Monitor - 05.08.2010, Blaðsíða 3

Monitor - 05.08.2010, Blaðsíða 3
Búum til börn er fyrsta plata hljómsveitarinnar Moses Hightower og þeir sem eru ekki þegar búnir að næla sér í eintak ættu að gera það strax. Hrikalega flott og þægileg íslensk sálartónlist og ekki að ástæðulausu sem Búum til börn hefur hvarvetna fengið frábæra dóma. Skyrtertan á Ham- borgarafabrikkunni er eitthvað til þess að deyja fyrir. Eða að minnsta kosti fitna fyrir. Fabrikkan býður raunar upp á nokkra mjög góða eftirrétti og er fínt að kíkja þangað í köku og kaffi, hvort sem maður er að fara að fá sér hammara eða ekki. Snekkjan Octopus liggur við Reykjavíkurhöfn um þessar mundir og ættu allir sem hafa möguleika að kíkja niður að höfn og berja hana augum. Að skoða hana í ljósadýrðinni þegar það er komið myrkur úti er hreint magn- að. Monitor mælir með Á SPILARANUM Í MAGANN Hinsegin dagar í Reykjavíkeru að bresta á og af því tilefni hefur Monitor dregið fram hýru buxurnar til að fagna með þessum lesendahópi, líkt og meginþorri borgarbúa mun gera í Gleðigöngunni á laugardaginn. Monitor þurfti reyndar ekki aðkafa mjög djúpt til að finna sinn innri hýrleika enda eru gleði og glaumur ávallt í fyrirrúmi á Monitor-skútunni. Þar má reyndar finna einn samkynhneigðan sjóliða sem oft otar sínum tota með ágætis árangri. Ef Monitor væri vinur þinn þá gæti þig jafnvel grunað að hann væri skápahommi. Monitor hefur til dæmis mjög gaman að Eurovision og allar stelpur vilja eiga Monitor sem besta vin sinn. Andlit Monitorhefur í 17% tilvika verið samkynhneigt eða transgender á þessu ári og bleikt eða fjólublátt í 22% tilvika. Þá er Monitor skrautlegt og skemmtilegt eins og Páll Óskar og Elton John. Monitor er stolt af þessum hýruhliðum og geymir þær ekki inni í skáp. Eins og fram hefurkomið á Monitor alnafna, pólitíska blaðið Monitor sem gefið er út í Svartfjallalandi. Sá frændi býr ekki við sama frelsi og Monitor á Íslandi. Þar er engin Gleðiganga og í ýmsum ríkjum þar í kring hafa tilraunir til slíks verið barðar niður með ofbeldi. Það er því sérstök ástæða til aðóska landsmönnum öllum til hamingju með Hinsegin daga og með að geta flaggað sínum innri hýrleika á götum úti þessa helgina án vandkvæða. GleðilegtGay Pride! 3fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Sími: 569-1136 Blaðamenn: Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is), Vigdís Sverrisdóttir (vigdis@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Bubbi Morthens Mín dúkka er leggjalöng ljóska Dögunar dúkka er Dökkhærð en hún skiftir örtt á mill Ljósku og dökkhærðar ísabella er hinsvegar upptekin við að singja og gefa sinni að drekka mill veður úti kryrð og friður einhvernvegin yfir öllu 4. ágúst kl. 10:39 Fjalar Þorgeirsson Ef Pape Mamadou Faye og Friðrika Hjördís Geirsdóttir (Rikka) myndu taka upp á því að eignast stúlkubarn saman yrði hún líklega nefnd Paprika. 2. ágúst kl. 9:32 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 Monitor Vikan á... Feitast í blaðinu Gay-over! Haffi Haff tók Bent í gegn og dressaði hann upp í tilefni af Gay Pride. 4 Stíllinn spjallar við hönnuði Made by 3 og gefur góð fegrun- arráð. Karl Berndsen tískulögga með meiru í skemmtilegu viðtali. 