Monitor - 02.09.2010, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Monitor
Kvikmyndin Ég er
sjúk í Coming to
America með Eddie
Murphy enda er
það klárlega ein
skemmtilegasta gamanmynd fyrr
og síðar. Hún inniheldur ódauðlegar
línur á borð við: „When you think
of trash, think af Akeem!“ Mynd
sem allir verða að eiga. Snilld á
sunnudögum!
Sjónvarpsþátturinn
Arrested Develop-
ment er tóm gleði.
Þættirnir voru sýndir
um stuttan tíma hér á
landi en eru ekki lengur framleiddir,
þó von sé á bíómynd eftir þeim.
Snillingar á borð við unglinginn
George Michael sem vinnur við að
selja frosna banana og er skotinn í
frænku sinni eiga sér engan líka.
Bókin Algjört Æði
eftir Esther Blum er
snilldar píubók með
upplýsingum um
nánast hvað sem er. Kynlíf, mat og
útlit! Vissu þið að hörfræ eru góð
fyrir konur sem eiga erfitt með að
blotna?
Platan Animal með
Miike Snow. Er búin
að hlusta hana í allt
sumar og get ekki fengið
leið á henni. Ég heyrði
einhverstaðar að hann komi
kannski á Airwaves. Vá þá
pissa ég sko í mig af gleði!
Vefurinn Klárlega
baggalutur.is til að
hlæja og ellahelga.
blog.is til að slefa, en
það er dásamalegt og
heilsusamlegt matablogg.
Staðurinn Prikið.
Dásamleg þjónusta,
enn betra rauðvín
og gott pláss til að
spila. Þar sitjum
við vinirnir oft og spilum og
hlæjum fram á kvöld.
Síðast en ekki síst
» Tobba Marínósdóttir, fjölmiðlaprinsessa, fílar:
LOKAPRÓFIÐ
| 2. september 2010 |
skólinn
BIGGIBIX OG SING
FOR ME SANDRA
Sódóma
21:00 Biggibix og Sing for meSandra leiða saman hesta
sína á tónleikum á Sódómu. Miðaverð er
1.000 krónur.
MELCHIOR
Rosenberg
21:30 Hljómsveitin Melchiorfagnar því að allar gömlu
vínylplötur koma nú út í stafrænu formi.
Gestasöngkona er engin önnur en Helga
Möller.
DRAUMHVÖRF
OG FÉLAGAR
Faktorý
22:00 Hljómsveitirnar Draumhvörf,Mikado og Two tickets
to Japan halda tónleika á Faktorý. Húsið
opnar klukkan 21 en tónleikarnir hefjast
stundvíslega klukkan 22.
fílófaxið
fimmtudagur 2sept
föstudagur 3sept
laugardagur
NORÐLENSK
TÓNLISTARVEISLA
Menningarhúsið Hof, Akureyri
20:00 Nokkrar hljómsveitir ættaðarað norðan koma saman á
tónleikum. Þær eru Hvanndalsbræður, Helgi
og hljóðfæraleikararnir, Heflarnir og Bara-
flokkurinn. Miðaverð er 2.400 krónur.
HEIMKOMUTÓNLEIKAR
Sódóma
22:00 Hljómsveitin Who Knewer komin heim eftir
tónleikaferðalag um Evrópu. Að því tilefni
halda þeir tónleika á Sódómu ásamt Nolo,
Quadruplos og On Jupiters orbit. Miðaverð er
500 krónur.
ÞUNGAVIGTARTÓNLEIKAR
Faktorý
23:00 Hljómsveitirnar We MadeGod, Wistaria, Moldun og
Hylur spila á tónleikum á Faktorý. Húsið
opnar klukkan 22 en tónleikarnir byrja
klukkan 23. Miðaverð er 500 krónur.
BÚDRÝGINDI
Venue
23:00 Hljómsveitin Búdrýgindikemur fram á tónleikum í
fyrsta sinn um nokkra hríð en ásamt þeim
munu Sing for me Sandra stíga á svið.
Aðgangur er ókeypis.
4
sept
UPPHITUN FYRIR PARTY
ZONE
Kaffibarinn
14:00 Tuttugu ára afmæli PartyZone verður fagnað allan
daginn á Kaffibarnum. Plötusnúðar úr
þáttunum munu spila fyrir viðstadda allt til
klukkan 20. Aðgangur er ókeypis.
ÓLAFUR ARNALDS
Havarí, Austurstræti
16:00 Plötubúðin Havaríhefur haldið tónleika á
laugardögum síðustu misseri og í þetta sinn
er það Ólafur Arnalds sem kemur fram.
FÚSI Í 90 ÁR
Salurinn, Kópavogi
17:00 BergþórPálsson,
Sigrún Hjálmtýsdóttir
og Jónas Ingimundarson
heiðra minningu Sigfúsar
Halldórssonar sem hefði
orðið 90 ára þann 7. september.
Miðaverð er 2.900 krónur.
GÁMAN TRÍÓIÐ
Menningarhúsið Hof, Akureyri
20:00 Hið danska Gámantríó tvinnar saman
gamla norræna alþýðutónlist og nýjar
tónsmíðar. Hópurinn hefur leikið víða á
Norðurlöndunum og vakið töluverða athygli.
Miðaverð er 1.000 krónur.
PARTY ZONE 20 ÁRA
Nasa
22:00 Útvarpsþátturinn Party Zonefagnar 20 ára afmæli sínu
í samvinnu við Rás 2, Icelandair og Corona.
Fram koma Gus Gus, Rythmdoctor, Margeir
& Árni E, Human Woman live og Casanova.
Aldurstakmark er 20 ár og miðaverð er 2.500
krónur.
ÓKIND
Faktorý
23:00 Hljómsveitin Ókind blæs tiltónleika eftir langa fjarveru
en gítarleikarinn Jón Þór úr hljómsveitinni
Lödu Sport mun hita upp. Húsið opnar
klukkan 22 en tónleikarnir hefjast klukkan
23. Aðgangur er ókeypis.
Í SVÖRTUM FÖTUM
Hvítahúsið, Selfossi
23:00 Hljómsveitin Í svörtumfötum kemur fram ásamt
Friðrik Dór á fyrsta haustballi ársins í
Hvítahúsinu á Selfossi. Aldurstakmark er 18
ár og tónleikarnir hefjast klukkan 23.