Ísfirðingur - 12.12.1990, Blaðsíða 17
ÍSFIRÐINGUR
17
Ur þjóðsögum Jóns Arnasonar
Þuríður sundafyllir
Hólsá kemur upp í
Tungudal í Bolungarvík,
rennur skammt og kemur
til sjóar í miðri víkinni.
Efst í víkinni norðan við
ána er Tunga, vel húsaður
bær, sumir segja Þjóðólfs-
tunga.
Þuríður sundafyllir átti
bróður þann er Þjóðólfur
hét. Hann bað Þuríði að fá
sér land í Bolungarvík, en
hún leyfði honum svo
mikið land sem hann gæti
girt fyrir á dag. Hann fer til
og leggur garð frá Stiga og
vildi girða fyrir Hlíðardal
og Tungudal, en komst
ekki lengra en á miðjan
Tungudal um daginn og
sjást þess merki enn hvar
hann lagði garðinn. Þjóð-
ólfur kallaði sér báða dal-
ina, en Þuríður þóttist eiga
þann dalinn er eigi var girt
fyrir til fulls og varð so að
vera sem hún vildi. Þetta
líkaði Þjóðólfi stórilla og
hugðist að hefna sín og
stela yxni sem Þuríður átti
á Stigahlíð. Þuríður varð
vör við er hann gekk á hlíð-
ina og fór þegar á eftir
honum, en hann tók yxnið
og vildi leiða heim. Þau
mættust þar sem nú heitir
Ófæra, innst á hlíðinni.
Hún réð þegar á hann og
vildi taka yxnið en fékk eigi
atgjört. Varð hún þá so
reið að hún lagði það á
hann að hann yrði að steini
þar sem flestir fuglar á
hann skiti, en hann lét það
um mælt á móti að hún yrði
að standa þar sem vindur
nauðaði mest á og stendur
hún nú efst á norðurhorn-
inu á Óshlíð.
Þjóðólfur varð að kletti
og valt fram í sjóinn og
lenti á klöpp sem upp úr
stóð. Sá klettur var jafnan
alþakinn af fuglum og stóð
þar þangað til 1836 um
haustið, hvarf hann í logni
og ládeyðu eina nótt svo
enginn vissi hvað af varð.
Allir muna Bolvíkingar
eftir Þjóðólfi og vissu
gjörla hvar hann stóð, því
hann var stakur og róið
fram hjá honum í hvurt
sinn er á sjó var farið, og
fullyrða allir í einu hljóði
að so sé grunnt allt í kring-
um klöppina sem hann stóð
á að hann geti þar hvurgi
legið, en segja hann fyrir
því hafa horfið að þá hafi
verið úti álögutíminn.
Gjörla sást merki hvar
hann stóð á skerinu og hef-
ur hann verið rúmra fimm
faðma á þann veginn sem
niður hefur snúið...
Sunnan megin árinnar er
Landa-Leifur fram í
Tungudal. Neðar með ánni
er Hóll, norðan undir Ern-
inum. Bærinn stendur á
háum og víðum hól, það
segja menn að héti fyrrum
Lynghóll. Á þann hól er
sagt að Þuríður sundafyllir
létu reka kýr sínar. Það er
og sagt að jafnan er henni
varð litið til hólsins sýndist
henni sem ljós brynni þar.
Það lagði hún fyrir siða-
skiptum og fékk af því so
mikinn óþokka á hólnum
að hún lét ekki framar
þangað beita kúm sínum og
er mælt að hún léti sam-
stundis drepa eina af kúm
sínum sem óvart komst á
hólinn og kasta út slátrinu.
Ovættur í Látrabjargi
Á dögum Guðmundar
biskups góða var Látra-
bjarg í Barðastarandar-
sýslu til engra nytja eigend-
um þess sökum meinvætta
er héldu bjargið. Kærðu
þeir vandræði sín fyrir
biskupi þá er hann eitt sinn
var á ferð um Vestfirði og
báðu hann liðsemdar.
