Ísfirðingur - 12.12.1990, Síða 7
ÍSFIRÐINGUR
7
Guðmundur Hagalínsson:
Búferlaflutningar
árið 1943
frá Lækjarósi í Dýrafirði að Hrauni á Ingjaldssandi
Þessi mynd af Hrauni á Ingjaldssandi er tekin síðastliðið sumar.
Foreldrar mínir, Magnea
Kristjana Jónsdóttir og Guð-
mundur Hagalín Guðmunds-
son, hófu búskap á Lækjarósi í
Dýrafirði vorið 1930.
Árið 1942 keypti faðir minn
jörðina Hraun á Ingjaldssandi
og hugðist flytja þangað vorið
eftir með fjölskyldu sína.
Móðir hans, María Sigmunds-
dóttir var fædd og uppalin í
Hrauni og þar höfðu ættfeður
okkar búið frá því rétt eftir
aldamótin 1800.
Amma okkar, María, hóf
strax að segja okkur systkinun-
um ýmislegt, þegar það var
ákveðið að við færum að
Hrauni. Hún sagði okkur frá
því hvað við þyrftum að varast
og þá helst nautin, sem geymd
voru í Nesdal á sumrin. Hún
þuldi yfir okkur örnefni sem við
lærðum, þó við vissum ekki
staðsetningu þeirra, en það var
auðveldara að átta okkur á
hvar þau áttu heima síðar meir
og ég held að fyrir bragðið hafi
búsetuskiptin ekki orðið okkur
eins framandi.
Ég mun riú rifja upp eins og
það festist í barnsminni mínu
þegar við fluttum. Fjölskyldan
var nokkuð stór, börnin voru
sex. Til að flytja á Ingjaldssand
á þessum tíma varð að fara sjó-
veg fyrir Barða og það varð að
vera lendandi við Sæbólssjó.
Þess vegna var ekki hægt að
ákveða fyrir fram hvaða dag
farið yrði.
Faðir minn hafði farið í
byrjaðan júní til að bera á túnið
og hafði Guðmundur Bern-
harðsson frændi hans hjálpað
honum við það. í>að var búið
að pakka niður búslóðinni;
einnig var búið að semja við
bátseiganda á Þingeyri sem ég
man ekki hvað hét, en báturinn
hét Ása og var 12 tonn.
Dagurinn sem passaði fyrir
okkur rann upp. Hann var
ákaflega fagur, sólskin og heið-
skír himinn, þetta var 16. júní.
Mamma hafði í mörgu að
snúast, eitt af því sem hún hafði
ætlað að gera var að lóga kett-
lingum, því kisa hafði gotið og
mömmu fannst ómögulegt að
fara með kisu án þess að fækka
þeim eitthvað. Við krakkarnir
vorum að biðja hana að fá að
fara með þá alla, en mamma
var nú ekki á því, tók fjóra kett-
linga, setti þá í poka og hugðist
losa sig við þá á þann hátt að
drekkja þeim eins og algengt
var. Fóstursystir okkar, Guð-
rún Valgeirsdóttir fylgdi henni
eins og skugginn og um leið og
mamma hafði lokið verknaðin-
um tók Gunna pokann með
kettlingunum uppúr læknum
og hljóp með þá inn til kisu.
Þeim varð ekki meint af baðinu
og allir fóru þcir lifandi á
Ingjaldssand. Búslóðinni var
ekið á kerru yfir á Mýramel á
fjöru, en þegar flæddi að kom
báturinn frá Þingeyri og var þá
allt okkar hafurtask borið um
borð.
Þegar átti svo að leggja af
stað þá var kviknað í þurri
þekjunni á bænum. Neisti úr
reykrörinu hafði fallið á torf-
þakið. Pabbi og mamma hlupu
heim til að slökkva og síðan að
þurrka upp af gólfi og skarsúð
vatnið sem þangað hafði borist
við slökkvistarfið, en þau jusu
vatni úr fötum á eldinn. Þegar
þessu var lokið var lagt af stað.
Það var innvindur á Dýra-
firði, gutlaði aðeins innfyrir
borðstokkana og ýrði lítilshátt-
ar á okkur einstöku sinnum.
Ferðin út að Sæbóli tók þrjá
klukkutíma. Eitthvað var
heilsufarið hjá sumum á leið-
inni ekki upp á það besta. Þeg-
ar komið var út fyrir Fjalla-
skaga varð minna úr hafgolunni
og þá varð næstum sléttur sjór.
