Ísfirðingur - 11.12.1991, Qupperneq 3
41. árg.
miðvikudagur 11. desember 1991
8. tbl.
Forsíðumyndin:
Sjöundi dagur
í Paradís
Muggur - Guðmundur Thorsteinsson hefði orðið 100 ára á þessu
ári og af því tilefni er niynd hans á forsíðu ísfirðings fyrir þessi jól,
cnda ntjög fagurt verk. Ekki verður ævi Muggs gerð skil í blaðinu
að þessu sinni en hér verður sögð lítil saga af málverki því scm um
ræðir. Einnig kentur þar fram á hvern hátt Islendingar eignuðust
myndir Muggs. Frásögn þá sem hér fer á eftir sendi Jón Kr. Ólafs-
son á Bíldudal blaðinu og er honum þakkað það.
Skömmu eftir að Poul Uttenrcitter hafði lokið við bók sína um
Mugg, hringir hann til Júlíönu Sveinsdóttur og segir hcnni að nú
sé hann búinn að gera nóg í minningu vinar síns og nú vilji hann
selja henni „Sjöunda daginn í Paradís" fyrir 500 krónur danskar.
Mynd þessi, sern er klippimynd (glitpappírslíming) var unnin af
Mugg fyrri hluta árs 1920.
Júlíana segir við Poul, að því miður eigi hún ekki 500 krónur,
en nún skuli spyrja Gunnar Gunnarsson skáld, hvort hann vilji
ekki kaupa myndina. Ekki vildi Gunnar það, heldur keypti hann
mynd Júlíönu, „Smali á heimleið," sem hún hafði málað í Borgar-
firði 1924 og greiddi fyrir það 500 krónur, sem Júlíana notaði til
kaupa á málverki Muggs.
Maður er nefndur Elof Christian Risebye, f. 3. mars 1892. Hann
stundaði nám við listaháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1914-
1921. var hann þar samtíða Júlíönu Sveinsdóttur og flciri ís-
lenskum málurum. Hann varð prófessor við fresco- og mosaikdeild
Listaháskólans í Kaupmannahöfn árið 1949 og starfaði þar til
dauðadags 1961. Risebye kynntist aldrei Mugg meðan báðir lifðu,
en er hann kynntist verkum hans tók hann slíku ástfóstri við þau
að einstætt má telja.
Nú er að segja frá Júlíönu, að hún er í sjöunda himni vegna þess
að hafa eignast „Sjöunda daginn í Paradís," en þá lítur Elof
Risebye inn hjá henni og verður svo hugfanginn af myndinni að
hann segir: „Pessa mynd tek ég með mér hcim, ég læt þig hafa
eitthvað í staðinn eftir mig.“ Síðan tekur hann myndina undir
hendina og gengur út, en Júlíana stendur orðvana eftir.
Elof Risebye safnaði alls 46 myndum eftir Mugg og gaf þær allar
listasafni íslands 5. ágúst 1958. Hann haföi þó áður látið reisa
legstein yfir Mugg í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík, og fellt í
hann mosaikmynd, gullfallega. Hann ætlaði sér alltaf að fara til
íslands að afhenda myndirnar sjálfur, en heilsa hans leyfði það
ekki og kom það í hlut Júlíönu Sveinsdóttur að afhenda þær
Listasafni íslands.
Ein þessara mynda var „Sjöundi dagurinn í Paradís." Hún var
loksins komin heim.
J.Kr.Ól.
Elof Risebye, f.1892 d.1961.
Séra Sigríður Guðmarsdóttir, Suðureyri:
Jólahugvekja
Senn brjótast jólin gegnum skaflana og skammdegið og sœkja okkur heim.
Hvarvetna keppast menn við að undirbúa komu þessa langþráða gests. Gluggarnir
skarta aðventuljósum, svalir og þakskegg hafa búist mislitum Ijósaperum sem lýsa
upp dimmar göturnar. Frá húsunum leggur ilm af piparkökum og kaffibrauði,
hangikjötsilmi og kœstri skötu. Ryksugur þjóta um gólfin og háma í sig ryk og
óhreinindi. Og á milli verslana læðast leyndardómsfullar manneskjur með fangið
fullt af gjöfum sem enginn má sjá og skoða fyrr en á aðfangadagskvöld.
Smákökur - kertaljós - jólasálmar - rafljósaperur - jólasteikur - pakkar -
jólasveitar - hangikjöt - jólabjöllur - kirkjusókn. Oll þessi orð minna okkur ósjálf-
rátt á jólin, og flest leggjum við mjög hart að okkur við að flétta þessa þætti saman
í þá heild sem kallast jólaskap eða hátíðarbragur. Pað er stundum talað um að
jólin séu hátíð barnanna og þau eru það ekki síst vegna þess að á jólum verða
fullorðnir aftur börn. Stresstöskunni, vekjaraklukkunni og vinnugallanum ersteypt
af stóli smákökukrukkan, jóla bækurnar og spilastokkurinn skipa þeirra sess. Á
jólum eiga allir að vera saddir, útsofnir og glaðir. Á jólum má enginn vera ósáttur,
hryggur og einn.
Samt er það nú svo að þrátt fyrir allt erfiðið sem mennirnir leggja á sig fyrir jólin,
eru ekki allir í jólaskapi. Margir finna aldrei sárar fyrir einmanaleika en einmitt á
jólum, syrgja látin ástvin aldrei meir en á hátíð Ijóss ogfriðar. Sumir eru reiðir og
sárir út í náinn vin eða ættingja og svíður það aldrei sárar en á jólum. Jafnvel á
jólum er áfengiskössum staflað í búrin, jafnvel á jólum þarf lögreglan að hafa
afskipti affjölmörgum fjölskyldum á íslandi. Og utan úr lieimi berast okkur fregnir
af borgarastyrjöldum og mannvígum, vopnabraki og eyðileggingu - jafnvel á
jólum.
Úr hvaða þáttum ætlar þú, lesandi góður að fletta þína jólastemmningu? Hver
er þinn undirbúningur fyrir hátíð frelsarans? Segir þú vekjaraklukkunni stríð á
hendur og helgar fjölskyldunni nokkra daga úr lífiþínu? Ætlar þú að sækja messur
og rækta samband þitt við Guð? Hefurþú hugsað þér að gefa barninufrá Vukovar
peninga, svo að það lifi jólin? Verður þú ódrukkinn á jólunum? Hefur þú ásetl
þér að sættast við alla sem þú átt sökótt við fyrir jólin? Ætlar þú að sjá svo um að
enginn sem þú þekkir verði einn á jólunum?
Guð gefi að viðbúnaður þinn verði þér og öðrum til blessunar. Hann gefi þér
gleðileg jól.