Monitor - 25.11.2010, Page 9
Var draumurinn alltaf að stofna reggíhljómsveit? Í
rauninni ekki en ég var með öðruvísi áherslur í þessu
en margir aðrir. Ég hef alltaf metið gæði ofar hljóðstyrk
og hef ekki gaman af öskrandi rokki. Ég til dæmis fílaði
aldrei Metallica, annað en allir á mínum aldri. Þá var
ég bara að hlusta á einhverja karlakóramúsík. Ég var
búinn að læra á saxófón og blokkflautu en þegar ég
fermdist fór ég að sjálfsögðu að læra á gítar. Um svipað
leyti var ég farinn að glamra aðeins á píanóið. Í kringum
bílprófsaldurinn hugsaði ég svo með mér: Ég verð að
spila á Hammond orgel og verð ekki í friðnum fyrr en ég
fæ mér eitt slíkt.
Hlustaðirðu aldrei á 2 Unlimited? Ég komst ekki hjá því
reyndar en sú tónlist var ekki beint af mínu sauðahúsi.
Ég kann samt að meta mjög vítt spektrúm í tónlist, ég
hlusta ekki bara á reggí. Ef það er gott skal ég gefa því
sjéns, ef það er drasl má það bara vera heima hjá sér.
Hvernig kom nafnið Hjálmar til? Það kom upp á
Reykjanesbrautinni eins og svo margt. Á þeirri leið
koma upp frábærar hugmyndir eins og Rúnar Júlíusson
samdi lag um. Við vorum á leiðinni í einhverja upptöku-
sessjón fyrir fyrstu plötuna og köstuðum á milli okkar
einhverjum nöfnum og römbuðum einhvern veginn á
nafnið Hjálmar. Hin nöfnin var ekki einu sinni vert að
muna.
Hvernig kunnirðu við þig á Jamaíka? Mjög vel. Við
vorum þarna í tíu daga og unnum í fimm daga. Hina
dagana vorum við bara að tjilla. Þetta er ofboðslega
falleg eyja en þar er mjög mikil örbirgð, svo þetta var
bæði æðislegt og hræðilegt. Mér fannst margt mjög skylt
með Jamaíka og Íslandi.
Eins og hvað? Þetta eru báðar eyþjóðir og eyjaskeggjar
virtust hafa mikinn áhuga á umhverfinu, annað en til
dæmis Bandaríkjamenn sem ég hitti á Ítalíu sem vissu
ekki hvar Ísland væri. Eldgamall maður í stúdíóinu sem
virtist vera nær dauða en lífi spurði hvaðan við værum
og sagði svo: Já, er ekki mikil efnahagskreppa þar um
þessar mundir?
Var þetta pílagrímsferð reggítónlistarmannsins?
Auðvitað. Það var ótrúlegt að sjá staðina sem við vorum
að taka upp á því sagan er uppi um alla veggi þarna. Bob
Marley var að syngja á þessum stöðum.
Myndirðu vilja vinna við eitthvað annað en tónlist?
Ég væri til í að rækta grænmeti og vera með hænsn.
Eitthvað svona lítið. Ég væri ekki til í að vera með kindur
heldur bara garð þar sem ég get ræktað mitt eigið. Þá
gæti ég sinnt tónlistinni á kvöldin og vökvað á daginn.
Þú hefur verið þekktur fyrir gríðarsítt skegg. Hvað
varstu lengi að safna því? Skeggið kemur og fer eins og
hárið. Ég held ég hafi byrjað að safna þegar mér byrjaði
að vaxa skegg. Það tekur alveg lúmskt langan tíma að
safna löngu skeggi, jafnvel hátt í tvö ár. Myndböndin af
Hjálmum á YouTube sýna skeggið og þróun þess vel.
Finnurðu fyrri auknum áhuga hjá kvenþjóðinni eftir
að Hjálmar slógu í gegn? Ég veit ekki með það en ég
heyrði einhverja tölfræði um daginn sem fullyrti að 75%
af þeim sem kaupa plötur á Íslandi séu húsmæður yfir
fertugu. Af minni reynslu hefur konan yfirleitt fjárráðin
svo ég gæti kannski túlkað góða plötusölu sem aðdáun
kvenna á mér.
Hjálmalagið Ég vil fá mér kærustu sló í gegn á sínum
tíma. Ertu loksins kominn með kærustu? Já, það
gerðist einmitt fljótlega eftir að lagið kom út. Við erum
búin að vera saman í einhver fimm ár og eigum von á
milli-jóla-og-nýárs-barni.
Mun barnið verða yngsta manneskja á Íslandi til að fá
dredda? Það held ég nú ekki. Ég er ekki einu sinni sjálfur
með svoleiðis.
Hjálmar fengu viðurkenningu á degi íslenskrar tungu
nýverið. Var það markmiðið allan tímann? Reyndar
ekki en við tókum samt meðvitaða ákvörðun um að
syngja bara á íslensku þegar við fórum af stað.
Finnst þér pirrandi þegar íslenskar hljómsveitir syngja
á ensku? Mér finnst það ekkert meira pirrandi en að
fólk sé að gera drasl yfir höfuð. Fyrir mér þýðir þetta
samt ekki neitt því ég veit að þessir menn eru Íslend-
ingar og þeir eru bara að búa til eitthvað sem mér finnst
alltaf vera einhver meikfílingur í.
Kæmi þá ekki til greina að skipta yfir í enskuna, skíra
hljómsveitina Helmets og reyna að meika það úti? Ég
myndi halda að það yrði orðinn pínu þunnur þrettándi.
