Ég get
ekki verið kótilettukall og
einhver brjálaður rokkari á
sama degi.
Staðan á hljómsveitinni:
Hljómsveitin er hætt en
mun alveg pottþétt koma
saman aftur einn daginn.
Hápunkturinn: Það var líklega þegar við
fengum fyrsta plötusamninginn. Það var
gríðarlega flott móment. Svo tókum við
Eldborg og Þjóðhátíð á sömu helginni sem
var nokkuð stórt. Eldborgarhátíðin verður
auðvitað ekki
haldin aftur
svo það verður
ekki leikið
eftir!
Sérstaða
Sóldaggar:
Sérstaða okkar
var kannski að
við vorum mjög
góðir „live“.
Staðan á þér: Ég er í Kvikmyndaskóla
Íslands að læra leiklist og útskrifast
þaðan sem leikkona um næstu jól. Ég
sem ennþá mikið af textum og hef sem
dæmi samið texta fyrir lagahöfundinn
Halldór Guðjónsson, meðal annars fyrir
lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins og ég
samdi líka texta við Ljósanæturlagið
2008. Ég og Heiðar, sem var með mér í
Buttercup, erum líka svolítið að semja
saman. Þetta er eitthvað sem verður
alltaf í manni en núna er ég aðallega að
einbeita mér að því að verða leikkona
- sem var alltaf draumurinn.
Staðan á hljómsveitinni: Ég hætti í
henni árið 2001 og hún er ekki virk í dag,
en ég held hún hafi aldrei formlega hætt.
Hápunkturinn: Það var ákveðinn
hápunktur að ná í skottið á þessum
sveitaböllum sem eru bara liðin tíð núna.
Við náðum líka nokkrum flöskuböllum
sem enginn veit hvað er í dag nema
Þjóðminjasafnið, en það voru böll þar
sem fólk mátti koma með eigið áfengi
inn á ballið.
Saknarðu gömlu tímanna? Þetta var
dásamlegur tími og ég hefði aldrei viljað
missa af honum, en ég sakna þess ekki.
Þá átti ég bara eitt barn en nú á ég þrjú
og eitt fósturbarn og er orðin 35 ára. Svo
það er aðeins minni orka í gangi.
Sérstaða Buttercup: Við vorum eina
hljómsveitin þar sem voru strákur og
stelpa að syngja saman. Það hafði í
rauninni ekki verið síðan Stuðmenn
voru.
Barnagæfa
í bandinu
Kótilettukarl á daginn
Náði nokkrum flöskuböllum
BIRGITTA
Hljómsveit: Írafár
Starfaði: Frá 2000
en fór í hlé 2007.
Helstu slagarar:
Fingur, Stórir
hringir, Hvar er ég, Allt sem ég sé, Ég sjálf.
Hvaðan: Alls staðar að.
Mest selda platan: Allt sem ég sé (2002).
BERGSVEINN
Hljómsveit: Sóldögg
Starfaði: Frá 1994 til 2002.
Helstu slagarar: Friður,
Svört sól, Leysist upp.
Hvaðan: Reykjavík.
Mest selda platan: Breyt‘ um lit (1997).
ÍRIS
Hljómsveit: Buttercup.
Starfaði með
hljómsveitinni:
Frá 1999 til 2001.
Helstu slagarar:
Endalausar nætur, Meira
dót, Af hverju, Aldrei.
Hvaðan: Vestmanna-
eyjum, Ísafirði, Reykjavík
og Hafnarfirði.
Mest selda platan:
Buttercup.is (2000).LÍTIÐ BREYTT ÍRIS KRISTINS-
DÓTTIR ER ENN SPRÆK
TOPPURINN BERGSVEINN
ARELÍUSSON ER ENNÞÁ
MEÐ HÖKUTOPP EN HANN
ER ORÐINN GRÁR
LAGÐI LÍNURNAR BIRGITTA
KOM TÓBAKSKLÚTUM OG
FLÉTTUM Á KORTIÐ
Myndir: Jakob Fannar Sigurðsson, Árni Sæberg, Ómar Óskarsson og Arnaldur Halldórsson
5