Monitor - 01.07.2010, Blaðsíða 6

Monitor - 01.07.2010, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010 Hver er svalasti Vespueigandi sem þú manst eftir í svipinn? Brendan Sullivan, rithöfundur, plötusnúður og góðvinur minn sem býr í New York, ekur um á eldgamalli, ljósblárri Piaggio vespu fram og aftur Williamsburg- brúna með gógópíur aftan á og vinylplöturnar sínar í hliðartösku. Hvaða útbúnaður er nauðsynlegur fyrir alla Vespueigendur? Hjálmur, góðir hanskar og hlífðarjakki. Pils og kjólar fyrir dömurnar líka. Svo eru allir að segja mér að fá mér rúðu á mína. Er veröldin fallegri séð af Vespu en úr bíl? Já, erfitt að útskýra það. Maður heyrir í heiminum og finnur lykt. Leiðinlegt samt þegar fólk svínar fyrir mann og keyrir í rassinum á manni. Ég legg mig fram um að velja leiðir þar sem hámarkshraði er 50-60, en það er nú samt tekið fram úr hálfvegis, fjórum til sex sinnum í hverri ferð. Vinsamlega farið alveg yfir á hina akreinina ef ætlunin er að taka fram úr. Svo hittir maður alltaf fólkið sem tók fram úr á næstu ljósum. Nú þegar sól er hæst á lofti ber oftar og oftar fyrir augu farkost einn sem á auknum vinsældum að fagna á götum borgarinnar. Þar eru á ferðinni létt og lipur vélhjól sem kallast einu nafni „Vespur“. Monitor kynnti sér málið og komst að því að málið er þó ekki svo einfalt með nafnið og hjólið; í ljós hefur komið að vespa er eigi Vespa nema Vespa sé. Það kemur nefnilega upp úr dúrnum að það er aðeins til ein Vespa. Hún er framleidd af ítalska fyrirtækinu Piaggio og hefur svo verið frá árinu 1946. Létt vélhjól (e. scooter) frá öðrum framleiðendum hafa reyndar verið til lengur en svo, en Vespan var hið fyrsta sem sló í gegn, og það rækilega. Nafnið mun þannig til komið að þegar forstjóri fyrirtækisins, Enrico Piaggio, heyrði malið í mótor fyrstu frumgerðarinnar, varð honum að orði: „Sembra una vespa!“ sem útleggst sem „hljómar eins og vespa!“ á íslensku. Nafnið hefur loðað við tækið allar götur síðan. Álitlegur fararkostur fyrir vinnandi fólk Vespan þótti fljótlega hinn álitlegasti farkostur fyrir vinnandi fólk í stórborgum. Ekki einasta var hún talsvert liprari í snúningum en bílarnir, heldur áttaði fólk sig fljótlega á því að þar sem vélbúnaðurinn var allur hulinn þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að olía, smurning og annar óþrifnaður slettist í föt þess sem hjólið sat. Á rúmum sex áratugum hefur mikið vatn runnið til sjávar og fleiri gerðir Vespunnar hafa litið dagsins ljós, með ýmsum aukabúnaði og öflugri vélum. Retrósjarminn heillar nú sem fyrr Hönnuðir Vespunnar hafa alla tíð gætt þess að svipta farskjótann ekki frumsjarma sínum og retró-svipurinn heillar nú sem fyrr. Stjórnendur Piaggio hafa þess í stað lagt áherslu á að minna almenning á að það sé aðeins til ein „Vespa“ og varast beri eftirlíkingar. Meðal frægra einstaklinga sem hafa átt Vespu má nefna Salvador Dalí, Jean-Paul Belmondo, Bond-leikkonuna Ursulu Andress, leikarann, kappakstursmanninn og ofurtöffarann Steve McQueen og loks tískuhönnuðinn Stefano Gabbana. Bíladellumenn á borð við Jay Kay í Jamiroquai og Jay Leno eiga vitaskuld margar, þar á meðal sjaldgæfa safngripi. Tiger Woods hefur tvær til taks á stórskútu sinni til að skottast milli skuts og stafns. Hin eina sanna Vespa Monitor ákvað að taka hús á nokkrum íslenskum Vespueigendum og kanna nánar hvað það er sem gerir Vespuna svona ómótstæðilega. Hvers vegna Vespa frekar en bíll? Ég á reyndar bæði Vespu og bíl en ég vel alltaf Vespuna fram yfir bílinn nema aðstæður spili gegn því. Ég tók mig til og fékk mér mótorhjólapróf vorið 2008 og stefndi upphaflega á að fá mér „racer“. Svo áttaði ég mig reyndar á því að það væri mjög heilsuspillandi fyrir mig að eiga svo öflugt hjól þar sem ég er frekar mikill spennufíkill og myndi oftar en ekki falla fyrir því að láta reyna á hraðann. Í framhaldi af því byrjaði ég að kynna mér aðra möguleika og sá að það var hægt að kaupa 250cc Vespu sem er fullkomið afl fyrir löglegan akstur og vel það. Ég skellti mér því á fallega Vespu í staðinn fyrir týpískt götuhjól og sé alls ekki eftir því. Hún hét upphaflega Rós en svo umturnaðist hún eina nóttina í Rauða Drekann. Drekinn er fallegur, sparneytinn og öflugur - draumur í dós. Í hverju felst sjarminn við að aka um á Vespu? Eins og með fornbílana þá er hönnunin svo falleg og litagleðin svo heillandi að maður eiginlega vildi óska að sjötti og sjöundi áratugurinn hefði aldrei liðið hjá. Það er eins og maður stígi svolítið inn í sinn eigin Rockabilly- heim. Þú setur á þig hjálminn og sest á græjuna og skyndilega snýst lífið um Elvis Presley, mjólkurhristing, bíó og bleik ský. Svo stígur maður reyndar af hjólinu aftur og maður nær geðheilsunni á ný. Ásta Bærings, dansari og danskennari Falleg hönnun og heillandi litagleði Andri Ólafsson, fréttamaður á Stöð 2 Eins og súpermódel á móti Playboy-gellu Margrét Erla Maack, útvarpskona: Pils og kjólar nauðsynleg fyrir dömurnar Hvernig myndirðu lýsa hinum dæmigerða Vespueiganda? Ég veit ekki hvort það séu einhverjar sértstakar týpur sem eiga Vespur. En ég hef stundum sagt að munurinn á Harley Davidson- mótorhjóli og Vespu sé svolítið eins og munurinn á Playboy- fyrirsætu og súpermódeli. Það er aðeins meiri stíll yfir þeirri síðarnefndu. Hvað er það lengsta sem þú hefur farið á Vespunni? Ég hef nokkrum sinnum farið á henni inn í Hafnarfjörð. En aðallega nota ég Vespuna til og frá vinnu og í miðbæjarsnatt. Er Vespan heilsárs-farartæki á Íslandi? Jájá. Ef maður er í þannig stuði. Sjálfur nenni ég ekki að nota hana yfir hörðustu vetrarmánuðina. En það er vel hægt. MARGRÉT OG VESPAN HENNAR Á AUSTURVELLI ÁSTA BÆRINGS LÆTUR FARA VEL UM SIG Á VESPUNNI ANDRI ÓLAFSSON KANN AÐ META GÓÐAN STÍL

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.