Ísfirðingur


Ísfirðingur - 12.12.1990, Síða 9

Ísfirðingur - 12.12.1990, Síða 9
ÍSFIRÐINGUR 9 Guðmundur Ingi Kristjánsson: Tvö haustljóð í dag er ég barn. Ég fer ekki framar í göngur svo fóthrumur sem ég er. En upp fyrir túniö ég ætla mér. í fyrirstööu ég fer og fénu aö hliöinu beini. Ég gæti götunnar hér hjá Gunnusteini. Stuttur er í dag stígur minn gerður. tekur mig til sín þaö sem tvisvar verður. Bergmáliö berst mér frá bernskunnar kalli. í dag er ég barn. í dag koma lömbin af fjalli. Haust í Bjarnardal. Haustmyrkriö þéttist þungt og grátt, þegjandalegt og svarafátt. Skýjanna rjáfur liggur lágt, lægra þó stjörnur í norðurátt, útiljós góöra granna - gott er aö vita til manna. Rofin er þögn á rökkurslóð, renna bílar meö vélahljóð. Liggur viö túnið frjáls og fær feröavegur í áttir tvær. Gott er á gráum degi að gleöjast af förnum vegi.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.