Monitor - 01.07.2010, Blaðsíða 9

Monitor - 01.07.2010, Blaðsíða 9
V A L A G R A N D Þjóðskrá er búin að samþykkja að Vala Grand sé kona, en það er reyndar eitthvað sem hún komst sjálf að þegar hún var barn. „Ég fékk ekki að fermast í jakkafötum, en ég var í dragt í veislunni,“ segir Vala sem hefur aldrei verið í vafa um hver hún er og aldrei verið feimin við að vera hún sjálf. „Ég var rekin úr grunnskóla í viku því ég lamdi gaur með stól fyrir að kalla mig „hommadjöful“. Ég hef alltaf verið svona karakter, ég læt ekki vaða yfir mig. Þegar ég var yngri var ég alltaf að lenda í slag við þá sem sögðu að ég væri ekki stelpa,“ segir Vala. Vala er ættuð frá Filippseyjum en fluttist til Keflavíkur með móður sinni þegar hún var tveggja ára. Í dag býr hún í Breiðholti með kærasta sínum, Baldvin Vigfússyni. Vala er 24 ára og er að eigin sögn yngsta manneskjan sem gengist hefur undir kynleiðréttingaraðgerð á Íslandi. Hún er menntuð í snyrtifræði en hefur ekki ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur þegar hún hefur jafnað sig eftir aðgerðina. Vala er óhrædd við að tala um málefni sín og segir skoðun sína hvort sem fólki líkar betur eða verr. „Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina spurði ég læknana hvort ég mætti fá eistun með mér heim í krukku. Læknarnir voru bara: „Nei!“ Mig langaði svo að fá að eiga þau. Þetta eru tólin mín og mig langaði að geta sýnt fólki þau þegar það kemur í heimsókn,“ segir Vala og hlær. Hún var svo elskuleg að eyða hádegi með Monitor, þrátt fyrir að vera enn að jafna sig eftir aðgerðina. Segðu mér frá ferlinu, frá því þú áttaðir þig á því hver þú varst í raun og veru og þar til þú gekkst undir aðgerðina. Ég er búin að vera í þessu prógrammi í 14 ár. Ég fór fyrst til geðlæknis og sálfræðings þegar ég var nýfermd. Þegar ég var unglingur vissi ég ekkert. Ég veit ekki hversu miklum peningi mamma og pabbi eyddu í lækna, en það borgaði sig. Ég fór frá lækni til læknis, frá geðlækni til geðlæknis og sálfræðingi til sálfræðings. Það vissi enginn hvert átti að senda mig, þetta var svo nýtt og ég var svo ung þegar ég uppgötvaði mig. Anna Kristjáns var eina manneskjan sem hafði komið fram í fjölmiðlum og talað um þetta á Íslandi. Á endanum var fundinn einn læknir sem er sérfræðingur í þessu, hann heitir Óttar Guðmundsson. Ég er búin að vera hjá honum í mörg ár og hann er búinn að fylgjast með mér blómstra. Hann þurfti að komast að því hvort ég væri viss um þetta allt. Ég var hjá Óttari í mörg ár en tók svo eitt ár í pásu. Þá var ég búin að prófa ansi mikið og alveg „go around“. En það eina sem ég gat ekki gert var að sofa hjá stelpu. Núna nýlega spurði læknirinn mig hvort ég væri jómfrú og ég bara: „Já, ég er að fara að deyja sem jómfrú!“ Þú hefur ekki efast í eina sekúndu um að fara í aðgerðina? Aldrei. Segðu mér frá nafninu þínu. Ég hef oft verið spurð að því hvar ég fékk nafnið „Grand“ og hvort ég hafi tekið það upp því ég sé svo „grand á því“. En ég heiti í raun og veru Vala Grand Gregory. Afi minn heitir Grand Gregory og fjölskyldan mín úti í Filippseyjum á skóla sem heitir Grand Gregory High School. Ég var að fá nýtt debetkort með nafninu Vala Grand um daginn. Svo átti ég að skrifa nafnið mitt á kortið og skrifaði