Hvernig var að alast upp í Njarðvík? Það var rosalega
gott. Ég bjó lengst af í Innri-Njarðvík sem er fyrsta
byggðin sem þú kemur að eftir Vogana. Ég átti heima
alveg niður við sjóinn og það var mjög gott að vera
þarna sem krakki.
Hvernig unglingur varstu? Ég var voðalegur prófessor.
Ég hafði mikinn áhuga á tónlist frá barnæsku og var
mikið að berja pottana hjá ömmu. Ég vissi eiginlega al-
veg frá upphafi að ég ætti eftir að verða tónlistarmaður.
Æfðirðu einhverjar íþróttir? Nei, mig langaði það aldrei.
Ég var mjög mjór og pínulítið brothættur því ég var líka
langur. Vöðvamassi og annað fór í að lengjast frekar
en að massast upp. Ég var að skoða myndir sem voru
teknar af mér fyrir tíu árum síðan og þá var ég ennþá
rosalega mjór en núna er ég kominn með smá bumbu.
Verandi úr Njarðvíkunum var mikið suðað í mér að
koma í körfubolta en ég hafði aldrei mikinn áhuga á því.
Það var stungið upp á að ég myndi bara standa undir
körfunni með hendurnar upp í loft. Þessir strákar voru
alltaf miklu meiri jaxlar en ég. Mér fannst svo vont að
standa í þessu.
Hefurðu lært mikið í tónlist? Nei, ég get ekki sagt
það. Áhuginn vatt upp á sig og einhver náttúrulegur
skilningur á framvindunni kom sér mjög vel fyrir mig.
Þetta er ekki beint eins og að kubba því þar geturðu
séð grunninn og skoðað heildarmyndina. Músíkin
flæðir áfram og ef þú ert í C-dúr er lógískt að eftir það
komi eitthvað annað. Þegar ég var í tónlistarskóla vildu
kennarar bara að ég horfði á nóturnar en ég las titilinn
á laginu og vildi frekar reyna að spila eftir eyranu. Ég
gafst upp á tónlistarskólanum eins og ég gafst upp á
Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Af hverju gafstu upp á fjölbrautaskólanum? Út af
leikfiminni. Það átti að skikka mig í leikfimi og ég sagði
bara: Hingað og ekki lengra, ég er hættur!
Er tónlistin í blóðinu? Pabbi hefur sungið mikið í
gegnum tíðina í kórum og í kirkjunni. Mamma er
píanókennari og organisti svo það voru alltaf hljóðfæri
á heimilinu.
Bróðir þinn er einmitt Guðmundur Óskar í Hjaltalín.
Keppið þið í tónlist? Verandi stóri bróðir má ég kannski
ekki segja margt um það en það er alltaf heilbrigð
samkeppni á milli okkar. Við erum rosa góðir vinir og
allt það en maður verður að vera á tánum. Það þýðir
ekki að láta litla bróður taka fram úr.
Hvað er framundan hjá þér? Ein hugmyndin er að
fara næsta sumar á túr um Evrópu og taka upp nýja
Hjálmaplötu. Tíu lönd, tíu stúdíó, tíu lög. Þetta er samt
ennþá bara á teikniborðinu.
Hver eru helstu áhugamálin fyrir utan tónlistina? Ég er
smá mótorhjólakarl og við ætlum einn daginn að gera
mótorhjólarokkplötu og erum komnir með nafnið á
plötuna, Bestu keðjur.
Hefurðu einhvern tímann slasast á mótorhjólinu? Ég
hef einu sinni lent í árekstri og þá var keyrt yfir hausinn
á mér. Sem betur fer slapp ég nánast heill og tognaði
bara í úlnliðnum.
Hvort myndirðu frekar vilja láta henda þér í gryfju
með tveimur ljónum eða í vatnstank með hákarli? Að
því gefnu að það sé munur á kúk og skít myndi ég reyna
að vera í liði með Íslandi, hugsanlega gangandi í ESB og
vera gullfiskurinn sem dettur í hákarlabúrið.
Hvað er það ógeðslegasta sem þú hefur séð á Inter-
netinu? Það hlýtur að vera kallinn í réttstöðulyftunni.
Hann var með einhver ógeðslega stór lóð að lyfta og
hringvöðvinn hélt ekki.
Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is
Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is
9FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Monitor
Langar í hænsn
Sigurð Guðmundsson eða Sigga í Hjálmum eins og hann er oft kallaður þarf vart að
kynna. Siggi er sólkonungur á Diskóeyjunni, að gefa út jólaplötu, spilar í reggíhljómsveit
og á von á milli-jóla-og-nýárs-barni svo það er nóg um að vera hjá honum þessa dagana.
Monitor náði þó í skeggið á honum og fékk að forvitnast um tónlistina, Jamaíka, græn-
metisræktun og unglingsárin.
og að rækta mitt eigið
HRAÐASPURNINGAR
Fyrstu sex? 150378
Leyndur hæfileiki? Snilldarkokkur.
Besti draumur sem þig hefur dreymt?
Við skulum ekki tala um það.
Uppáhaldsjólasveinn? Stekkjastaur. Ég
hef oft leikið hann.
Uppáhaldsmatur? Nýr íslenskur
þorskur.
Besti sjónvarpsþátturinn? Allt
David Attenborough safnið eins og það
leggur sig.
Mesti veikleiki? Ég er pínu meðvirkur.
Mest pirrandi hljóð í heimi? Feedback
sem kemur þegar einhver vitleysingur
fer með míkrófóninn að monitornum.
Lélegasta lag sem þú hefur heyrt?
Lipurtá með Hauki Morthens.
Ég gæti kannski túlkað
góða plötusölu sem
aðdáun kvenna á mér.
Það átti að skikka mig
í leikfimi og ég sagði
bara: Hingað og ekki lengra,
ég er hættur!