Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1991, Síða 11

Ísfirðingur - 11.12.1991, Síða 11
ISFIRÐINGUR 11 Við lendingu á Skálanesi. þegar hvergi er lengur landsýn að hafa. Pað var jafnvel hætta á að villast framhjá Skáleyjum, þrátt fyrir hann, því þungur útfalls- straumur liggur til norðurs, nokk- uð þvert á leið þeirra, innan við Skáleyjahleinar. Þarna verður æði úfinn sjór og úthverfur í norðan- veðrum. Rétt 14 ár voru liðin frá því að tveir bátar lögðu á flóann við svip- aðar aðstæður og nú, og fengu á sig áhlaupsveðrið sem áður getur. Sá sem ætlaði vestur á Barðaströnd hvarf í sortann út af Skálanesi, og hefur ekki sést síðan. Hinn, sem ætlaði í Látur bjargaðist við illan leik út í Látralönd. Áhöfninni var bjargað daginn eftir, og höfðu þá átt næturgistingu í úteyjum. Lík- lega hefur þeim Magnúsi og Jóni orðið hugsað til þeirra atburða á leiðinni út flóann, en óvíst að Sig- urður hafi vitað um þá. Áttavitinn átti að segja til um rétta stefnu, en klukkan að mæla hvenær þeir færu að nálgast skerjaklasana framundan. Á miklu gat oltið að þeir fengju land- kenningu áður en hvassviðrið sem spáð hafði verið næði á Breiða- fjörð. Þeir rýndu því fast út í sort- ann í von um að sjá Skarfaklett, þegar þeir áttu að vera farnir að nálgast hann. Enn hélst sama lognið. Á bakborða var sem tjaldi væri svipt til hliðar og við blasti Skarfa- kletturinn. Þeir voru drjúgan spöl þvert norður af honum, með stefnu fyrir norðan eyjar. Straum- urinn hafði dregið þá lengra norður á flóann en Jón hafði reikn- að með. Með sama áframhaldi hefðu þeir farið fram hjá Skál- eyjum að norðan sem ekki hefði þó þurft að koma að sök í færu veðri. Það óvænta við að sjá klett- inn var hins vegar að af honum stóð nú mjallstrokan í rjúkandi mekki. Á því augnabliki voru þeir sjálfir enn í logni en á því næsta skall fárviðrið og sjórokið á þeim líka. Leiðin sem nú þurfti að þræða liggur eins og áður segir meðfram Norðurlöndum, milli þeirra og Sölvaskerja nokkru norðar. Lítill vafi er á að það hafi ráðið úrslitum um ferðalokin að þeir sáu klettinn á því augnabliki sem veðurógnin skall á, því að þrátt fyrir að útsýnið lokaðist strax aftur vissi Jón ná- kvæmlega hvar þeir voru staddir og hvert halda skyldi. Leiðin út á Langeyjarsund var beint undan veðrinu, enda eins gott þar sem báturinn þoldi enga aðra stefnu. Jón reyndi að sveigja svolítið til suðurs í von um að sjá betur til lands á bakborða en það reyndist ófært í þeim darraðardansi Ægis- Úr Skáleyjum. Laust þang á reki veldur stund- um sjófarendum óþægindum þeg- ar það þvælist í skrúfu vélbáta. Þær eru þó misjafnlega veiðnar á það, eftir lögun skrúfublaðanna og þar var ekki Skandia barnanna best. Þegar hún fyllti skrúfuna af þangi varð ekki hjá því komist að slá af, „kúpla frá“ og hreinsa úr skrúfunni með þangkróknum. Og þetta gerð- ist nú. Vélin rölti í hægagangi á meðan Jón bograði við að hreinsa úr skrúfunni. Hallgrímur sat við vélarhúsið en Sigurður frammi í bátnum. Þegar hljóðið í vélinni hafði nú lækkað að mun, og hann ekki eins nálægt henni og hinir, veitti hann athygli þungum gný, sem barst gegn um sortann úr norðaustri. Hann kallaði því til fé- laga sinna að nú væri hann líklega að bresta á með hvassviðri. Þeir höfðu ekkert heyrt vegna nálægðar við vélina. Síðan var sett á ferð aftur og svipast um sem áður. Þá bar skyndilega fyrir augu vel þegna sjón, en að nokkru leyti óvænta. dætra sem þarna verður við svona aðstæður. Oft hafði Staðarbátur- inn sannað sjóhæfni sína, enda þurfti hann núna á henni að halda; skuturinn þéttur fyrir á lensinu, en reyndar miklu viðkvæmari á síð- una. Hallgrímur sat við vélina og sló af þegar með þurfti, til að missa ekki bátinn fram af brotsköfl- unum, en þó varð hann að bregða sér frá til að bjarga farviðum og festa þeim svo þeir færu ekki út- byrðis. Sigurði mun hafa verið of- boðið