óvart Valur Grand, sem er upprunalega nafnið mitt. Hvenær fórstu að láta kalla þig Vala? Ég hef notað Völu-nafnið síðan ég var krakki. Fyrst kallaði ég mig samt Brandy Wahlberg, þegar ég var í 8. til 10. bekk. Eigum við að ræða það eitthvað? Gamli íþróttakennarinn minn þekkir mig ennþá bara undir því nafni. En ég fékk að breyta nafninu mínu löglega og taka upp nafnið Vala fyrir fjórum mánuðum. Hvernig hefur fjölskyldan þín tekið þessu öllu? Veistu, ég væri ekki hérna án mömmu og pabba. Það er ekkert ódýrt að fara til læknis eða sálfræðings, en þau sendu mig út um allt til þess að reyna að hjálpa mér. Hvernig er að vera transgender á Íslandi í dag? Ég er eiginlega búin að fá ógeð af þessu trans- orði. Þó að það verði alltaf fólk sem flokkar mig sem trans þá er ég bara orðin kona. Ég er kona með transsexual-reynslu. Þú ert trans-kona þegar þú ert að fara í gegnum ferlið. Þaðan kemur þetta transsexual-orð, af orðinu „transforming“. Þú ert að breytast og gera þig tilbúna til að endurfæðast. Það er einmitt það sem þetta er, endurfæðing. Ég er ekki einhver kynskiptingur, ég er kona í dag. Mér finnst það bara blessun að hafa fengið að prófa að vera bæði kynin. Þú ert einn allra þekktasti Íslendingur sem hefur gengist undir svona aðgerð og hefur talað mjög opinskátt um þessi málefni. Kanntu vel við að vera talskona fólks í þinni stöðu? Mig langar að minnsta kosti mikið til þess að upplýsa fólk og segja því að þetta er eitthvað sem ég valdi ekki. Þetta er eitthvað sem ég var, þetta er eitthvað sem ég fæddist með. Ég get ekki talað fyrir allar, en þetta á örugglega við um hinar líka. Þótt Ísland sé lítið eru alveg andskoti margir hérna í minni aðstöðu, en það er bara enginn sem vill koma fram og tala um þetta. Það vantar sterka karaktera. Ég er algjörlega að sjá um að koma fram fyrir hönd fólks í minni stöðu og ég held að mér hafi gengið mjög vel við það. Ef saga mín getur hjálpað fólki á einhvern hátt þá er ég tilbúin að segja hana. Ég er búin að berjast mikið fyrir mínum réttindum. Ég spurði læknana og geðlæknana hvort ég væri með öll sömu réttindi og kona. Svo ætla ég að tékka á því, þegar ég er búin að láta setja júllur á mig, hvort ég megi taka þátt í Ungfrú Ísland. Ef ég er með réttindi eins og kona þá ætti ég að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland. Gætirðu í alvöru hugsað þér að taka þátt í Ungfrú Ísland? Já. Bara upp á gamanið. Ég er ekkert að segja að ég ætli að vinna keppnina, en það yrði ótrúlega góð staðfesting á mínum réttindum ef ég fengi að taka þátt. Það væri bara asnalegt ef þeir myndu segja: „Hún má ekki keppa því hún var með typpi“. Ef ég má taka þátt, þá er ég búin að sanna allt og staðfesta fyrir sjálfri mér að ég er kona. Hvernig gætu þeir sagt að ég sé ekki kona þegar ég er komin með píku? Ef það verður eitthvað kjaftæði, þá verða vandræði og vesen, ég er ekki að grínast. Við hvað starfar þú? Núna er ég bara að slappa af og finna mig aftur, enda sagði læknirinn mér að taka því rólega. Ég veit ekkert hvað ég ætla síðan að gera. Eina sem ég er búin að vera að gera núna er að horfa á Queen Raquela-myndina sem ég lék í. Ég er búin að vera bara: „Vá hvað ég er vangefin þarna“. Þetta er geðveikt fyndin mynd, ég mæli með