Ísfirðingur - 12.12.1990, Síða 4
4
ÍSFIRÐINGUR
Útgefandi:
Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vestfjörðum.
Blaðstjórn:
Pétur Bjarnason, ritstjóri (ábyrgðarmaður)
Magni Guðmundsson formaður blaðstjórnar
Anna Lind Ragnarsdóttir, Guðmundur Jónas Kristjánsson,
Kristjana Sigurðardóttir, Sigríður Káradóttir.
Pósthólf 253, ísafiröi
Prentvinnsla (sprent.
Sjálfstæðismenn
og þjóðarsáttin
AUmikill titringur greip um sig á Alþingi um
síðustu mánaðamót, þegar yfirlýsing kom frá
þingflokki sjálfstæðismanna þess efnis að þeir
myndu beita sér gegn staðfestingu bráðabirgða-
laga þeirra sem sett voru á launþega innan
BHMR í sumar. Par eð þrír stjórnarliðar höfðu
þegar lýstyfir að þeir myndu greiða atkvæðigegn
bráðabirgðalögunum virtist blasa við aðþau yrðu
felld og þar með væri svonefnd þjóðarsátt um
stöðugt verðlag úr sögunni.
Var málið komið á það stig, að ríkisstjórnin
var þess albúin að leggja þetta mál undir dóm
þjóðarinnar í kosningum þegar í janúar næst-
komandi.
Áður en til þess kom lýsti Hjörleifur Gutt-
ormsson því yfir að hann myndi ekki beita sér
gegn lögunum og þau þannig hljóta tilskilinn
meirihluta.
Samtímis kom í Ijós, að yfirlýsing sjálfstæðis-
manna varalls ekki í samræmi við afstöðu margra
þingmanna og því ekki að fullu marktæk. Fróð-
legt var að fylgjast með þessum þætti málsins,
einkum með hliðsjón af þeirri hirtingu sem blað
allra landsmanna, Morgunblaðið veitti Sjálf-
stæðisflokknum fyrir vikið. Þá fékk forysta
flokksins óblíðar kveðjur frá framámönnum sín-
um íatvinnulífinu, ogmáþarfyrstan nefna Einar
Odd Kristjánsson, sem auk þess að vera formað-
ur Vinnuveitendasambandsins er leiðtogi sjálf-
stæðismanna á Vestfjörðum.
Því hefur verið hvíslað, að Davíð Oddsson
hafi ráðið mestu um ofangreinda yfirlýsingu og
þykir ýmsum sjálfstæðismönnum, einkum á
landsbyggðinni lítið til stjórnviskunnar koma.
Lái þeim hver sem vill!
Hins vegar er það áhyggjuefni, fleirum en
sjálfstæðismönnum ef þessi framganga varafor-
mannsins er stefnumarkandi fyrir flokkinn í
næstu framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti
stjórnmálaflokkur landsins og landsmenn gera
kröfu til hans um ábyrga afstöðu í öllum mikil-
sverðum málum.
Þó orð Davíðs þyki jafngild lögum í borgar-
stjórn Reykjavíkur verður hann að skilja að því
er alls ekki þannig farið á landsvísu - sem betur
fer, kynnu margir að segja.
P.B.
Framboðslisti
Framsóknarflokksins
á Vestfjörðum
Listinn er þannig skipaður
1. ÓlafurÞ. Þórðarson, alþingismaður, Vilmundarstöðum
2. Pétur Bjarnason, fræðslustjóri, ísafirði
3. Katrín Marísdóttir, skrifstofumaður, Hólmavík
4. Magnús Björnsson, skrifstofustjóri, Bíldudal
5. Magdalena Sigurðardóttir, ritari, ísafirði
6. Guðmundur G. Hagalínsson, bóndi, Ingjaldssandi
7. Sveinn Bernódusson, járnsmiður, Bolungarvík
8. Kristinn Halldórsson, útgerðartæknir, Reykjavík
9. Guðni Ásmundsson, húsasmíðameistari, ísafirði
10. Jóna Ingólfsdóttir, bóndi, Rauðumýri.
Á aukakjördæmisþingi fram-
sóknarmanna á Vestfjörðum,
10. nóvember s.l. var gengið
frá framboðslista flokksins til
næstu Alþingiskosninga.
