Monitor - 24.06.2010, Síða 12

Monitor - 24.06.2010, Síða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 HM með augum hálfvitans Útsendari Monitor í Suður-Afríku veit ekki mikið um knattspyrnu og tók púlsinn á því besta utan vallarins Portúgölsk dónastelpa Eins og flestir knattspyrnumenn á Heimsmeistaramótinu í Afríku átti þessi stúlka í stökustu vandræðum með Jabulani-knöttinn. Boltaleikni hennar var hins vegar fólgin í öðrum og persónulegri boltum. Andfætlingar með aðdáanda Ástralska liðið er greinilega ekki búið að sjá kvikmyndina Battlefield Earth. Annars hefði John Travolta ekki fengið treyju. Leikur án klæða Þessar blómarósir höfðu ekki efni á því að kaupa sér treyjur og neyddust til að láta mála á sig ástralska og þýska landsliðsbúninginn. Sjóðheitir Torres og Fabregas fengu hlutverk í Dressman-auglýsingu. Fékk treyju Ronaldo heimsótti Nelson Mandela og færði honum portúgalska landsliðstreyju. Hann tók hins vegar hægindastól Mandela í staðinn. Glatt á hjalla Enski landsliðsmaðurinn Jermain Defoe grínast í félögum sínum. Þeir neituðu hins vegar að hlæja að bröndurum hans og sárnaði Defoe mikið. Hann er hættur að tala við þá í dag.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.