henni. Gætirðu kannski hugsað þér að verða leikkona? Ég væri til í að vera leikkona, ég gæti það. Það eru allir að segja við mig að ég eigi að vinna í sjónvarpinu. En íslenskan mín er ekki nógu góð, ég kem alltaf með enskuslettur og fallbeygi vitlaust. Ég tala náttúrulega filippseysku, íslensku og ensku, þannig að maður ruglar þessu aðeins saman. En ég væri allavega til í að vinna við eitthvað í skemmtanageiranum. Ég er förðunarmeistari og áður en ég fór í aðgerðina tók ég eina önn í hárgreiðslu. Svo þurfti ég að taka hlé á því til að undirbúa mig fyrir aðgerðina. Ég þurfti að hætta á hormónunum í heilan mánuð og trúðu mér, þú myndir ekki vilja að ég væri konan þín þá. Eftir að vera búin að dæla í sig hormónum í eitt og hálft ár og þurfa allt í einu að hætta á þeim... ég var brjáluð. Greyið Baldvin! En hann er svo æðislegur. Hvernig fóru skapsveiflurnar með sambandið? Ég sendi hann alltaf út. Ég sagði bara: „Farðu út núna!“ Hann bara: „Strákar, ég er að koma yfir til ykkar núna!“ Þetta bara fylgir þessu. Hvernig voru strákamálin hjá þér áður fyrr, áður en þú byrjaðir í sambandi og áður en þú fórst í aðgerðina? Sagðir þú strákum alltaf hvernig var í pottinn búið? Ég get alveg viðurkennt að þegar ég var yngri var ég svolítið smeyk við það og þá var ég svolítið mikið í Könunum, þegar herinn var hérna. Ég er búin að upplifa þvílík ævintýri, en ég sagði alltaf við fólk að ég væri trans. Ég var bara búin að fá nóg af íslenskum strákum því þeir voru alltaf eitthvað: „Við erum að dúllast saman, en enginn má vita af því.“ Eins og þeir skömmuðust sín fyrir mig og ég fékk bara ógeð á því. Mér leið eins og ég væri ekki mennsk. En það eru helvíti margir strákar að gefa mér auga í dag, eftir aðgerðina. Og ég sem er í sambandi! Ég þoli ekki svona. Allt í einu núna vilja þeir eitthvað. Færðu mikla athygli frá strákum? Ég finn alveg fyrir henni. Það er líka erfitt að fara á djammið og það er verið að klípa mann í rassinn, svo veit maður ekkert hver það er. Karlmenn á Íslandi eru bara svo graðir og þeir eru forvitnir. Ég held að þeir vilji vita hvernig það er að vera með mér. En Texti: Björn Bragi Arnarsson bjornbragi@monitor.is Myndir: Ernir ernir@mbl.is 9FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Monitor Vala Grand gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð á dögunum. Hún ræddi við Monitor um aðgerðina, strákamálin, sambandið við Baldvin, hugsanlega þátttöku í Ungfrú Ísland og hvernig það er að vera loksins orðin kona eftir margra ára bið. Á 60 SEKÚNDUM Tónlist sem þú hlustar mikið á: R‘n‘B. Rihanna, Pussycat Girls, Beyonce og allt svona „girly“. Sjónvarpsþáttur sem þú fílar: Despó og Sex and the City. Ég er líka komin inn í True Blood núna. Hlutur sem þú getur ekki verið án: Stafurinn minn. Það sem þú hræðist mest: Að gatið mitt lokist núna. Heitasti karlmaður fyrir utan Baldvin: Eminem. Ég var að horfa á nýja myndbandið hans og ég var bara: „I would tap that!“ Og Baldvin bara: „Ég líka.“ Þinn helsti veikleiki: Ég er of hreinskilin. Persóna sem þig langar að hitta: Tyra Banks eða Jessica Alba. Matur sem þú elskar: Hrísgrjón. Ég get borðað hrísgrjón með hverju sem er. heim í krukku Vildi fá eistun

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.