Biskup hét að hlutast hér
til. Fer hann í bjargið að
forvitnast um hvað vand-
ræðunum mundi valda. Þá
er hann hefur litast þar um
sér hann kall einn lfkari
tröllum en mennskum
mönnum. Biskup verpur
orðum á hann og spyr hvort
hann banni bændum bjarg-
nytjarnar, og kvað hann
það satt vera. Biskup deilir
á hann um siíkt og biður
hann burt fara. Þá mælti
kallinn: „Einhvers staðar
verða vondar kindur að
vera; ef ég skal burt úr
bjarginu þá hljótið þér að
ákveða mér hæli annars
staðar. En vita skulið þér
það herra biskup að ég er
ekki smáþægur um slíkt,
því margt fólk er á búi með
mér. Ég hefi tólf skip fyrir
landi og tólf menn á
hvorju, hafa þeir með að
fara tólf skutla hvor og fyrir
hvorjum skutli farast tólf
selar. Hvorn sel sker ég í
tólf lengjur og hvorja
lengju í tólf stykki og er þá
einn maður um stykki
hvort og tveir um totann.“
Biskup hlýddi tölu kalls og
leist honum vandhæfi að
ráða honum bústað. Leyfði
hann honum síðan nokk-
urn hluta af bjarginu og
heitir sá hluti þess Heiðna-
bjarg og eru þar tvær gjár
eða hellar sem Jötunsaugu
heita; þókti þar löngum
kenna reimleika.
Liðu svo aldir fram að
engir áræddu vaðsig í
Heiðnabjargi, því óhöpp
fylgdu jafnan viðburðum
þeim. Þess er getið að einu
sinni fór maður vaðsig í
bjarg þetta og sem hann var
kominn ofan í bjargið
fundu þeir sem vaðnum
héldu að laus var og drógu
upp. Vaðurinn varþríþætt-
ur og skornir allir þættirnir
Fóru þeir með vaðinn heim
að Látrum og sögðu sem
gjörst hafði. Kall blindur
var þar á Látrum og biður
hann þeir sýni sér vað-
skurðinn; þeir gjöra sem
kallinn beiddi og þuklar
hann og þefar af hvorjum
þáttarenda sér í lagi og
segir: „Einhvors konar
ókind hefur skorið tvo
þættina, en mennskur mað-
ur hefur skorið hinn þriðja.
Má vera að maðurinn sjálf-
ur hafi það gjört og farið
því með festi á bjargið og
hleypið niður í sama stað.“
Þeir gjöra sem hann bauð
og sem festin var niður
hlaupin var maðurinn þar
fyrir og batt sig í hana, en
þeir drógu upp. Sagði hann
þá þann atburð að óvættur
í bjarginu hefði skorið á
festina og sundur tvo þætt-
ina. Kvaðst hann þá hafa
séð að sá eini þátturinn sem
hélt mundi ekki þola þunga
sinn og því hefði hann skor-
ið hann.
Síðan var ekki tilraun
gjörð að síga í Heiðnabjarg
fyrr en Björn bóndi á Látr-
um byrjaði það um alda-
mótin 1800.
Tröllin á Vestfjörðum
A fyrndinni voru þrjú tröll
á Vestfjörðum sen tóku sig
til og ætluðu að moka sund
á milli Vestfjarða og hins
landsins nálægt því sem
það er mjóst, milli Gils-
fjarðar og Kollafjarðar.
Þó höfðu þau annan tilgang
um leið: Þau ætluðu sumsé
að búa til eyjar af því sem
þau mokuðu úr sundinu.
Að vestanverðu gekk
moksturinn miklu betur,
enda var Breiðafjörðurinn
allur grynnri en Húnaflói
og þeim megin tvö tröllin,
karl og kerling, og mynd-
uðu þau af mokstrinum all-
ar eyjarnar sem eru eins og
berjaskyr á Breiðafirði. En
að austanverðu fór allt
miður úr hendi þeirri einu
tröllkonu sem þar var, því
bæði er aumt eins liðið og
Húnaflói miklu dýpri og
varð því flest allt að blind-
skerjum sem hún mokaði
og leið næsta óhrein og
skerjótt um flóann.
