Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 02.09.2010, Qupperneq 3

Monitor - 02.09.2010, Qupperneq 3
Yoyo er glæný ísbúð á Nýbýlavegi 18 sem býður upp á jógúrtís í tugum mismunandi bragðtegunda. Þú útbýrð þinn ís sjálfur en svo er hann vigtaður og greitt eftir vigt. Þú þarft ekki að spara ísinn því hann er fitulaus og verðið kemur líka á óvart. Frú Berglaug er nýlegur veitingastaður á Laugavegi 12 þar sem lagt er upp úr gamaldags- stemningu, t.d. með þernubúningum þjónustu- stúlknanna. Þar er bæði hægt að sitja og spjalla yfir kaffibolla eða fá sér almennilega í svanginn. T.d. hrefnusteik eða plokkfisk. Engrish.com hefur að geyma hundruði fyndinna þýðingarvilla sem sést hafa á ýmsum skiltum eða varningi frá Asíu. Þar má finna margt sem kitlar hlátur- taugarnar. Monitor mælir með Í MAGANN Í MAGANN Sunnudagurinn 29. ágúst 2010 var mikillsorgardagur í sögu íslensku þjóðarinnar. Þá greindi Bubbi Morthens frá því að hann ætlaði að taka sér hlé frá Facebook. Þetta þýðir að landsmenn munu ekki geta haldið áfram að ylja sér og gleðjast yfir óborganlegum stöðuuppfærslum Bubba. Oft hefur Bubbi verið kallaður kóngurinn og Facebook er sannarlega ríki hans. Lesendur Monitor hafa væntanlega tekiðeftir því að Bubbi hefur verið tíður gestur í liðnum Vikan á Facebook hér til hliðar. Bubbi hefur raunar átt 19 stöðuuppfærslur í þeim 20 blöðum sem hafa komið út til þessa, en það er heimsmet. Brotthvarf hans frá Facebook er því mikil blóðtaka fyrir Monitor og að sjálfsögðu alla íslensku þjóðina. Monitor biðlar til Bubba aðendurskoða ákvörðun sína og koma aftur á Facebook. Íslenska þjóðin þarfnast þín. 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Sími: 569-1136 Blaðamenn: Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is), Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Monitor Feitast í blaðinu Vala Grand er flutt til foreldra sinna í Keflavík og er farin að deita á fullu. 4 Gói var laminn fyrir að vera leikhúsnörd þegar hann var krakki. Sjóðheitir sjónvapsþættir sem eru væntanlegir í haust skoðaðir. 8 Hjörvar Hafliðason knattspyrnumaður og sjónvarpsstjarna þreytir Lokaprófið. 15 Stíllinn tekur fyrir pin-up tískuna og skoðar nýja skólínu hjá Einveru. 12 Efst í huga Monitor 6 Bubbi Morthens ER FARINN Í FÉSBÓKAR PÁSU KVEÐ ALLA MEÐ ÞÖKK FYRIR Sunnudagur 29. ágúst kl. 15:59 Á VEFNUM Bubbi Morthens Mold Mold Mold áburður sól sól hjólburur sviti lykt af súrefni Lífið. 30. apríl kl. 10:48 Bubbi Morthens Sólin kisti mig í morgun ég tók hana í fangið og hvíslaði pabbi elskar þig hún horfði á mig brúnum augum brosti og sagði at Búið 5. apríl kl. 08:28 Bubbi á... Bubbi Morthens Lífið kom til hans í þessum Fyrsta andardrætti sem skilur á milli? 10. júní kl. 21:53 Bubbi Morthens Öllum má vera það ljóst að það er munur á ljósi og ljósi. 8. júní kl. 07:30 Bubbi Morthens Að reina sannfæra mann um að Guð sé ekki til er álíka að Reyna drekka sand. 20. júní kl. 21:57 Bubbi Morthens Standa á bekknum umvafin grænni birtu með heiðina á móti sér heiðinn þakin blómum og berjalyngi áin niðar. Grænblár Þungur straumurinn ber með sér orð frá liðnum tíma og allt er gott. 9. ágúst kl. 19:36 Guðmundur Reynir Gunnarsson er einn af lykilmönnum KR í Pepsi- deildinni í knattspyrnu, en hann kann fleira en að tækla menn í spað í þverröndótta búningnum. Í næstu viku gefur hann út sína fyrstu plötu undir gælunafni