Monitor - 05.08.2010, Blaðsíða 10

Monitor - 05.08.2010, Blaðsíða 10
Eru íslenskar konur almennt í góðum málum hvað varðar útlit og umhirðu? Já. Það eina sem mér finnst leiðinlegt, og ég er ekki að setja út á íslenskar konur, er það að þær fara allar svolítið sömu leið að mínu mati. Eins og með klæðnað og annað. En þær eru að vakna. Það hafði enginn talað um aðhaldsfatnað á Íslandi fyrr en við tókum þetta fyrir í sjónvarpsþættinum og Debenhams seldu í kjölfarið heilu brettin af þessu. Núna skilur liðið úti ekki neitt, þeir sem selja fötin hingað til lands. „Hvað kom fyrir Ísland? Eru allar konur í aðhaldi?“. Mér finnst þetta rosalega einkennilegt. Árið er 2010 og það er eins og þær séu nýbúnar að uppgötva aðhaldsföt og brjóstahaldara. Konur vita ekki stærðina á brjóstunum á sér. Þetta þykir mér alveg merkilegt. Ég þori að veðja að hver einasti karlmaður er búinn að mæla á sér liminn. Fyrst þú minnist á það, hvernig eru íslenskir karlmenn að standa sig? Þegar ég er úti í London er ég að sjálfsögðu í allt öðrum heimi en hér. Þegar maður fer út á lífið þar og á klúbbana í þessum gay-heimi tekur maður eftir því að mennirnir þar eru rosalega rugged. Þetta eru bara pjúra karlmenn. Engar geldollur heldur krúnurakaðir og grófir menn. Þegar ég kom síðan heim og sá unga, íslenska karlmenn fannst mér þetta bara samansafn af pjátri. Og þeir eru allir straight. Þetta finnst mér frekar fyndið þar sem ég er sjálfur hárgreiðslumeistari. Þannig að þeir eru að standa sig mjög vel. Það er alltaf verið að tala um að við eigum fallegustu konur í heimi, en við eigum líka glæsilegustu menn í heimi. Þú hefur talað um að það hafi verið erfitt sem samkynhneigður unglingur að fylgjast með fordómum fólks gagnvart samkynhneigð. Finnst þér þetta hafa breyst mikið? Já þetta er bara djók. Svona á þetta að vera. Mér varð eiginlega flökurt að hugsa til þess að einhver hefði meiri réttindi en ég til þess að ganga í heilagt hjónaband í kirkju. Ég er mjög trúaður maður og mér finnst með ólíkindum að einhverjar forpokaðar prestshrúgur skipti sér af því hvað ég geri í rúminu. Ég spyr ekki að því hvað þeir gera í rúminu og hvern djöfulinn kemur þeim það við hvað ég geri í mínu rúmi? Mig langar reyndar ekkert að gifta mig í kirkju og ég hef enga þörf fyrir það að ganga í hjónaband, en ég hef mínar skoðanir á þessu og mér finnst þetta fáránleg hugsun og eiginlega eins og það sé verið að tala um skepnur. Þannig að betur má ef duga skal? Ég tel að það hafi ofboðslega mikil breyting orðið en guð minn góður, það krauma enn fordómar undir niðri eins og áður. Málið er það að það er ekki kúl að vera með fordóma gagnvart þessu. En ef þú flettir upp svuntunum þá eru fordómarnir algjörlega til staðar. Þeir eru bara undir borði. Við höldum alltaf að við séum svo „ligeglad“ og að Ísland sé svo opið og halelúja. En ef einhver reiðist og missir sig aðeins... „you’re gonna get the shit in your face“. En þá fær viðkomandi það líka tvöfalt til baka. Fjórða sería af Nýju útliti verður sýnd í haust á Skjá einum en þangað til mun Karl hafa í nógu að snúast á Beauty barnum, sem hann segir að sé „athvarf fyrir kvenlegt eðli“ og konur á öllum aldri eru hvattar til að heimsækja Karl og leyfa honum að dekra við sig. 10 Monitor FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 Ef þú flettir upp svunt- unum þá eru fordóm- arnir algjörlega til staðar. Þeir eru bara undir borði. Það var það eina sem ég sagði. Ég hefði lagt það á mig að missa nokkur aukakíló ef ég væri að fara að standa fyrir framan milljónir manna.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.