Monitor - 24.06.2010, Side 6

Monitor - 24.06.2010, Side 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Myndir/Árni Sæberg Sportlegur dömufatnaður þægilegur og smart Fríða Rún kíkti með Monitor í Deres og vorum við hrifin af fjölbreyttu vöruúrvali þeirra. Sportlegur fatnaður í bland við tískufatnað gefur skemmtilega útkomu. Flott og ódýr naglalökk Fyrir um ári síðan setti Sally Hansen á markaðinn nýja línu af naglalökkum. Sala naglalakka erlendis jókst mikið er línan kom á markaðinn en þau eru seld á mjög hagstæðu verði. Lökkin þorna hratt eða á innan við mínútu og þekja mjög vel. Það er óhætt að mæla með naglalökkum Sally Hansen. Þau eru seld í Lyfju og kosta 1.399 krónur. SÓLGLERAUGU Töffaraleg sólgleraugu sem virka vel við sportlúkkið. 1.990 kr. Deres ADIDAS JAKKI Hrikalega flottur jakki sem hægt er að snúa við og nota á báða vegu. Adidas götutískan er alltaf sportleg en um leið mjög smekkleg. 21.990 kr. Deres BOLUR Klassískur síðermabolur sem hentar vel við litríka jakkann. 5.990 kr. Deres DIESEL GALLABUXUR Gallabuxurnar frá Diesel eru alltaf góðar og eru þessar sérstaklega flottar á litinn. 18.990 kr. Deres ADIDAS SKÓR Gaman að eiga hvíta götuskó á sumrin, þessir eru flottir með rauðu. 18.990 kr. Deres VARA- & KINNAROÐI ROSE PINK Blek fyrir varir og vanga 1.590 kr. Body Shop ALL-IN-ONE- ANDLITS- FARÐI NR. 4 Léttur púðurfarði sem þekur vel 2.490 kr. Body Shop AUGNBLÝANTUR BRILLIANT BLUE Einstaklega mjúkur 1.260 kr. Body Shop Reese Witherspoon og Jessica Simpson Reese hefur látið stytta kjólinn, sem hentar hæð hennar mun betur. Beltið á kjól Jessicu virkar vel en sniðið hentar henni alls ekki. January Jones og Taraji P. Henson Gucci-kjóllinn er flottur á þeim báðum. Taraji hefur þó vinninginn þar sem hún er í talsvert flottari skóm en January. Carey Mulligan og Diane Kruger Diane valdi kjól, sem er frá Calvin Klein, í mun betri lit, á meðan Carey er heldur litlaus í sínum. Dree Hemingway og Defina Delettrez Fendi Báðar mjög flottar en Fendi-erfinginn Defina ber Valentino-kjólinn betur. Skórnir eru aðeins of mikið af því góða hjá Dree Hemingway. HVOR KLÆDDIST FLÍKINNI BETUR? Stjörnustríð McCartney á von á barni Fatahönnuðurinn Stella McCartney er ófrísk að sínu fjórða barni. Hún og eiginmaður hennar, Alasdhair Willis, eiga von á barninu í haust. Þau giftu sig árið 2003 og eiga fyrir þrjú börn. Stella er dóttir Bítilsins Paul McCartney og gefa fregnirnar honum enn frekari ástæðu til að gleðjast, en eldri dóttir hans gifti sig óvænt fyrr í mánuðinum. Buxnalaus í Nylon-partíi Taylor Mom- sen, sem er best þekkt fyrir leik sinn í Gossip Girl, er þekkt fyrir frjálslegan klæðaburð. Eftir því sem hún kemur oftar fram virðist flíkum hennar fækka og augnfarðinn aukast. Klæðaburður hennar hæfir ekki beint aldri hennar, en Momsen er aðeins 16 ára gömul. Nú síðast fór hún á svið, í partíi hjá tímaritinu Nylon, buxnalaus og klædd hnésokkum við topp. Taylor líkist einna helst þvottabirni á myndinni. FRÍÐA RÚN EINARSDÓTTIR 27.05.92 Nemi í Verzló. Hvað fílar þú best við lúkkið? Mér finnst sniðið og liturinn á gallabuxunum sérstaklega flott. Hvað fílar þú helst í tísku um þessar mundir? Ég hef gaman að sumartískunni, bjartir litir og fylltir hælar eru heitir. Hvaða litum gengur þú helst í? Því miður er ég mest í svörtu og hvítu, hef þó gengið talsvert í fjólubláu. Hvar verslar þú helst? Mér finnst skemmtilegast að versla í Sautján, Zara, Retro og Focus. Uppáhaldsflík? Fyllt ökklastígvél sem ég nota daglega. Uppáhaldsfylgihlutur? Það eru hringar sem ég er alltaf með en ég fékk þá í fermingargjöf. Uppáhaldssnyrtivara? Bleikur kinnalitur. Hvað ertu að hlusta á? Ég hlusta mikið á útvarpið og talsvert á íslenska tónlist. Uppáhaldsbíómynd? Það er Sex and The City. Hvað ertu að gera í sumar? Vinna á Hamborgarafabrikkunni og æfa fimleika. Annars ætla ég að nýta frítímann til að skemmta mér. Hvað ertu með í töskunni? Body-spray, veski, lykla og síma. Fallegasti maður í heimi? Litli bróðir minn er sætastur. Fallegasta kona í heimi? Jessica Alba.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.