sínu, Mummi. „Þetta er svona píanópopprokk, ekki ósvipað Coldplay og eitthvað út í Elton John og Billy Joel,“ segir Mummi til útskýringar á verkinu, en hann er sprenglærður píanóleikari. Platan hefur fengið nafnið Various Time in Johnny‘s Life. „Þetta er þemaplata sem fjallar um mitt fyrra líf. Hún fjallar sem sagt um persónuna Johnny, sem var ég í fyrra lífi, og textarnir segja sögu frá ýmsum atburðum sem áttu sér stað í því lífi,“ segir Mummi. Létt skot frá liðsfélögunum Mummi hefur litlar áhyggjur af því hvort platan komi til með að njóta vinsælda, en telur að lög af henni eigi vel heima í útvarpinu. „Ég hef fengið ágætis viðbrögð frá þeim sem hafa heyrt þetta, en síðan er bara að bíða og sjá. Ég er fyrst og fremst að gefa þetta út upp á gamanið fyrir mig,“ segir Mummi. Hann kvartar ekki yfir viðbrögðum liðsfélaga sinna í KR við tónlistinni. „Þeir taka þessu bara ágætlega. Þeir eru margir búnir að heyra þetta og líst bara vel á held ég. Þeir eiga auðvitað til að skjóta eitthvað á mig, en það er bara á léttu nótun- um,“ segir Mummi, en neitar því að lög hans séu mikið spiluð í búningsklefanum. „Það hefur komið fyrir, en þetta er kannski ekki beint tónlist til þess að koma sér í gírinn fyrir leiki.“ Ólympíufari í stærðfræði Mummi hóf nám í hagfræði við HÍ síðasta vetur og segir að stefnan sé að ljúka því ef hann flytur heim frá Svíþjóð, en þar er hann samningsbundinn félaginu GAIS frá Gautaborg og er aðeins hjá KR í láni. Mummi er nefnilega ekki bara að gera það gott í boltanum og tónlistinni, heldur er hann fantagóður námsmaður. Hann útskrifaðist sem semídúx frá MR og hefur þrívegis keppt fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í stærðfræði erlendis. „Mér gengur vel í skóla, við skulum bara orða það þannig,“ segir Mummi hógvær þegar blaða- maður Monitor vill stimpla hann undrabarn og ofurheila. Hann segir stemninguna í kringum stærðfræði- keppnirnar og knattspyrnuna talsvert ólíka. „Það er óhætt að segja að fótboltamennirnir séu aðeins steiktari. Það er fínt að skipta á milli hópa, maður getur ekki hangið með sömu gaurunum alla daga.“ En hvað ætlar hinn fjölhæfi Mummi að verða í framtíðinni? „Fótboltinn er í fyrsta sæti núna, en eftir það veit ég ekki hvað tekur við,“ segir hann rólegur. Lítið spilaður í búningsklefanum Mynd/Eggert Kóngurinn kveður Fésið INFÓ Guðmundur Reynir Gunnarsson Gælunafn: Mummi. Fyrstu sex: 21.01.89. Hverfi: Seltjarnarnes. Menntaskóli: MR. Fílar í tónlist: Coldplay, Elton John og Radiohead koma fyrst upp í hugann. Uppáhaldsplatan mín er OK Computer með Radiohead. Fílar í boltanum: Ég er Liverpool-maður. Gerrard og Torres eru flottir saman. Fílar í stærðfræðinni: Rúmfræðin er frábær og Pýþagoras er í algjöru uppáhaldi! KR-ingurinn Mummi gefur út sína fyrstu plötu, Varous Times in Johnny‘s Life FÓTBOLTAMENN Í TÓNLIST Mummi er ekki eini knattspyrnumaður Pepsideildarinnar sem er á kafi í tónlistinni. Ingó úr Veðurguðunum spilar á miðjunni hjá Selfyssingum og Jón Jónsson, sem gaf nýverið út lögin Lately og Kiss in the Morning, varð bikarmeistari með FH á dögunum. Nú er bara að bíða eftir því að þeir þrír rotti sig saman og stofni bandið Sparktónar. „Ég er klár hvenær sem er,“ segir Mummi og hlær. GREATEST HITS facebook.com/mummimusic Það eru sjö myndir af Bubba Morthens á þessari blaðsíðu.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.