Ísfirðingur - 12.12.1990, Qupperneq 10
10
ÍSFIRÐINGUR
„Úrfrændgarði“
inu hér, því fyrir djassgeggjara
er Kaupmannhöfn hrein Para-
dís. Þú finnur varla það lítinn
pöbb að þar sé ekki hljóðfæri
og maður undrar sig oft á því
hvað hljóðfæraleikararnir
þurfa lítið pláss.
Og svo golfið.
Að sjálfsögðu.
Það má að sjálfsögðu ekki
gleyma golfinu. Golfvellir hér
í nágrenninu eru ekki margir,
við fundum þó einn mjög góð-
an og fallegan völl sem er ca.
15 km frá okkur. Nú erum við
orðin meðlimir og hugsum
okkur gott til að geta spilað golf
við bestu aðstæður næstu 7-8
mánuði.
Hús Jóns Sigurðssonar við
0stervoldgade er miðstöð ís-
lendinga hér í Kaupmannhöfn.
Á efstu hæðinni er íbúð sendi-
ráðsprestsins, þá er bókasafn
hér í húsinu undir stjórn ísfirð-
ingsins Kristínar Oddsdóttur.
Safn Jóns Sigurðssonar er mjög
gaman að skoða, en þar er
skrifstofa hans nánast eins og
hann stóð þar upp síðast frá
skriftum. Á annarri hæðinni er
svo fræðimannsíbúð og á
neðstu hæðinni veitingasalur.
Nú standa fyrir dyrum breyt-
ingar á húsinu og verður fræði-
mannsíbúðin flutt í annað hús
og veitingasalurinn stækkaður,
en hann er nú þegar orðinn allt
of lítill.
Þarna er oft margt um
manninn, sérstaklega á sunnu-
dögum og öðrum hátíðis-
dögum. Veitingasölunni
stjórnar Bergljót Skúladóttir,
sem er ísfirðingum að góðu
kunn, en hún kenndi við Gagn-
fræðaskólannfyrirum lOárum.
Hin íslenska gestrisni.
Safnaðarstarf er mjög öflugt
hér undir forystu sendiráðs
prestsins, sr. Lárusar Guð-
mundssonar. í íslenska söfn-
uðinum er fólk búsett á
Norðurlöndunum og eru það
Það hefur jafnan þótt nauðsynlegt fyrir íslendinga að stefna að því að auka
víðsýni og þroska með því að kynnast háttum og siðum frændþjóða vorra og
löngum hefur verið litið til Kóngsins Kaupmannahafnar í því sambandi.
Stuðningsmenn og velunnarar ísfirðings, Guðríður Sigurðardóttir íþrótta-
kennari á Isafirði og eiginmaður hennar Samúel Einarsson, „Sammi rakari“
hleyptu heimdraganum á síðasta sumri og réðust til vetursetu í Danaveldi ásamt
bömum, sínum til náms og starfa. Pistil þann er hér fer á eftir sendu þau okkur
nýverið ásamt meðfylgjandi myndum. Við „hér í Norðrinu“ kunnum vel að
meta þessar kveðjur og sendum þeim hjónum og fjölskyldu þeirra okkar bestu
jólakveðjur til baka, en blaðið mun væntanlega berast þeim fyrir jól.
„Þessi úr Norðrinu“
Þegar Pétur Bjarnason, rit-
stjóri ísfirðings fór þess á leit
við okkur að við sendum
nokkrar línur í jólablað ísfirð-
ings tókum við því fálega, enda
ekki vön blaðaskrifum, hvað
þá í eitt af jólablöðunum vest-
firsku, sem eru hin merkustu
rit og ávallt tilhlökkunarefni að
lesa fyrir hver jól. En eftir að
hafa hugsað málið sáum við
Bergijót Skúladóttir.
þarna kjörið tækifæri til að
senda öllum vinum og kunning-
jum fréttir og jólakveðjur á
einu bretti.
Það hefur færst mikið í vöxt
á undanförnum árum að fólk
taki sig upp með heilu fjöl-
skyldurnar og fari til lengri eða
skemmri dvalar erlendis.
