Monitor - 24.06.2010, Page 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010
og Gunna, án þess auðvitað að vera að sofa hjá þeim
báðum á sama tíma, en eftir fjögur deit verður þú að
ákveða þig.
Af hverju er stefnumótasérfræðingurinn
þú ekki í sambandi?
Málið er nefnilega að ég er enginn stefnumóta-
sérfræðingur. Ég er bara pía sem fer á mikið af lélegum
stefnumótum og skrifa um það. Ég vakna alveg
sjálf með þynnkubömmer og fer í „send skilaboð“ í
símanum og fæ áfall. Ég er ekkert alveg með þetta. Það
má kannski frekar segja að ég sé að opna umræðuna.
Ég vil að fólk geti talað um þessi mál, bæði góðu
hlutina og líka þegar því er dömpað og líður ömurlega.
Okkur hefur öllum verið dömpað og við höfum öll
dömpað einhverjum og það er bara allt í lagi. Fólk á að
hafa gaman af þessu.
Þú stýrðir Djúpu lauginni á Skjá einum í vetur,
sem var þitt fyrsta verkefni í sjónvarpi.
Ertu ánægð með hvernig tókst til?
Þetta fékk sjúklega mikið áhorf og það var gaman
að stýra svona raunveruleikaþætti með íslensku fólki,
þar sem fólk kannast við þátttakendurna og fær smá
kjánahroll og svona. Þetta er svo gott sjónvarpsefni
og það fer í taugarnar á mér þegar fólk kallar þetta
ódýrt drasl. Sjónvarpsþættir þurfa ekki að vera eins
og Kompás til þess að eiga rétt á sér. Það er mjög erfitt
að framleiða 50 mínútur af afþreyingu þar sem fólk
getur skemmt sér og hlegið upphátt, ekki síst eins
og þjóðfélagið er í dag. Við eigum að hafa fullt af
svona „silly“ efni sem hægt er að skemmta sér
yfir.
Það var talað um að samband ykkar
Ragnhildar (meðstjórnandi
Tobbu í Djúpu lauginni) hafi
verið orðið frekar stirt undir
lokin. Var það raunin?
Það hentaði okkur ekki
beint að vinna saman.
Við erum mjög ólíkar
og ég er náttúrulega
10 árum yngri en hún.
Við pössuðum ekki
vel saman, en ég ber
alls ekkert slæmar
tilfinningar í hennar
garð. Við höfum alveg
talað saman eftir þáttinn
og það er ekkert slæmt á milli
okkar, en við verðum aldrei bestu
vinkonur og það er bara allt í lagi.
Hvað fannst þér um viðbrögðin
við þér sem sjónvarpskonu?
Ég átti svolítið erfitt með þetta fyrst. Ég var í mikilli
vörn og var alltaf að bíða eftir því að það yrði ráðist
á mig með einhverju skítkasti eða persónulegri árás,
enda fær fjölmiðlafólk oft að heyra mjög leiðinlega
hluti um sig. En svo einhvern veginn kom það aldrei
og enn hefur ekkert komið sem fær mikið á mig. Ég
er bara þakklát fyrir það hvernig fólk tók mér. Ég hef
alveg séð umræður á netinu þar sem fólki finnst ég
vera algjört skinkudrasl og eitthvað álíka. En þetta fólk
var greinilega að horfa fyrst það hefur svona sterka
skoðun á mér og er að tjá sig. Þetta er eins og með
útvarpsmanninn Howard Stern. Þeir sem dýrkuðu hann
hlustuðu að meðaltali í 20 mínútur, en þeir sem hötuðu
hann hlustuðu á allan þáttinn. Þetta er svolítið ástar-
og haturssamband. „Hvað ætlar fíflið að gera næst?“
Finnst þér fólk vera fljótt að dæma þig?
Fólk er svolítið fljótt að dæma mig og finnst að fyrst
mér finnst gaman að setja á mig varalit og vera í háum
hælum hjóti ég að vera vitlaus. Ég held að ég sé búin
að sanna að það er algjör misskilningur. Ef ég væri
hrikalega vitlaus þá væri ég ekki búin að gera allt sem
ég er búin að vera að gera á þessu eina og hálfa ári. Ég
hef fengið ótrúlega mörg tilboð á undanförnum vikum.
Það er uppi hugmynd um að ég fari með Makalausar-
ferðir til útlanda, við erum að vinna í því að búa til
leikinn sjónvarpsþátt eftir bókinni og svo vill forlagið
mitt, JPV, fá aðra bók strax. Ef ég væri bara hálfviti þá
væri allt þetta fólk ekki að setja pening í mig. Ef fólk
dæmir mig fyrirfram er það þeirra vandamál en ekki
mitt, en ég ætla ekkert að hætta að mæta með mitt of
blásna hár og alltof mikinn varalit.
Er ekki ólíklegt að Séð og heyrt
nái að halda þér mikið lengur?
Ég er mikil baráttukona fyrir Séð og heyrt og skrifaði
einmitt lokaritgerðina mína um réttmæti slúðurblaða.
Mér finnst að samfélag án svona blaðs geti ekki þrifist
vel. Þetta er viss siðferðislegur rammi sem segir: „Ef þú
hagar þér eins og fáviti, þá verður skrifað um það.“ Mér
finnst það bara mjög nauðsynlegt. Fólk kannski lítur
niður á okkur fyrir þetta. Einhvern tímann var ég spurð
hvers vegna Fjölnir Þorgeirs væri alltaf á forsíðunni. Nú
af því að þú kaupir hann fávitinn þinn! Þið viljið lesa
um sama fólkið og við getum ekki breytt því hverju þið
kaupið. Blaðið endurspeglar Ísland 100%. Það er erfitt
að ráðast á okkur þegar þetta er það sem þið viljið. Mér
þykir vænt um Séð og heyrt og það er fullkomin blanda
að vinna þarna í bland við bókaskrif og annað.
Við erum
mjög
ólíkar og ég er
náttúrulega
10 árum yngri
en hún. Við
pössuðum ekki
vel saman,
en ég ber alls
ekkert slæmar
tilfinningar í
hennar garð.