Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 24.06.2010, Qupperneq 14

Monitor - 24.06.2010, Qupperneq 14
kvikmyndir Hæð: 178 sentimetrar. Besta hlutverk: Happy Gilmore í samnefndri kvikmynd. Sandler hefur aldrei verið fyndnari. Skrýtin staðreynd: Þótt margar kvikmyndir hans hafi fengið arfaslaka dóma fá þær jafnan mjög góða aðsókn. Tímaritið Forbes reiknaði út árið 2007 að fyrir hvern dollara sem hann hefur fengið greiddan fyrir kvikmyndir sínar, hafa 9 dollarar komið í kassann. Eitruð tilvitnun: „Mér líður ekki vel í kringum of mikið af fólki. Ég kann illa við að fara út á meðal almennings.“ 1966Fæðist 9.september í Brooklyn í New York. 1989 Leikur í sinni fyrstu kvikmynd, Going Overboard. Myndin er vægast sagt hræðileg og á IMDB.com er hún í 53. sæti yfir verstu myndir allra tíma með 1,9 í einkunn. 1990Fær vinnu semhandritshöfundur fyrir Saturday Night Live og verður meðlimur í þáttunum ári síðar. 1993Gefur útsinn fyrsta gríngeisladisk, They‘re All Gonna Laugh At You! Platan nýtur mikilla vinsælda og hefur selst í meira en tveim milljónum eintaka. Adam Sandler FERILLINN 14 Monitor FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 Frumsýningar helgarinnar Grown Ups Leikstjóri: Dennis Dugan. Aðalhlutverk: Adam Sandler, Kevin James, Chris Rock, David Spade, Rob Schneider, Salma Hayek, Maria Bello og Maya Rudolph. Lengd: 102 mínútur. Dómar: Engir dómar komnir. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Gamanmynd um fimm æskuvini sem eru komnir á fullorðinsár. Þegar gamli körfuboltaþjálfarinn þeirra deyr ákveða þeir að hittast og eyða þjóðhátíðardagshelginni saman í sumarhúsi nokkru. Nú eru þeir komnir með konur og börn, en þótt þeir séu orðnir eldri þýðir það ekki að þeir hafi þroskast mikið. Popp- korn Í tilefni af Feðra- deginum, sem var haldinn í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag, hefur kvikmynda- tímaritið Total Film valið bestu feður kvikmyndasögunnar. Á listanum eru pabbar á borð við Emperor Zurg úr Toy Story 2, pabbinn úr American Pie og faðir Indiana Jones, Henry. Besti pabbi kvikmyndasögunnar er hins vegar Big Daddy úr Kick- Ass sem var eftirminnilega leikinn af Nicolas Cage. M. Night Shyamalan frumsýnir nýjasta verk sitt, hasarævintýramyndina The Last Airbender, í júlí. Hann er hins vegar þegar byrjaður að vinna að nýrri kvikmynd og herma fregnir að Bruce Willis sé líklegastur til að leika aðalhlutverkið. Þetta yrði þriðja Shyamalan-myndin sem Willis leikur í, en áður var hann í Sixth Sense og Unbreakable. Þau Gwyneth Paltrow og Bradley Cooper hafa einnig verið nefnd sem líklegir leikarar í nýju myndinni. Ryan Murphy, skapari sjónvarpsþáttanna Glee, segir að það sé ekki í kortunum að gera kvikmynd byggða á þáttunum. Slúðurbloggarinn Perez Hilton greindi frá því að helstu leikarar þáttanna væru samningsbundnir um að gera þrjár Glee-kvikmyndir. Murphy segir hins vegar að slíkt tal sé ótímabært. Glee- þættirnir njóta mikilla vinsælda hérlendis, en það verður einhver bið á því að aðdáendur sjái Matthew Morrison, Lea Michele og félaga á hvíta tjaldinu. VILTU VINNA MIÐA? Monitor ætlar að gefa nokkrum heppnum lesendum miða á Grown Ups. Þú þarft bara að fara inn á Facebook-síðu Monitor og velja LIKE á kvikmyndaþráð vikunnar. Á mánudag drögum við svo út nokkra vinningshafa og sendum þá í bíó. facebook.com/ monitorbladid ÞAÐ KALDHÆÐNISLEGA ER AÐ ÞEIR MÆTTU ALVEG ÓVART Í NÁKVÆMLEGA SAMA KLÆÐNAÐI A Nightmare on Elm Street Leikstjóri: Samuel Bayer. Aðalhlutverk: Jackie Earle Haley, Rooney Mara, Kyle Gallner, Thomas Dekker og Kellan Lutz. Lengd: 102 mínútur. Dómar: IMDB: 5,4 / Metacritic: 35% / Rotten Tomatoes: 13% Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka og Sambíóin Akureyri. Endurgerð á klassískri hrollvekju frá árinu 1984. Freddy Kruger er sannkölluð ófreskja sem ásækir unglinga í martröðum þeirra og reynir að myrða þá. Í fyrstu virðast morðin vera handahófskennd en svo kemur í ljós að fórnarlömbin eru öll tengd atviki í fortíðinni. 1995Rekinn úr SaturdayNight Live ásamt Chris Farley. 1995Skrifarhandritið að og leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Billy Madison og ári síðar í myndinni Happy Gilmore. Báðar fá slæma dóma en njóta mikilla vinsælda og Sandler verður einn vinsælasti gamanleikari heims. 1999 Stofnar eigið framleiðslufyrirtæki, Happy Madison Productions, sem heitir í höfuðið á kvikmynda- persónunum Happy Gilmore og Billy Madison. 2003Kvænistnúver- andi eiginkonu sinni, Jackie Sandler. Þau eiga tvö börn. Hún hefur leikið aukahlutverk í nokkrum mynda hans.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.