Monitor - 24.06.2010, Blaðsíða 13

Monitor - 24.06.2010, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Monitor Frændur vorir Norðmenn hafa greinilega ágætis húmor fyrir sjálfum sér og láta það ekki stöðva sig í að mæta til Suður-Afríku þótt þeirra landslið sé ekki á meðal þátttökuþjóða. Mættu engir Íslendingar með íslenska fánann? Ást við fyrstu sýn Það ætti að vera óhætt að leggja eigið líf undir á að skvísuna í græna jakkanum hafi dreymt blautan draum um David Beckham. Röng forgangsröðun Nígeríumenn gera heiðarlega tilraun til að fela markvörð sinn, Vincent Enyeama. Hann fannst þó fljótlega enda mikið af myndavélum á leikvanginum. Nígeríumenn voru í kjölfarið beðnir um að fela sig í eigin frítíma. Mexíkóskur stuðningsmaður Þetta er náttúrulegur húðlitur hans. Fitusprengdur Portúgalinn Ricardo Carvalho sannar að hann má við því að fá sér stórt Snickers í eftirrétt. Lífið er eins og konfektkassi Brasilíumaðurinn Kaka þarf ekki að örvænta þegar fótboltaferill hans er á enda. Miðað við þessa tilburði er hann nær öruggur um að fá titilhlutverkið í kvikmyndinni Forrest Gump ef það verður einhvern tímann ráðist í að endurgera hana. Hýrir á brún og brá Roque Santa Cruz og félagar hans í paragvæska landsliðinu slá botninn í æfinguna og fara að henni lokinni saman í sturtu. Maradona Ef Antonio Banderas væri lítill, feitur og sturlaður myndi hann líta einhvern veginn svona út. Allir elska KFC Grikkjum finnst þó best að borða kjúklinginn lifandi.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.