Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1991, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 11.12.1991, Blaðsíða 7
ÍSFIRÐINGUR 7 „Að hafa trú á sjálfum sér“ Svo sem frá var greint í síðasta blaði var haldin á ísafirði ráðstefna um atvinnumál kvenna á landsbyggðinni í októ- ber s.I. Meðal efnis þar var erindi Helgu Dóru Krist- jánsdóttur bónda í Tröð í Önundarfirði. Helga hefur góð- fúslega heimilað Isfírðingi að birta erindið og fer það hér á eftir óbreytt: Bændur við tóvinnu. Jóhanna Kristjánsdóttir leiðbeinir. Frá vinstri: Brynhildur Kristinsdóttir, Vöðlum, Jóhanna Kristjánsdóttir, Kirkjubóli í Bjarnardal; Sigríður Magnúsdóttir, Kirkjubóli í Valþjófsdal og Sólveig Bessa Magnúsdóttir í Hjarðardal. Ágætu samherjar. Atvinnuþátttaka kvenna í land- búnaði hefur um skeið verið mitt áhugamál, svo þar er því kærkom- ið tækifæri að ræða það mál við ykkur hér í dag. Drjúgur tími kvenna til sveita fer nú í dag í að sinna heimilisstörf- um, auk þess sem flestar þeirra eru bændur í fullu starfi. Það er að segja, þær eiga og reka sín bú ásamt öðrum, oftast maka sínum. Þegar maður heyrir orðið bóndi þá dettur fólki oftast í hug karl- maður, en staðreyndin er hins veg- ar sú að tæplega helmingur bænda í landinu eru konur. Ef ég segi ókunnugum að ég starfi sem bóndi dettur fólki oft í hug að maðurinn minn sé dáinn eða að ég sé enn ógift í föðurgarði. En þeir sem betur þekkja til vita að ég bý með manninum mínum og saman reynum við að hafa jafn- ræði. Hvert bú er í rauninni lítið fyrir- tæki þar sem er í mörg horn að líta. Pappírsvinna og kaup á að- föngum, t.d. fóðurbæti eða vara- hlutum, - ég tala nú ekki um kaup á nýrri rúllubaggavél, eru hlutir sem taka drjúgan tíma með sím- hringingum út og suður. Mjólka þarf kýr og moka flór og sinna öðrum skepnum eftir þörfum. Eft- ir því sem við hugsum betur um blessaðar skepnurnar verður fram- leiðnin meiri. Mörg störf til sveita eru árstíðabundin, s.s. sauðburður - sláttur - sláturtíð - feldun - fengitími, þannig koma ýmsir álagstoppar. En inn á milli koma rólegri tímar. Rætt hefur verið um að koma á fót afleysingarþjónustu þar sem nokkrir bændur tækju sig saman og réðu til sín starfsmann til að leysa þá af til þess að þeir kæm- ust í frí. Það gleymist víst oft að bændur þurfa að komast í sumarfrí eins og aðrar starfsstéttir. Þarna gæti verið um að ræða nýtt hlutastarf eða aðalstarf. Síðustu ár hefur verið unnið markvisst að því að minnka bú- vöruframleiðslu með skerðingu á þeim kvóta sem hvert býli hefur til umráða. Með því liefur verið þrengt að bændum svo að fram- leiðslugeta eins býlis nægir ekki til framfærslu heillar fjölskyldu. Bændur hafa sumir brugðið búi vegna þessa - en eins dauði er ann- ars brauð. Ef búin skila ckki þcim arði sem þarf til að framfleyta fjölskyldunni verður annað hjónanna að vinna utan bús. Oft verður það hlutskipti konunnar. Atvinnumöguleikar til sveita eru æði misjafnir. Bændur nálægt þéttbýli hafa þó betri möguleika til að ná sér í einhverja aukavinnu en þeir sem búa tiltölulega afskekkt. Ef skóli eða aðrar stofnanir eru í sveitinni skapar það nokkra at- vinnumöguleika. Við getum nær endalaust skapað okkur atvinnu með því að þjónusta hvert annað og með því aukum við líka blessaðan hagvöxtinn sem er uppáhalds umræðuefni sumra stjórnmálamanna. Konur verða líka að vera opnari fyrir atvinnu sem hingað til hafa höfðað frekar til karlmanna. Hvernig væri að konur settu upp þjónustu til að mynda í sambandi við dekkjaviðgerðir eða bílavið- gerðir. Þetta er þjónusta sem þyrfti að vera á fleiri stöðum á hringveg- inum. Ferðaþjónusta er eitthvað sem við sjáum að við getum aukið og hlúð betur að. Ýmis þjónusta við ferðamenn er þörf og mætti auka. Bændur hafa gefið því gaum og nú þegar hafa allnokkrir atvinnu af því. En það er fleira matur en feitt kjöt og því verða konur að hafa augun opin fyrir öðrum atvinnu- tækifærum. Það hefur verið rætt um hvað gott það sé að koma börn- um úr kaupstaðnum í sveit um tíma til að kynnast sveitastörfum. Með því aukast tengslin milli dreif- býlis og þéttbýlis. Hugmyndin er góð en staðreyndin er sú, að tækni- væddur búskapur er stórhættu- legur börnum, sérstaklega um sláttinn. Nokkursveitaheimili liafa sérhæft sig í því að taka börn til sumardvalar. Boðið er upp á námskeið fyrir vistforeldra, þ.e. þá sem taka börn í sveit og gefin Ef ég segi ókunnugum að ég starfi sem bóndi dettur fólki oft í hug að maðurinn minn sé dáinn eða að ég sé enn ógift í föðurgarði. eru út tilskilin leyfi. Málið er að það kostar peninga að senda börn í sveit og mörgum er það þyrnir í augum. Hvert barn þarf sína þjón- ustu og umhyggju og það er ekki hægt að ætlast til að konur til sveita taki að sér börn ofan á önnur bú- störf nema þær gefi sig sérstaklega út fyrir það og hafi það sem at- vinnu. Bændur sem ekki geta stundað erfiðisvinnu vegna aldurs eða las- leika eiga þess ekki kost að búa með hinn hefðbundna búrekstur. Það liggur beinast við hjá þessum bændum að flytjast burt og á möl- ina. Þar er auðveldara að ná sér í léttari vinnu og fá þá þjónustu sem þeir þarfnast. í minni sveit hefur það til dæmis gerst að eldra fólk hefur flutt í burtu vegna þess að þjónustuna skorti og lítið var fyrir þetta fólk að gera. Eg vil meina að þetta sé vandamál sem verður að leysa. Það er sárt til þess að vita að fólk þurfi að yfirgefa heimabyggð sína til að lifa náðugri tíma. Er það ekki skylda okkar sem yngri erum og hraustari að sjá svo um að þetta fólk geti áfram búið hjá okkur og fundið þar öryggi. Það var haft eftir mætum manni á dögunum að hjálpa þyrfti fólki með fjárframlögum til að flytja burt. Auðvitað var því kröftuglega mótmælt jafnt í sveit sem borg. En bíðum hæg - hafa bændur ekki verið keyptir frá sínum heima- héruðum? Ég skildi þær hugrenn- ingar þannig að hér sé ekki neinn grundvallarmunur á því sem hefur verið að gerast hjá bændum nú. En hver mótmælti þá? Úr því ég er farin að tala um byggðamál þá bið ég fólk að hug- leiða það, að um leið og jaðar- byggð fer í eyði þá myndast önnur jaðarbyggð, alveg eins og þegar maður klippir jaðar af efnisbút myndast annar jaðar í staðinn. Ég held að við höfum enn kost á því að búa betur um okkur hér í fámenninu. Málið er að hafa trú á sjálfum sér til að koma hugmynd- um okkar í framkvæmd í sambandi við ný atvinnutækifæri. Sveltur sitjandi kráka en fljúg- andi fær. Það eru mörg störfin sem bóndinn þarf að sinna. Hér undirbýr Þuríður Gísladóttir á Kirkjubóli í Bjarnardal kartöflugarðinn sinn. Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökkfyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. FERÐAMIÐSTÖÐIN BILASALAN ELDING s/f Skeiði 7, 400 Isafirði, sími 94-4455, Fax 4455 Óskum samstarfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Pökkum samskiptin á árinu sem nú er að líða. ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA K 94-3223

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.