Ísfirðingur - 12.12.1990, Síða 11
ÍSFIRÐINGUR
11
ísf irðingar—Vestf irðingar
Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Kaupfélag Suðurnesja
Kaupfélag Bitrufjarðar
óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla,
árs og friðar, og þakkar jafnframt samstarf
og viðskipti á líðandi ári.
Kaupfélag Bitrufjarðar
"f •
i , '« V IoJMJL fiJtta fe
Á golfvellinum.
alls um það bil 10 - 11.000
manns. Kirkjukórinn hcfur æft
vel nú í haust undir stjórn
Peters Lange, organista við St.
Pálskirkju, en þar fara guðs-
þjónusturnar fram.
Messað er einu sinni í mán-
uði og var í síðustu messu
frumflutt verk eftir stjórnand-
ann, „Halleluja", sem hann
tileinkaði íslenska kirkjukórn-
um. í kórnum eru um 30 manns
og er æft einu sinni í mánuði í
Jónshúsi. Eftir æfingarnar er
hlaðið veisluborð hjá prests-
hjónunum á efstu hæðinni og
þar er hin íslenska gestrisni eins
og við þekkjum hana besta.
Nú á aðventunni verður að
sjálfsögðu haldið aðventukvöld
og þar verður dagskráin fjöl-
breytt. Þar mun m.a. íslenski
blásarakvartettinn, sem Sammi
leikur í, leika jólalög fyrir
framan kirkjuna og auk hans
koma fram kirkjukórinn,
barnakór, ýmsir hljóðfæra-
leikarar og Stefán Karlsson
handritafræðingur, senr flytur
erindi. Þar á eftir verður svo á
boðstólum jólaglögg í Jóns-
húsi.
Og meira „Julegl0gg“.
Nú þegar þetta er skrifað í
lok nóvember er búið að
skreyta alla miðborgina og allt
orðið mjög jólalegt, en Danir
byrja snemma að undirbúa
jólin. í heildsölunni þar sem
húsbóndinn vinnur var byrjað
að afgreiða jólavörurnar í
byrjun október og nú undnan-
farnar tvær vikur hefur jóla-
glöggið og það sem í það er
notað runnið út í tonnatali.
Manni skilst að desembermán-
uður sé einn allsherjar „Jule-
glógg“ og „Julefrokost“ mán-
uður. Þó jólahaldið sé mjög al-
þjóðlegt í okkar vestræna
heimi er sinn siðurinn í landi
hverju og spurning hvað við ís-
lendingar eigum að ganga langt
í að líkja eftir öðrum. A seinni
árum höfum við tekið upp ýmsa
nýja siði frá öðrum þjóðum,
suma góða, aðra slæma, en
þrátt fyrir allt eru íslensku jólin
ennþá íslensk og víst er að við
munum sakna heimahaganna,
fjölskyldunnar og vinanna um
þessi jól.
Kveðjur heim á Frón.
Einhvers staðar stendur
skrifað, að barn sem einu sinni
hefur lært að hlakka til jólanna
hlakki til þeirra allt sitt líf, en
barn sem einhverra hluta vegna
hefur kviðið jólunum muni
ávallt kvíða þeim. í þeirri von
að allir megi ávallt hlakka til
jólanna, sendum við okkar
bestu jóla- og nýárskveðjur.
Hittumst heil á nýju ári.
Fjölskyldan Westend 4
3. sal v. 1661 K.höfn.
Kjördæmissamband
Framsóknarmanna á Vestfjörðum
sendir öllum Vestfirðingum
svo og öðrum landsmönnum
innilegar jóla- og nýjárskveðjur.
Nýjar vörur daglega
Sérverslun með málningarvörur
Fagleg þjónusta
G.E. Sæmundsson
Bestu jóla og nýársóskir.
Frá ísfirðingi
Ritstjórnin sendir öllum
sem í blaðið hafa ritað á árinu
kærar þakkir fyrir góð samskipti.
Gleðileg jól - farsælt nýtt ár.
Óskum samstarfsfólki
og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Pökkum samskiptin á árinu
sem nú er að líða.
y*
ISPRENT HF.