Monitor - 05.08.2010, Blaðsíða 12

Monitor - 05.08.2010, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 stíllinn „Við höfum fengið frábærar viðtökur,“ segir Telma Tryggvadóttir hönnuður skartgripamerkisins Made by 3. Auk Telmu skipa hönnunarteymið Hulda Rós Hákonardóttir og Teresa Tryggvadóttir. Hafa þær ólíka reynslu í farteskinu, ein sem vöruhönnuður, ein úr viðskiptaheiminum og ein úr verslunargeiranum, en allar með brennandi áhuga á fallegum skartgripum og hönnun. Eru þær náinn starfshópur en Telma og Teresa eru systur og hafa verið vinkonur Huldu í fjöldamörg ár. Lærðu af Svíum Teresa er vöruhönnuður að mennt og lærði skartgripagerð hjá sænskum hönnuði. Lærði hún þá allt um hráefni skartgripanna og helstu handbrögð. „Við Hulda urðum hrifnar af þeim skartgripum sem Teresa hafði hannað og vatt hugmyndin þannig upp á sig. Við fórum út í þetta verkefni með því hugarfari að gera það sem okkur þykir fallegt. Við bjóðum upp á nokkrar línur því takmark okkar er að allar konur geti keypt sér skartgripina okkar og notað þá við öll tækifæri, hversdagsleg og fín,“ segir Telma. Á erlendan markað „Við erum með kúnna á öllum aldri, frá tvítugu upp í 70 ára og eldri svo það má segja að við hönnum fyrir konur á öllum aldri,“ segir Telma. „Við viljum hafa skartgripina vandaða og notum ekta hráefni í flest allt sem við gerum. Verðlagið er mjög gott og ætti að höfða til allra.“ Hafa þær stöllur nú framleitt sjö skartgripalínur og munum við eflaust sjá meira frá þeim. „Við stefnum á að fara út fyrir landsteinana og erum komnar með ýmsa möguleika sem við erum að skoða. Við ætlum að halda áfram að stækka og styrkja okkur sem vörumerki,“ segir Telma. FALLEG HÚÐ Húðina, elsku húðina, stærsta líffærið okkar er mikilvægt að annast vel. Öll erum við með ólíkar húðgerðir og glímum við ólík vandamál varðandi húðina. Stíllinn kynnti sér umhirðu húðar til hins ýtrasta og deilir með þér, lesandi góður. fegrunarráð FEIT HÚÐ Hvernig er feit húð? Feit húð er gjarnan þykkari en þurr húð og glansar. Fitukirtlarnir eru „ofvirkir” og svitaholur oft sýnilegar. Húðin er mjög opin og því eru fílapenslar og bólur algeng vandamál. Hvernig skal hreinsa feita húð? Mjög mikilvægt að hreinsa húðina vel kvölds og morgna, ekki sofa með farðann! Notið farðahreinsi í formi sápu eða gels. Toner er góður fyrir feita húð. Góð ráð fyrir feita húð: • Gufubað er sérstaklega gott fyrir feita húð. Heitt bað eða liggja með heitan þvottapoka yfir andlitinu virkar líka. • Ekki gleyma að bera rakakrem á feita húð. Húð getur verið þurr um leið og hún er olíukennd. Gott að nota létt krem og bera þunnt lag á. ÞURR HÚÐ Hvernig er þurr húð? Þurr húð er gjarnan þunn og stíf. Svitaholurnar lokaðar og því eru fílapenslar yfirleitt ekki vandamál. Eftir hreinsun á húðinni verður hún strekkt stíf. Meiri líkur á hrukkum ef ekki er hugsað um þurra húð. Hvernig skal hreinsa þurra húð? Gott að nota mjólkur- hreinsi eða kremhreinsi til að þvo farðann af. Mikilvægt að nota þykkt rakakrem kvölds og morgna. Ekki nota of mikið rakakrem, gott að bera létta umferð á andlit og háls, bíða í nokkrar mínútur og bera þá heldur aftur ef húðin er enn strekkt. Góð ráð fyrir þurra húð: • Bera þunnt lag af olíu á húðina fyrir svefn. • Þurr húð er viðkvæm fyrir sól og kulda, kaupið rakakrem með sólarvörn. BLÖNDUÐ HÚÐ Hvernig er blönduð húð? Blönduð húð er algengasta húðgerðin. Getur verið feitt svokallað T-svæði og þurrar kinnar eða jafnvel fita í kinnum og þurrt T-svæði. Hvernig skal hreinsa blandaða húð? Best er að hugsa um blandaða húð eftir vandamálum þínum. Séu bólur og fílapenslar þitt helsta vandamál skaltu notast við upplýsingar um feita húð. Séu þín helstu vandamál þurrku- blettir og lokaðir svitakirtlar skaltu lesa um þurra húð. Maski 1 eggjarauða 1 msk hunang 3-4 msk hafrar Hræra eggjarauðu og hunangi saman, bæta höfrum við. Láta liggja á andliti í 15 mínútur. Þvo af með heitu vatni. Maski 1 avocado 3 tsk hunang 1 msk sítrónusafi ½ tsk mjólk Blanda saman og bera á andlit. Láta liggja í 15 mínútur. Þvo af með heitu vatni. HÚÐVÖRURNAR FRÁ CLINIQUE ERU MJÖG VINSÆLAR FALLEG HÚÐ ER EKKI KEYPT ÚTI Í BÚÐ HULDA RÓS OG TELMA HANNA SKART- GRIPI UNDIR MERKINU MADE BY 3 Mikill uppgangur hefur verið í íslenskri hönnun upp á síðkastið og vakti nýtt skart- gripamerki athygli Stílsins á dögunum. Hönnuðir merkisins Made by 3 eru þrjár tískuskvísur með ólíka reynslu í farteskinu. MADE BY 3 VÖRURNAR MÁ SKOÐA OG KAUPA Á HEIMASÍÐUNNI WWW.MADEBY3.IS Nýir straumar í skarti Mynd/Ómar

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.