Kennurum sem eiga að baki
langan starfsferil gefst kostur á
árs orlofi til frekara náms og er
ástæðan fyrir dvöl okkar hér í
Kaupmannahöfn að frúin
stundar nú nám í íþróttaf-
ræðum við „Danmarks Hpj-
skole for legems0velser“. Þetta
er mikið og fjölbreytt nám,
mjög spennandi og skemmti-
legt. Námstíminn er eitt ár og
eru þátttakendur eingöngu
Danir, að undanskildum einum
Grænlendingi og Guðríði og
eru þau oft kölluð: „Þessi úr
Norðrinu.“
Það er að sjálfsögðu töluvert
átak að rífa sig upp með heila
fjölskyldu og setjast að í öðru
landi. Það er ótrúlega margt
sem huga þarf að við svona
flutninga, íbúð, skólavist fyrir
börnin, vinnu fyrir húsbóndann
og svo allt umstangið við að
komast inn í danska kerfið, en
með aðstoð góðra manna gekk
allt upp og hér gengur lífið sinn
vanagang, rétt eins og heima.
Einhvers staðar stendur að
heimskt sé heimaalið barn
íslenski kirkjukórinn í Kaupmannahöfn. „Okkar maður“ á staðnum, Samúel í miðröð lengst
til hægri.
ekki fylgst vel með tímanum
þessi. Það var að vísu hér fyrir
nokkrum árum að alls konar lið
hafði hreiðrað um sig í hús-
unum hér, og okkur var sagt
að hér hafi verið stunduð
elsta atvinnugrein í heimi, en
nú hefur sú starfsemi flust til í
borginni og húsin öll í nágrenn-
inu verið gerð upp og orðin
mjög glæsileg. Hér býr ósköp
venjulegt fólk, rétt eins og
heima í Brautarholtinu.
Það voru mikil viðbrigði að
koma úr kyrrðinni heima í
Holtahverfi í ysinn og þysinn
hér. í staðinn fyrir árniðinn og
fuglasönginn var nú kominn
umferðaniður og útsýnið ein-
ungis skorsteinar og sjónvarps-
greiður.
Allir á hjólum.
En hingað vorum við komin
og ekki eftir neinu að bíða,
reyna að líta á björtu hliðarnar
og njóta lífsins hér í stórborg-
inni. Það sem vekur strax
athygli manns hér er hve margir
hjóla, enda aðstæður til hjól-
reiða einstaklega góðar og
mikið tillit tekið til hjólreiða-
manna í umferðinni. Við
tókum að sjálfsögðu hjólin með
út og hjóla feðginin til og frá
skóla, um 4 km hvora leið. Við
íslendingar mættum taka Dani
okkur til fyrirmyndar í þessum
efnum.
Annað sem vekur athygli í
umferðinni eru allir gömlu bíl-
arnir. Þeir eru ótrúlega margir
og nánast frá öllum tímum, allt
St. Poulskirkja.
frá árinu 1930. Manni verður
ósjálfrátt hugsað heim til
gömlu bílanna sem óku um
götur bæjarins á sjötta áratugn-
um og hve gaman hefði verið
að varðveita nokkur eintök.
Því miður hefur þessi þáttur í
varðveislu gamalla muna
gleymst.
Vestfirsk blöð og djass.
En Kaupmannhöfn er meira
en bílar og hjól. Borgin er
ósköp viðkunnanleg og
skemmtileg og margt sem
kemur manni kunnuglega fyrir
sjónir eins og t.d. öll íslensku
götunöfnin og húsagerðarlist-
ina þekkjum við vel. Morgun-
blaðið og DV er hægt að kaupa
dagsgömul á járnbrautarstöð-
inni og kvöldfréttir útvarpsins
heyrast öðru hvoru á stutt-
bylgju. Nú, síðast en ekki síst
fáum við svo Vestfirska frétta-
blaðið og BB, svo það er ekki
margt sem fer framhjá okkur
og alltaf gaman að fá góðar
fréttir að heiman.
Og ekki má gleyma músíklíf-
Víst má það til sanns vegar
færa, manni er hollt að kynnast
lífi annarra þjóða og horfa um
stund á heimaslóðirnar úr
fjarlægð. Maður sér hlutina í
nýju ljósi og kann að meta
margt betur en áður.
Rétt eins
og í Brautarholtinu.
Það var ekki laust við að fjöl-
skyldan yrði fyrir áfalli fyrsta
daginn hér í Westend 4, en það
er gatan okkar og minnir nafnið
meira á Villta vestrið en þessa
fyrrum höfuðborg íslands,
enda sagði leigubílstjórinn sem
ók okkur frá brautarstöðinni að
þetta væri Soho Kaupmanna-
hafnar. Það var ekki laust við
að færi um mann. Leigubíl-
stjórar ættu manna best að
þekkja skuggahliðar stórborg-
anna, en hann hefur greinilega