Ísfirðingur - 12.12.1990, Page 3
40. árg.
miðvikudagur 12. desember
10. tbl.
Síra Ágúst Sigurðsson á Prestbakka:
Hugleiðing
á aðventu jóla
„Önd mín miklar Drottin og minn andi hefur glaðzt í Guði,
frelsara mínum. Því að hann hefur litið á lítilmótleik ambáttar
sinnar; því sjá, héðan afmunu allar kynslóðir mig sœla segja, en
hinn voldugi hefur gert mikla hluti við mig, og heilagt er nafnið
hans. Og miskunn varirfrá kyni til kyns við þá, er óttast hann. “
Það er gjarna á aðventu jóla, að vér minnumstþessara hendinga
Lúkasarguðspjalls. Þœr eru kallaðar Lofsöngur Maríu; hebreskt
Ijóðamál móður Guðs á jörð, sem vœntir sín við undarlegar
aðstœður, vonar hið mikla, sem spáð hefur verið um hið ófædda
barn, biður burt óttann úr brjósti sínu, trúir aðeins, gefur Guði
dýrðina og lofar hans heilaga nafn. Um hina ungu konu, sem
boðunarengillinn hafði vitrazt og yfirskilvitlega hluti hafði skynj-
að í kvíðablandinni hamingju, hefur leikið mikill Ijómi í hugum
kristinna manna. Með öllum þorra trúnemanna í hjörð Guðs
barna á jörð eru hinir einstœðu, dulrænu atburðir komu Krists
hafnir yfir skoðanaskipti og skýringarleit, en sérhver lágkúra
mannasetninganna afhjúpuð í þeirri himnesku birtu, sem ríkir
um móður Jesúbarns.
Trúðu aðeins. Vér kunnum söguna um gamla manninn, blind-
an og örvasa, sem kaus að eyða síðustu líkamskröftunum á
almannafæri, þar sem hann sat og endurtók í sífellu þessi orð:
Barnið mitt, trúðu aðeins. Hann vonaði að einhverjirþeirra, sem
fóru hjá í önn og hraðferð hversdagslífsins heyrðu hið veika kall,
hugsuðu um það og yrðu gæfusamir. Á aðventunni talar þessi
rödd djúprar trúarreynslu og innlifunar til vor spekimáli þeirrar
ábendingar, að hugsun vor og skilningur í jarðneskum heimi eru
bundin nálœgum takmörkum. Vér vitum raunar svo lítið um hin
dýpstu og hinztu rök lífsins, og næstum ekkert fyrir utan hinn
jarðneska skynheim. Hér eiga þau því við, með öllum sannind-
um, orðin: Trúðu aðeins. Umfram annan tíma kirkjuársins eru
þau yfirskrift aðventunnar ogfylling jólahelginnar. Öll hin lang-
sama umræða og ágizkun um komu Krists, um þá atburði, sem
urðu í lífi ungrar móður hans, er ekki óttaleg í smæð sinni, en
fyrst og fremst svo óþörf í fyrirsjáanlegu vonleysi heimslegra
hygginda og háðrar, skammdrœgrar vizku efnisbundinnar vís-
indaiðju. í miklum og fyrirhafnarsömum framgangi náttúru-
fræðinnar er getið til um tíð og aldur í ármilljóna mun, og sá
dagur er litlu nær, er gátan um sjálft lífsundrið verði ráðin. Vér
erum því knúin til að viðurkenna, hve lítið vér vitum, jafnvel um
hið sýnilega og áþreifanlega. Af hógværð hæfir oss bezt að hlýða
á Lofsöng Guðsmóðurinnar ogfara að orðum gamla mannsins,
trúa aðeins, hve mjög sem oss annars fýsti að vita þetta allt.
Þó að mikið hafi verið talað og skrifað, ályktað og deilt um
mennsku og guðdóm Jesú Krists, er jólahelgi fæðingar hans
ósnortin og umvafin fegurð og birtu í hugum vorum. Ekki er
kunnugt um orðræður eða ritverk, erfjalli um engilinn, sem dýrð
Drottins Ijómaði í kringum, og hinar himnesku hersveitir,
er lofuðu Guð á jólanótt í Betlehem. Helgi guðspjalls jólanna
er slík, að um það ríkir fullur friður orðanna: Trúðu aðeins.
Svo var og um hana, sem fæddi son sinn frumgetinn, vafði
hann reifum og lagði í jötu, og er enn bœði í hinni rómversku og
grísku kirkju, þar sem María er nefnd móðir Guðs, er allar
kynslóðir sælar segja og eiga að æðsta dýrlingi í lofi og ákalli
trúarinnar. Maríudýrkun var og mikil í voru landi í fyrra sið og
raunar all lengi síðan, þó að aflögð skyldi við siðaskiplin ogfjöldi
kirkna var henni helgaður til varðveizlu og í þjónustu. Á það
erum vér minnt nú, er jafnan verður nokkur umræða á jólaföst-
unni fremur en ella um dýrlinga kristninnar. Þorlák biskup helga
á messudag hans undir jól, Magnús Eyjajarl á Lúcíumessu hinn
13. desember, en viku fyrr á heilagan Nikulás erkibiskup í Myra
í Litlu-Asíu, en af honum er saga, sem færð var í letur austur á
Helgastöðum í Reykjadal fyrir sex hundruð árum, en þar var
Nikuláskirkja, eitt hinna liðlega 30 kirkjuhúsa á landinu, sem áttu
hann að nafndýrlingi. Var Nikulás biskup verndardýrlingur sæf-
arenda og eru flestar Nikuláskirkjur erlendis í hafnarborgum og
gjarna skammt frá bátalægi eins og í Kaupmannahöfn. En vér
þurfum ekki að undrast það íslendingar, eyþjóð fjarri skógar-
löndum, að Nikuláskirkjurnar skuli einnig hafa verið fram til
dala sem á Helgastöðum, því að timbrið í kirkjuhúsin var hættu-
legur farmur af Noregsströndum og um íslandshaf en hinn sœli
biskup mikils háttar til áheita. Greiddist svo siglingin, gafbyr og
reiddi vel af. Og þegar kirkjan var byggð, var hún helguð honum
í trúaralvöru fyrra siðar.
Þess er og að geta, að Nikulás biskup var árnaðarmaður barn-
anna, sœll af gjafmildi sinni og hjartahlýju í lifanda lífi, síðar
vörður og verndariþeirra í háska og sjúkleika. Jólin eru oft nefnd
hátíð barnanna, og er því aukin ástæða til að minnast verndar-
og trúnaðarmanns svo margra barna frá kyni til kyns, þegar vér
búum huga og sál undir komu jólanna. En hina engilsaxnesku
ímynd Nikulásar af Myra á síðustu tímum, skulum vér ekki
tileinka oss, því að hún er niðurlœgjandi, í vísvitandi uppspuna
sínum, fyrir minningu hins helga manns. Jólasveinarnir eru ung
þjóðtrú, sem eiga stœrri hlut í samkeppnisvon þesara tíma en
hinni kristnu aðventu. Minnumst heldur Guðsmóðurinnar og
Lofsöngs hennar, þegar hátíðin fer að: Önd mín miklar Drottin
og minn andi gleðst í Guði, frelsara mínum. Látum þann söng
óma í hug og hjarta á aðventunni, unz hann sameinast unaðs-
söngnum, sem aldrei þverr, rödd boðunarengilsins og himneskra
herskara í tákni og fegurð jólanæturinnar.
Gleðilega hátíð.
Ágúst Sigurðsson.