Var niðurstaðan að mestu í
samræmi við undangengna
skoðanakönnun meðal flokks-
bundinna framsóknarmanna í
lok október, en þar vann
Ólafur P. Þórðarson ótvíræðan
sigur, hlaut 292 atkvæði í fyrsta
sæti og alls 409 af 486 at-
kvæðum. Pétur Bjarnason
hlaut 246 atkvæði í 1.-2. sæti og
alls 371 atkvæði og Katrín
Marísdóttir hlaut 246 í 1.-3.
sæti, alls 350.
Úrslit skoðanakönnunarinn-
ar voru mjög skýr og var
röðinni haldið á listanum í sam-
ræmi við niðurstöður allt að 10.
sætinu.
Framsóknarmenn víðs vegar
að af Vestfjörðum fjölmenntu
á aukakjördæmisþingið, sem
haldið var í Stjórnsýsluhúsinu
á Isafirði. í máli þeirra sem þar
töluðu var almennt ríkjandi
bjartsýni á horfur í komandi
kosningum og er fullur vilji til
að heimta aftur tvo þingmenn
fyrir flokkinn í kjördæminu.
„Öflug þjóð í eigin landi“
Tuttugasta og fyrsta flokks-
þing framsóknarmanna var
haldið að Hótel Sögu dagana
16. - 18. nóvembers.l. Varþað
fjölmennt að vanda, starfssamt
og fjölda margar ályktanir sam-
þykktir.
Meðal þeirra atriða sem mesta
umfjöllun og umræðu hlutu
voru málefni EB og byggða-
mál.
Þingið leggur til að leitað
verði sérstakra samninga við
Evrópubandalagið ef ekki nást
samningar á milli EB og Efta.
Þingið hafnar aðild að Evrópu-
bandalaginu og telur hugmynd-
ir um inngöngu og aðild að því
háskalegar og lýsa uppgjöf við
stjórn eigin mála.
Samþykkt var ályktun um
byggðamál þar sem meðal ann-
ars er ályktað um verðjöfnun
um allt land á orkukostnaði,
símaþjónustu og annarri opin-
berri þjónustu. Lagt er til að
mynduð verði öflug atvinnu- og
þjónustusvæði, sem styrkt
verði og byggð upp af atvinnu-
þróunarfélögum og ráðgjafar-
þjónustu. Þá er þess krafist að
landsmenn fái jafnan aðgang
að allri almennri velferðar-
þjónustu, s.s. heilbrigðis-
félagsþjónustu og kennslu á
grunnskólastigi án þess að taka
á sig auknar greiðslur. Komið
verði á fót stjórnsýslustöðvum
í öllum kjördæmum á lands-
byggðinni og fjölgun starfa í
opinberri stjórnsýslu verði að
mestu þar á næstu árum.
ítrekuð er sú stefna að fram-
leiða hér hollar og góðar land-
búnaðarvörur sem þjóðin
þarfnast og mögulegt er að
flytja út. Þess verði gætt að
ganga ekki á hagsmuni íslensks
landbúnaðar með aðild fslend-
inga að alþjóðasamningum.
Flokksþingið fagnar þeim
mikla árangri sem ríkisstjórnin
hefur náð í efnahags og
atvinnumálum og telur mikil-
vægt að Framsóknarflokkurinn
verði áfram kjölfestan í
íslenskum stjórnmálum.
Messur
á ísafírði
AÐFANGADAGUR
Hnífsdalskapella ki 18.
ísafjarðarkapella kl. 23.30.
JÓLADAGUR
ísafjarðarkapella kl. 14.
Fjórðungssjúkrahúsið kl. 15.
Súðavíkurkirkja kl. 17.
GAMLÁRSKVÖLD
ísafjarðarkaþella kl. 18.
Messur
í Bolungarvík
24. DESEMBER
Kl. 18.00: Aftansöngur jóla.
25. DESEMBER
Kl. 14.00: Hátíðarmessa.
Kl. 15.30: Helgistund
á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur.
26. DESEMBER
Kl. 14.00: Jólamessa barnanna.
31. DESEMBER
Kl. 18.00: Aftansöngur: