Monitor - 01.07.2010, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
Myndir/Árni Sæberg
Skvísulegt lúkk
sem virkar allan ársins hring
Anna Guðrún kíkti með Moni-
tor í Sautján og Body Shop,
klæddi sig upp og farðaði.
Reykjavík
Spraykiavík!
Áður en hreinsunardeild
Reykjavíkurborgar hefur tekst
að mála yfir umdeild listaverk á
húsveggjum hefur ljósmyndarinn
Sally Megyessi oft náð að fanga
snilldina, sem sumir kalla veggja-
krot, á filmu. Nú ætlar hún að deila
með áhugsaömum nokkrum af
sínum uppáhalds myndum sem hún
segir að sýni því miður flestar verk
sem ekki séu til ennþá. Sally minnir
þó á að enn séu margir veggir eftir
í borginni sem hafa ekki verið
skreyttir en býst við að það muni
ekki vara of lengi.
Sýningin, sem ber nafnið
Spraykiavík, opnar á Babalú á
Skólavörðustíg á sunnudaginn
klukkan 11 og stendur út mánuðinn.
JAKKI
Sportlegur jakki sem hægt er að
nota allan ársins hring. Sígilt
snið sem gengur aldrei úr tísku.
11.990 kr.
Sautján
Má ekki lita
á sér hárið
Dóttir poppdrollunnar Madonnu,
Lourdes Leon, er aðeins 13 ára
gömul en er strax farin að gera
sig líklega til stórræða. Hún hefur
tekið við að blogga á síðunni
MaterialGirlCollection.com en
samkvæmt fyrstu færslu hennar þá
virðist Madonna, þrátt fyrir vafasöm
bernskubrek, vera ósköp venjuleg
móðir. „Ég er 13 og verð 14 í október
og ég get ekki beðið vegna þess að
þá má ég LOKSINS lita á mér hárið.
TAKK MAMMA!“ segir Lourdes
á blogginu en áður hefur einnig
verið haft eftir Madonnu að henni
finnist dóttir sín hafa fulldjarfan
fatasmekk. Nú verður fróðlegt að
sjá hvort Lola, eins og Lourdes er
gjarnarn kölluð, mun þurfa að rasa
eins mikið út og móðir sín forðum
áður en hún fullorðnast.
ANNA GUÐRÚN
EINARSDÓTTIR
28.02.92
Nemi í Verzló
Hvað fílar þú helst við lúkkið?
Skórnir eru mjög flottir.
Hvað fílar þú helst í tísku um
þessar mundir?
Mér finnst röndótt og blúndur
koma sterkt inn.
Hvaða litum gengur þú helst í?
Ég geng mest í svörtu en einnig
finnst mér ferskjulitaður mjög
flottur.
Uppáhaldsflík?
Hvítur blómakjóll úr Topshop.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast?
Ég keypti mér fyllta hæla, ekki
ósvipaða þessum úr GS skóm.
Er eitthvað sem þú myndir aldrei
klæðast?
Sennilega ekki hvítum gallabuxum.
Uppáhaldsfylgihlutur?
Það eru gylltir eyrnalokkar sem
systir mín gaf mér.
Hvað ertu að hlusta á?
Undanfarið hef ég hlustað mikið á
Florence and The Machine.
Uppáhaldsbíómynd?
Anger Management var góð.
Ertu að fylgjast með einhverjum
sjónvarpsþáttum?
Þættirnir Chuck eru mjög
skemmtilegir og Desperate
Housewives.
Hvað ertu að gera í sumar?
Ég er að vinna í bæjarvinnunni
og ferðast til Vestmannaeyja og
Tenerife.
BUXUR
Ljósar gallabuxur eru
sjóðheitar í sumar og eru
þessar sérstaklega flottar
með lituðum skálmum.
21.990 kr.
Sautján
SKÓR
Fylltu hælarnir
rjúka út úr tísku-
búðum landsins.
Þessir eru alveg
tilvaldir í íslenska
veðurfarið þar
sem sólin skín
ekki út allt
sumarið.
39.990 kr.
GS-skór
BELTI
Gaddabeltin hafa verið í tísku
í nokkurn tíma og haldast inni
fram á haustið. Ekki seinna
vænna að tryggja sér eitt stykki.
3.990 kr.
Sautján
BOLUR
Klassískur
síður bolur
sem virkar
alltaf.
5.990 kr.
Sautján
TASKA
Poppuð stór taska
á frábæru verði.
12.990 kr.
Sautján
ARMBAND
Lífgar alltaf upp á
svartan klæðnað að nota
keðjuarmbönd. Þetta
armband gengur vel eitt
og sér en einnig er flott
að setja nokkur saman.
1.990 kr.
Sautján
SUPER
VOLUME
MASKARI
Svartur maskari
sem þykkir áferð
augnháranna.
1.790 kr.
Body Shop
BRONZE SHADE
Ljóst sólarpúður sem
gefur húðinni mjög
fallegan, léttan gljáa.
2.790 kr.
Body Shop
LUN LUSTRE
BRUSH
Mjúkur og góður bursti
í sólarpúðrið.
1.990 kr.
Body Shop
„Við vildum hafa sem flesta rauðhærða í
bandinu. Við þurftum að láta bassaleikarann
fara því hann var ekki með rétta háralitinn,“
segir Kristófer Eðvarðsson, söngvari
hljómsveitarinnar Nögl. Kristófer er
rauðhærður rétt eins og trommuleikari
sveitarinnar, Þorsteinn Ólafsson, og á
dögunum skiptu þeir um bassaleikara og réðu
inn þriðja rauðhausinn, Jón Anton Stefánsson.
„Minnihlutanum í bandinu verður mikið
strítt,“ segir Kristófer og á við gítarleikarann
Jóhannes, sem er sá eini sem er ekki
rauðhærður. „Hann verður að fara að gera
eitthvað í sínum málum. Spurning hvort hann
liti ekki bara á sér hárið,“ grínast Kristófer.
Nögl er rokkhljómsveit sem rekur uppruna
sinn til Grundarfjarðar og byrjaði upphaflega
sem Blink182-tökulagaband. Sveitin gaf í
fyrra út sína fyrstu plötu, I Proudly Present,
og er um þessar mundir að senda frá sér
nýtt lag sem ber heitið I Will Be Blamed „Við
erum einmitt að byrja að skjóta myndband
við lagið. Ætlunin er að taka hluta af því upp
við byggingarsvæðið hjá Hörpunni,“ segir
Kristófer.
Nögl stefnir á útgáfu nýrrar plötu í byrjun
næsta árs og verður I Will Be Blamed að finna
á henni.
Hljómsveitin Nögl er orðin 75% rauðhærð
Rauðhærðasta
band landsins
KRISTÓFER, ÞORSTEINN OG JÓN ANTON
ERU RAUÐARI EN SJÁLFUR LENÍN