Tröllin voru að moka
alla liðlanga nóttina og
gættu ekki að sér fyrr en
dagur var kominn á háa-
loft. Þá tóku vestantröllin
til fótanna og hlupu svo
hart sem þau gátu komist
austur og norður yfir
Steinadalsheiði og ætluðu
að fela sig í Kollafirði. En
þegar þau komu ofan á
sjávarbakkann kom sólin
upp og urðu þau þar bæði
að steinum sem síðan heita
Drangar. Standa þeir hvor
hjá öðrum í svokallaðri
Drangavík nálægt Kolla-
fjarðarnesi. Er annar
drangurinn allur meiri um
sig ofan og mjókkar niður,
það er karlinn, en hinn er
uppmjór en gildnar allur
niður svo sýnist móta fyrir
maga og niðurhlut og jafn-
vel lærum á honum, það er
kerlingin.
En frá kerlingunni sem
mokaði að austanverðu er
það að segja að hún varð of
naumt fyrir og gáði sín ekki
fyrr en birta fór. Hún stökk
þá norður yfir Steingríms-
fjörð og staðnæmdist hjá
klettabelti einu fyrir norð-
an fjörðinn sem malarhorn
heitir, þegar sólin skein á
hana. Hún var svo reið að
hún náði ekki upp í nefið á
sér af því að hún hafði ekki
getað látið standa upp úr
Húnaflóa nema fáeina
varphólma á fjörðum og
nokkur smásker. Rak hún
þá rekuna í grellsköpum í
Hornið svo fast að úr því
sprakk ey sú sem enn er á
Steingrímsfirði og Grímsey
heitir. Er það eina stóreyj-
an sem tröllkonu þessari
tókst að mynda. Og segja
menn að grjótlagið sé allt
það sama í eynni sem í Mal-
arhorni of sé það auðséð að
af því bergi sé hún brotin.
Rétt við eystri eyjarend-
ann er klettur einn líkur
nauti að lögun; hann er hár
og hnarreistur þeim megin
sem frá eynni snýr enda er
hann kallaður Uxi og er
hnarreisti endinn á honum
svipaður kirkjuturni, og
áttu það að hafa verið horn
uxans. Þann uxa átti kerl-
ing og stóð hann á eynni
þegar hún sprakk fram á
fjörðinn, en dagaði þar
uppi eins og fóstra hans.
Síðan hefur enginn ráðist í
að búa til eyjar á Breiða-
firði eða Húnaflóa né held-
ur reynt að moka sundur
landið milli meginlands og
Vestfjarða.
Kálfatindur
Efsti tindur á Hornbjargi
heitir Kálfatindur og á
nafnið að vera komið þann-
ig til: Frændur tveir bjuggu
á Horni, næsta bæ við
Hornbjörg. Var annar
kathólskar trúar, en annar
lútherskrar trúar; þrættust
þeir mjög um hvor trúin
væri betri; því hver hélt
með sinni trú. Kom þeim
að lokum saman um að
reyna kraft trúarinnar
þannig: Þeir áttu báðir ali-
kálfa og fóru með þá upp á
efstu gnípu bjargsins,
beiddust þar fyrir. Hinn
lútherski beiddi guð þríein-
an að bjarga kálfi sínum en
hinn beiddi Maríu og alla
helga menn að varðveita
sinn kálf. Varsíðan kálfun-
um báðum hrundið ofan
fyrir bjargið. En þegar að
var gáð var kálfur lútherska
mannsins lifandi að leika
sér í fjörunni, en hinn týnd-
ist svo ekki sáust eftir nema
blóðslettur. Játaði þá hinn
kathólski að Lútherstrú
væri betri og sncrist til
hennar.