Ísfirðingur - 11.12.1991, Síða 5
ÍSFIRÐINGUR
5
Sigurður H. Þorsteinsson:
Friður
Gef þú mér frið,
Guð þess ég bið.
Frið til að gleyma
fiónsku aldar.
Fara einmani
finna mig sjálfan,
glapið ei fái
gjörðir slæmar,
mínar né annarra
manna sona.
Lengi kann
lifa sá halur,
lífsspeki þá,
er lærða hefur.
Sálkönnun sína
sjálfur að annast
og segja ei frá
utan Guði einum.
Fyrsti vetrarsnjór
Eins og frumeindirnar raða sér
í atóminu,
raða snjóflygsurnar sér
á gluggann minn.
Mynstrin myndast og þiðna.
Þau renna niður rúðuna.
Týnast.
Þegar herðir á vindinum, eykst
snjókpman.
Ný mynstur snjóflygsanna
raðast á gluggann.
Ný fumefni verða til, þiðna,
leka niður rúðuna.
Týnast.
Þó að ekkert sé í rauninni, til nýtt
undir sólinni.
Þá á maðurinn eftir að
finna svo margt.
Eins og röðunarlögmál snjóflygsanna,
sem renna niður rúðuna og
Týnast.
Samt veit maðurinn hvað verður
um snjóflygsurnar,
sem þiðna á rúðunni minni
og verða að vatni.
En atómin sprengir hann.
Eyðir sjálfum sér og
Týnist.
Fallinn fyrir björg.
Lífið er hart og áföll eru mörg.
Eitt er þó mest og þér til hjarta gengur.
Drengurinn þinn er fallinn fyrir björg.
Framtíðarímynd hans er ekki lengur.
Sviplega voru stöðvuð unglings ár.
Eilífðin kom með gíslatöku sína
Höggið var þungt og heit þín sorgartár.
Hjálpi þér Guð að bera reynslu þína.
Nóvember 1991.
Rödd þín kemur.
Rödd þín kemur til mín langa leið,
laumast undir jörð í þræði grönnum,
rís úr mold og heilsar glöð og greið
gegnum blendinn klið frá öðrum mönnum.
Þessi rödd fer vel með algeng orð,
ómur hennar blítt í hlustum lætur.
Daglegt mál er borið létt á borð,
boðar góðan dag og mildar nætur.
Rödd þín kemur ung og innileg,
undir hennar gleði skal ég þegja.
Hennar yl og þokka þrái ég
þótt hún hefði ekki neitt að segja.
9.10.1991
Klukk (án gamans)
Strákar að leik,
stríðandi, kastandi, grýtandi
strákar að leik,
kýtandi.
Fullorðnir strákar á stefnum og þingum,
steytandi gúla í umræðuhringum.
Strákar að leik.
Við kjarnorkuvopn þeir án kæringar glingra.
Kvikindið maður? Peð milli fingra.
Strákar að leik,
strákar að Ijótum leik.
Frá vöggu til grafar mér virðist það koma
fram, eins og fyrr hefur sagt:
Strákar að leik.
Leikurinn breytist en eðlið og andinn,
alltaf er strákslegt, það er nú vandinn
og stöðugt á sviðinu stikla á kreik
strákar að leik,
strákar að leik.
(Áður birt í Byltu árið 1970)