Þegar utar dró, opnaðist Nes-
dalur, þar sem þarfanautin
voru höfð á sumrum. í Nesdal
hafði ekki verið búið síðan
Guðmundur norðlenski bjó þar
1842-47. Barðinn gnæfði upp-
yfir fullur af fugli og iðandi lífi,
en hrikalegur. Ekki hvarflaði
það að mér þá að ég ætti
nokkurn tíma eftir að ganga um
þetta fjall, en sú varð þó raunin
á síðar.
Þegar við komum út í Sæ-
bólsvör voru Sandsbændur að
koma frá Flateyri á þremur
bátum, því þeir voru að flytja
byggingarefni í samkomuhúsið
Vonaland. Pabbi átti árabát
sem hann flutti okkur á í land.
Þegar mamma og við krakkarn-
ir vorum komin upp í fjöruna
kenndi fyrsti báturinn þeirra
Sandsmanna grunns og um leið
stökk einn bátsverja út úr bátn-
um og kom hlaupandi upp
fjöruna til okkar, heilsaði og
bauð okkur öllum heim til sín,
því það var komið kvöld.
Klukkan var orðin hálftíu og
þótti sýnt að dagurinn myndi
ekki endast til að ná fram að
Hrauni. Þessi maður var Jón
Jónsson bóndi á Sæbóli, en
pabbi og hann voru systrasynir;
móðir Jóns var Sveinfríður Sig-
mundsdóttir.
Og á Sæbóli gistum við um
nóttina, en komum í Hraun
daginn eftir, 17. júní, sem ári
síðar var ákveðinn þjóðhátíð-
ardagur íslendinga. Um morg-
uninn þegar við vöknuðum var
sama veðurblíðan og er við
höfðum þegið góðgerðir var
farið að huga að því að leggja
af stað fram í Hraun. Jón
frændi lánaði pabba hest fyrir
kerruna okkar, því hestarnir
okkar voru ennþá fyrir vestan.
Þegar við vorum að búa okkur
af stað varð Sveinfríður, systir
ömmu þess vör, að margnefnd
kisa var með í för. Hún kallaði
á mömmu og bað hana um
eftirfarandi, sem ég ætla nú að
greina frá: Hún bað mömmu
að muna sig um það, að stíga
ekki fæti inn fyrir dyr í Hrauni
fyrr en við sæjum hvað köttur-
inn myndi gera. Sveinfríður
lagði svo fyrir að við ættum að
taka kisu og bera kassann
hennar að dyrunum. Taka síð-
an einn kettlinginn, láta hann
á dyrahelluna, opna dyrnar og
láta sjá hvað kisa myndi gera.
Ef hún vildi leita inn í húsið
með kettlinginn, þá myndum
við una í Hrauni, en ef kisa leit-
aði frá dyrunum væru litlar
líkur á því að við myndum
verða þar lengi. Þetta var nú
gert eins og sú gamla hafði mælt
fyrir og biðum við nú í ofvæni
eftir því hvað kisa gerði. Hún
skimaði í kring um sig, þefaði
af kettlingnum, vældi lítillega
og beið síðan litla stund, sem
okkur krökkunum fannst sem
heil eilífð, því við þorðum ekki
að láta í okkur heyra til að
trufla ekki köttinn. Allt í einu
tók kisa kettlinginn í kjaftinn,
labbaði inn að innri dyrum og
mjálmaði. Þá var óhætt að stíga
inn yfir þrepskjöldinn og í
Hrauni er ég búinn að eiga
heima í rúm 47 ár. Bændurnir
á Sandi hjálpuðu pabba að
flytja búslóðina á hestvögnum
og um kvöldið var allt sem við
vorum með komið á áfanga-
stað. Hestarnir og kýrnar voru
ennþá á Lækjarósi, pabbi fór
daginn eftir til aðsækjagripina.
Ég man eftir að ég heyrði talað
um það að það hefði verið mjög
erfitt að koma kúnum yfir
vegna snjóa á Sandsheiði, en
allt hafðist þetta. Við þessar
aðstæður bjuggu menn á þess-
um tíma, það voru ekki bílveg-
ir, það voru ekki gámar sem
búslóðinni var raðað í, nei, á
þessum tíma varð fólk að berj-
ast fyrir tilveru sinni hörðum
höndum. Nægjusemin hjá
þessu fólki var sérstök og hef
ég núna síðari ár oft leitt hug-
ann að því og borið saman
breytingarnar sem orðið hafa á
fimmtíu ára tímabili, svo ótrú-
legar, að vart eru til orð yfir
það.
Ærnar voru svo sóttar um
haustið. Þær voru mjög óróleg-
ar og notuðu hvert tækifæri til
að strjúka en voru passaðar. í
fjögur ár eftir að við fluttum
áttum við kindur á Mýrarétt í
göngum.