Monitor - 05.08.2010, Blaðsíða 14

Monitor - 05.08.2010, Blaðsíða 14
kvikmyndir Hæð: 189 sentimetrar. Besta hlutverk: Doctor Octopus í Spider-Man myndunum. Skrýtin staðreynd: Faðir hans er spænskur og móðir hans ítölsk, en fjölskyldan bjó þó í Englandi lengst af. Blandaður bakgrunnur hans hefur gert það að verkum að hann hefur leikið persónur af næstum hvaða uppruna sem er. Eitruð tilvitnun: „Ég elska að leika illmenni“. 1953Fæðist 24. maí íLondon á Englandi. 1980Eignast dótturinaRachel sem er eina barn hans. 1981Þreytir frumraunsína á hvíta tjaldinu þegar hann leikur smáhlutverk í Indiana Jones- myndinni Raiders of the Lost Ark. 1986 Kvænist núverandi eiginkonu sinni, rithöfund- inum og leikkonunni Jill Gascoigne. Hún er fædd árið 1937 og er 16 árum eldri en hann. Þau eiga engin börn saman, en eiga börn úr fyrri samböndum. 1987Leikur í myndinniPrick Up Your Ears og kemur sér á kortið. 1999Leikur aukahlut-verk í hinni frábæru Magnolia. Tveimur árum fyrr leikur hann í Boogie Nights, en báðar myndirnar eru eftir Paul Thomas Anderson. 2002Leikur DiegoRivera, eiginmann listakonunnar Fridu í sam- nefndri mynd. Hlýtur mikið lof fyrir og fjölda verðlauna- tilnefninga. 2004 Leikur illmennið Doctor Octopus í stórmyndinni Spider-Man 2. Leikstjórinn Sam Raimi valdi Molina í hlutverkið eftir að hafa séð hann í Frida. 2010Tekur að sérað leika í sjón- varpsþáttunum Law & Order: Los Angeles. Verið er að fram- leiða þættina um þessar mundir og hefja á sýningar í september. Alfred Molina FERILLINN 14 Monitor FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 Frumsýningar helgarinnar The Sorcerer’s Apprentice Leikstjóri: Jon Turteltaub. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Jay Baruchel, Alfred Molina, Teresa Palmer og Monica Bellucci. Lengd: 111 mínútur. Dómar: IMDB: 6,4 / Metacritic: 4,6 / Rotten Tomatoes: 41% Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Sambíóin Kringlunni, Sambíóin Keflavík og Sambíóin Akureyri. Balthazar Blake (Cage) er öflugur seiðkarl sem býr í New York og reynir að verja borgina gegn illum öflum erkióvinar síns (Molina). Balthazar fær ungan mann að nafni Dave (Baruchel) í lið með sér og ákveður að kenna Dave á alvöru galdra svo þeir geti bjargað heiminum. Popp- korn Will Ferrell er sagður hafa í hyggju að framleiða og leika í kvikmynd sem verður alfarið á spænsku. Myndin mun heita Casa di mi Padre, eða Heimili föður míns, en óljóst er um hvað hún mun fjalla. Velta menn því nú fyrir sér hvort grín Ferrells mun ná í gegn til bandarískra aðdáenda ef þeir þurfa að lesa texta til að skilja það. Sætabrauðs- drengurinn James Franco mun fara með aðalhlutverk myndar sem ber nafnið 127 Hours og verður leikstýrt af Danny Boyle, sem síðast leikstýrði stórmyndinni Slumdog Millionare. Myndin, sem er sannsöguleg, fjallar um mann sem fyrir nokkrum árum festi hönd sína undri grjóti við klettaklifur og neyddist til að sarga hana af sér með vasahníf. Er áætlaður frumsýningardagur 5. nóvember næstkomandi en þó hefur ekkert kynningarefni verið gefið út enn. Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára og líta út fyrir að vera tíu ára, þá finnst söngvaranum Justin Bieber kominn tími til að deila sögu sinni en ævisaga á prenti mun ekki nægja. Ævisöguleg kvikmynd mun vera í bígerð þar sem því verður gerð góð skil hvernig hann skaust upp á stjörnuhimininn með aðstoð Youtube. Þá verður myndin að sjálfsögðu í þrívídd. Sviðsskrekkur hrjáir ekki bara hina óvönu. Whoopi Goldberg segist vera svo stressuð að hún ætli að vera með bleyju þegar hún stígur á svið í söngleiknum Sister Act á Broadway á næstunni. Þar mun hún leika hlutverk yfirnunnunnar, semsagt ekki sama hlutverk og hún lék í myndinni frægu fyrir 18 árum. Vinsældir söngleiksins hafa dalað og standa vonir til að þátttaka Whoopi muni bjarga deginum. Fíllinn Babar mun fljótt bætast í hóp þeirra gamlakunnu teiknimynda- persóna sem fá um sig bíómynd. Það eru tveir af framleiðendur Twilight myndanna sem fengu þessa hugmynd en fílakóngurinn Babar kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1931 og hafa teiknimyndir um hann verið þýddar á 19 tungumál. Í NEW YORK ER MIKIÐ UM AÐ UNGIR MENN HANGI MEÐ SEIÐKÖRLUM ÚTI Á GÖTU Ljóti andarunginn og ég Leikstjóri: Michael Hegner og Karsten Kiilerich. Leikraddir: Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Björgvin Frans Gíslason, Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Rósa Guðný Þórsdóttir. Lengd: 89 mínútur. Dómar: IMDB: 5,7 Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó. Teiknimynd með íslensku tali. Lauslega byggð á hinu sígilda ævintýri um litla ljóta andarungann. Íslensk talsetning fór fram í Stúdíó Sýrlandi undir stjórn Páls Ólafssonar og Rósu Guðnýjar Þórsdóttur. 1Fyrir hvaða kvikmynd hlaut hannÓskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki? 2Hvaða leikkona var fyrstaeiginkona hans? 3Í hvaða kvikmyndlék hann glæpamanninn Castor Troy? 4Hvert er raunverulegteftirnafn hans? 5Í hvaða mynd Coen-bræðra frá 1987 lék hann aðalhlutverkið? 6Dóttur hvaða fræga söngvarakvæntist hann árið 2002? 7Hvað heitir persónan sem hannleikur í myndinni Kick-Ass? 8Í hvaða mynd frá árinu 2002 lék hannhandritshöfundinn Charlie Kaufman og hlaut Óskarstilnefningu fyrir? 9Hvað er núverandi eiginkonahans, Alice Kim, mörgum áratugum yngri en hann? 10Í hvaða hasarmynd lékhann á móti Angelinu Jolie árið 2000? Hvað veistu um... Nicolas Cage? 1.LeavingLasVegas,2.PatriciaArquette,3.Face/Off,4.Coppola,5.RaisingArizona,6.ElvisPresley (LisaMariePresley),7.BigDaddy,8.Adaptation,9.Tveimur,10.Gonein60Seconds. Kvikmyndatímaritið Empire hefur valið kvikmyndina Heat bestu endurgerðu mynd allra tíma. Heat hét upphaflega L.A. Takedown og var gerð fyrir sjónvarp, en hún var sýnd á NBC árið 1989. Michael Mann, sem skrifaði handritið að myndinni og leikstýrði henni, var ekki sáttur við útkomuna og ákvað að endurgera hana. Heat var svo frumsýnd árið 1995. Heat þykir ein besta spennumynd allra tíma og skartar hún úrvalsleikurum á borð við Al Pacino, Robert De Niro, Jon Voight og Val Kilmer í aðalhlutverkum. Er þetta fyrsta kvikmyndin sem inniheldur senu með Pacino og De Niro, en áður höfðu þeir leikið í Godfather 2 án þess þó að birtast saman í senu. Heat besta endurgerðin 10 bestu endurgerðir að mati Empire 1. Heat (1995) 2. The Thing (1982) 3. The Fly (1985) 4. Some Like it Hot (1959) 5. Cape Fear (1991) 6. The Departed (2006) 7. Ocean‘s Eleven (2001) 8. Twelve Monkeys (1995) 9. His Girl Friday (1940) 10. The Magnificent Seven (1960) AL PACINO Í HLUTVERKI SÍNU Í HEAT

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.