Ísfirðingur


Ísfirðingur - 12.12.1990, Page 6

Ísfirðingur - 12.12.1990, Page 6
6 ÍSFIRÐINGUR Afmæliskveðja: Olafur Þ. Þórðarson alþingismaður fimmtugur Þann 8,. desember s.l. varð vinur minn, Ólafur Þ. Þórðar- son, alþingismaðurfimmtugur. Hann er sonur hjónanna Jó- fríðar Pétursdóttur frá Laugum í Súgandafirði og Þórðar Á. Ólafssonar frá Suðureyri. Þau hjón eru nú bæði látin fyrir nokkrum árum. Þau bjuggu all- an sinn búskap á Stað í Súg- andafirði og stórbættu þá jörð til búskapar eins og alkunnugt er hér um slóðir. Þau voru bæði af hinni fjölmennu og þekktu Arnardalsætt. Jófríður móðir Ólafs var dótturdóttir hins þekkta bónda í Vatnadal fremri, Friðberts Guðmunds- sonar, en til hans geta ótal- margir Súgfirðingar rakið ættir sínar. Ólafur er því af traustu vest- firsku bergi brotinn og bindur ekki ávallt bagga sína sem sam- tíðarmenn hans. Eftir barna- skólanám á Suðureyri hélt Ólafur til náms í Núpsskóla. Þaðan lá leið hans í Bændaskól- ann á Hvanneyri í Borgarfirði. Eftir það stundaði hann kennslu í Biskupstungum og svo lá leið hans í Kennaraskól- ann og þaðan lauk hann prófi 1970. Næstu árin gegndi hann starfi skólastjóra við barna- skólann á Suðureyri en tók svo við skólastjórn í Reykholti í Borgarfirði eða þar til hann var kjörinn alþingismaður fyrir Vestfirðinga haustið 1979 og hefur setið á Alþingi síðan. Þessi ljóshærði og norræni Súgfirðingur vakti athygli margra á ísafirði er hann átti erindi þangað á uppvaxtarárum sínum í Súgandafirði, sem óhjákvæmilega hlaut að gerast í sambandi við pólitík eða er- indrekstur í einhverri mynd innan Framsóknarflokksins. Skarpar gáfur hans, mælska og orðfimi í fundarsölum og á mannfundum vöktu athygli hinna pólitísku spámanna í höfuðstað Vestfjarða, ísafirði. Meðal þingmála er Ólafur hefur barist á móti er kvótafr- umvarpið og lögin í núverandi mynd ásamt skeleggri baráttu á móti bruggun áfengs öls í landinu og sölu þess. Ég held að margt af því and- streymi er fólkið á landsbyggð- inni á nú við að glíma hafi Ólafur Þ. Þórðarson. Ólafur komið auga á langt á undan öðrum, en það er gömul og ný saga að undanfarinn sér ýmislegt sem sporgöngumenn sjá ekki. Vonandi fá Vestfirð- ingar enn um hríð að njóta verka Ólafs á Alþingi. Að lokum óska ég Ólafi og fjölskyldu hans gæfu og gengis á þessum tímamótum í lífi hans. Lif heil. B.T.J. Blaðstjórn ísfirðings auglýsir eftir fjölhæfum starfsmanni til að vinna við ísfirðing í vetur. Helstu verkefni verða: Öflun efnis og auglýsinga í blaðið, frágangur blaðsins til prentunar, innheimta auglýsinga, og önnur störf í þágu blaðins. Launakjör eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Pétur Bjarnason í síma 94-4684 og vinnus.94-3855. Ennfremur aðrir blaðstjórnarmenn (sjá blaðhaus). Blaðstjórn ísfirðings. VÉLSMIÐJAN ÞÓR HF. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári RÖRVERK HF. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. Spakmæli: Best nýtta vatnsaflið í heiminum eru tár konunnar. Wilson Mizner. Hvað sem öðru líður skaltu gifta þig. Ef þú eignast góða konu verður þú hamingjusamur, ef þú eignast slæma konu verður þú heimspekingur. Sókrates. í hjónabandinu hafa báðir aðilar sama hlutverki að gegna: Að gera eiginmanninum allt til geðs. Ók. höf. Vel giftur maður á sjaldan vel gifta konu. Ók. höf. Sannleikurinn er það verðmætasta sem við eigum. Við skulum því fara sparlega með hann. Mark Twain. Það kemur fyrir að menn hnjóta um sannleikann, en flestir þeirra eru fljótir á fætur og hraða sér áfram eins og ekkert hafi í skorist. Winston Churchill. Lengsta ferðin hefst á einu skrefi. Kínverskt spakmæli. Að trúa er erfitt, að trúa ekki er ógerlegt. Victor Hugo. Ég á auðveldara með að fyrirgefa æskunni þúsund syndir en alls enga. Friedrich Hebbel. Maður er oftast nær eins ungur og manni finnst maður vera, en sjaldan eins þýðingarmikill. Ók. höf. Víst er leiðinlegt að eldast, en það er nú samt eina leiðin til langlífis. Ók. höf. Á æskuárunum viljum við breyta heiminum, á elliárunum viljum við breyta æskunni. Bob Brown.

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.