svo hann hafðist ekki að, ókunnugur slíkum uppákomum Jón hafði ærinn starfa við stýrið, að verja bátinn áföllum. Heldur var nú skyggnið meira en í logndrífunni áður, og fljótlega höfðu þeir landsýn aftur svo hægt var að þræða rétta leið út á Lang- eyjarsundið, að mestu áfallalaust, þrátt fyrir lemjandi sjórokið. Eng- in leið var þó að lenda í Strákum, sem er aðallendingarstaður í Skál- eyjum um lágt sjóað, frá fornu fari. Eini möguleikinn til að bjarga bátnum var að hleypa áfram út sundið og ná upp undir vesturenda heimaeyjarinnar. Óvíst var þó að það tækist, en ekki um annað að velja. Haldið var út með Fram- hólnum, síðan gegn um Trés- eyjarsund, þar sem beygt var þvert á bakborða upp undir Eyjarend- ann. Þarna var orðið mjög grunnt í útfalli, skrúfan fylltist af þangi en ekki hægt að stansa til að hreinsa það burt. Við illan leik komust þeir þó að landi í fjörutöngunum, all- miklu vestar en þurft hefði að vera. Ekki mátti miklu muna að þetta tækist. Mestar Iíkur eru á því að verr hefði farið, hefðu þeir ekki verið staddir nákvæmlega þar sem þeir voru þegar veðrið skall á. Þaðan sáu þeir rétta kennileitið og gátu hleypt beint undan. Hefðu þeir verið komnir eitthvað lengra hefði hvorugt getað gerst. Styttra komn- ir hefðu þeir enga landsýn fengið og ekki að vita hvort þá hefði borið, en óhreinar skerjaleiðir framundan. Undir myrkur féll sjór undir bát- inn á ný og var þá tiltækur mann- skapur mættur til að draga hann með landi inn á öruggan poll við Eyjarendann. Enn varsamaaftaka erfiðleikum í þessu veðri. Hann hafði lagst við legufæri í Gráðuvík við Múlanes, annaðhvort vegna dimmviðris áður en veðrið skall á, eða eftir það. í veðurofsanum sleit hann legu- færi en Jóhann skipstjóri hleypti undan veðrinu til Flateyjar, áfalla- laust. Morguninn eftir, þann 1. des, var veðrið gengið yfir en komið verulegt frost. Frosið hafði að bátnum við Eyjarendann svo þeir Jón og Hallgrímur þurftu að brjóta sér leið frá landi, þegar þeir héldu af stað út í Látur. Sigurður varð eftir eins og ráð var fyrir gert. Hall- Greinarhöfundur Eysteinn G. Gíslason. í baksýn er Skarfakletturinn, sem mjög kemur við söguna. Þarna féll fljótlega undan bátn- um og eftir að hafa fest út af hon- um og gengið frá eftir föngum lögðu þeir félagar af stað til bæja. Spölurinn þangað er um l'/2 km, en beint á móti óveðri og blindhríð að sækja, svo hann reyndist þeim seinfarinn og torsóttur eftir hrakn- inginn á sjónum. Leiðin frá Skarfakletti þangað sem þeir lentu er um 5 km löng og óhætt er að fullyrða að það mátti kallast vel sloppið að hafa náð lendingu heilir á húfi úr þeirri för. veðrið og ekki þótti því ráðlegt að fara frá landi og keyra þennan stutta spöl, þar sem allt er þangi vaxið og myrkur skollið á. Þess minnist ég að erfið var gangan heim móti veðrinu, í myrkri og þæfingsfærð. Dagurinn hafði reynt á þolrif margra áður en yfir lauk. Ekki man ég hvort tjón urðu í þessu áhlaupi eða hversu víða það náði um landið. Flóabáturinn Konráð var þá enn í förum á Breiðafirði og mun hafa lent í grímur komst leiðar sinnar suður, um Flatey, en Jón fékk sig fluttan til lands úr Skáleyjum einhverja næstu daga. Þá var Staðarvík lok- uð vegna íss. Dagurinn 30. nóvember 1950 hefur orðið ýmsum minnisstæður vegna þeirra hrikalegu veðra- brigða sem þá áttu sér stað. Að minnstakosti reyndist mér það þegar ég fór að rifja framangreinda atburði upp, með aðstoð þeirra sem við þá voru riðnir og enn kunna frá tíðindum að segja. Staðarbáturinn í nausti 1989. Við hann standa Jón Þórðarson (Flestar myndirnar sem fylgja frá- og Stefán Ananíasson, sem oft var með Jóni í sjóferðum. sögninni sendi Jón Þórðarson í Árbæ, en tvær sem eru hér á miðri síðunni tók Pétur Bjarnason). Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. _ , x Buðanes hf. ísafirði

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.