8 Fílófaxið tekur saman helstu við- burði helgarinnar á einum stað. 15 Bíófrumsýningar helgarinnar og hvað veistu um leikarann Nicolas Cage? 12 Á SJÓ Herbert Guðmundsson Lífið verðlaunar þá sem gefast ekki upp! 1. ágúst kl. 13:00 Efst í huga Monitor Erpur Eyvindarson gefur út lagið Elskum þessar mellur Monitor á hýru buxunum 6 Vala Grand OMG MY COSTUME FOR GAYPRIDE IS FUCKKING HOTT IF U SEE ME WALKING DOWN TOWN......U BE SHOCKT I AM TELLING U GUYS OMG CANT WAIT TO WEAR IT.ITS SO SEXY ..SO Hafsteinn Thor Gudjonsson Be reddy baby coz me and u are gona be on fire 4. ágúst kl. 6:15 Það er ekkert að skinkum „Skinkurnar eru hressandi á sinn sérstaka hátt,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem hefur sent frá sér lagið Elskum þessar mellur. Að sögn Erps tekur texti lagsins á „skinku-elementinu“ og eins og titillinn gefur til kynna er hann í grófari kantinum. „Það skiptir samt svo miklu máli hvernig þú segir hlutina. Þetta er ekkert öðruvísi en þegar menn fóru með klámvísur á árum áður,“ segir Erpur. Hann minnist í þessu samhengi á lagið Úti í Hamborg með Ragga Bjarna, sem kom út árið 1967, og segir texta þess af svipuðu meiði. Skinku-safarí á Hverfisbarnum og Ólíver „Þetta er bara mjög gott grín. Hlutirnir þurfa ekkert alltaf að vera einhver doktorsgráða,“ segir Erpur. „Skinkurnar eru kannski ekki að fara að ræða við þig um rússneska kvikmyndagerð eftirstríðsáranna. Þær eru að fara að ræða við þig um brúnkuklúta. En það er bara fyndið. Það er eitthvað gott við allt. Hárlengingar, gervineglur og allt þetta dæmi er líka fínt,“ segir Erpur. „Menn eru eitthvað að væla og hata skinkurnar. Skinka er alveg skinka, en það er ekkert að skinkum. Maður kíkir alveg í skinku-safarí á Hverfisbarnum og Ólíver og það er ekkert að því. Maður er ekkert að fara að gifta sig,“ segir Erpur sem hefur einnig stundað skinkurannsóknir erlendis. „Fyrir tveimur vikum kíkti ég til Ródos í þeim tilgangi að skoða atferlisfræði manneskja. Það er merkilegt að skoða allar tegundir mannlífsins. Hin svokallaða mella er líka athyglisverð, þótt maður sé ekkert að fara að giftast henni.“ Strax orðið vinsælt Erpur kveðst meðvitaður um að lagið geti farið fyrir brjóstið á einhverjum, en hann er þó sannfærður um að það eigi eftir að slá í gegn. „Þetta er strax orðið fáránlega vinsælt. Ég var búinn að spila það á tveimur tónleikum þegar allir kunnu viðlagið. Þegar við spilum það verður stemningin alveg vansköpuð,“ segir Erpur og bætir við að myndband sé væntanlegt á netið innan skamms. Elskum þessar mellur verður á nýjustu plötu Erps sem er væntanleg um næstu mánaðarmót. „Það á eftir að taka upp eitt lag og svo þarf ég að velja úr einhverjum 30 lögum. Þetta verður þvílíkt sterk plata. Ég er að velja úr miklu magni af góðum lögum,“ segir Erpur. VIÐLAGIÐ Gervihár og gervineglur, segðu það Erpur Við elskum þessar mellur Við viljum fatafellur, segðu það Erpur Við elskum þessar mellur Elskum dirty gellur hvað hélstu, segðu það Erpur Við elskum þessar mellur Við viljum auðveldar stelpur Við elskum þessar mellur Mynd/Ernir TónlisT, kvikmyndir, sjónvarp, lEikHÚs, lisTir, íÞróTTir, maTUr OG allT annaÐ MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is MONITORBLAÐIÐ 17. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.