Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1991, Qupperneq 12

Ísfirðingur - 11.12.1991, Qupperneq 12
12 ÍSFIRÐINGUR Pétur Bjarnason: Draumurinn að rætast Jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiðar > " í' 1 T Útsýni frá gangamunnanum í Tungudal er fagurt. Um langan aldur hefur það verið draumur manna hér á Vest- fjörðum að komast hindrunarlaust á milli byggðarlaga allan ársins hring. Lengi vel var að mestu treyst á sjóleiðina víðast hvar, ásamt ferðum yfir fjöll í góðu veðri og þá helst að sumarlagi. Síðar var farið að aka, fyrst að sumrinu og síðar yfir veturinn þegar gaf og í vaxandi mæli farið að halda leiðum opnum eftir mætti. Næst létu menn sér detta í hug stutt göng yfír helstu tálmana og þá í mikilli hæð, en á seinni árum telja menn það hafa sannast að slík göng leysa ekki nema takmarkaðan vanda, auk þess sem þau eru dýr í vinnslu. ARNARNESHAMAR VAR FYRSTUR Fyrstu jarðgöng á íslandi voru sprengd í gegn um Arnarneshamar haustið 1949, fyrir42 árum og telj- ast þau vera 30 metra löng. Tæpast er hægt að segja að þróun í þessum málum hafi verið ör síðan þetta tímamótaverk var unnið. Næsti áfangi á þessum vettvangi, og reyndar sá fyrsti sem telja má raun- veruleg jarðgöng, varð 19 árum síðar, 10. nóvember 1967. t>á voru opnuð Strákagöng, 800 metra göng í gegn um fjallið Stráka, sem leystu af hólmi hið illræmda Siglu- fjarðarskarð. Næst liðu 10 ár og mánuði betur, en í desember 1977 voru opnuð göng um Oddsskarð, 640 metra löng. Þessi göng liggja í 632 metra hæð, en skarðið sjálft í 705 metrum. Reynslan hefur sýnt að slík lausn er ekki nægjanleg, mikil hæð munnanna teppir veg að þeim, auk þess sem berg er laust og mjög erfitt til borunar við að- stæður sem þessar. Eftir þessar framkvæmdir héldu menn að sér höndum drjúgan tíma, og á meðan frændur okkar Norðmenn og Færeyingar stór- efldu gerð jarðganga og þróuðu sífellt nýrri og betri tækni. Sá sem þetta ritar fór fyrir fimm árum dagleið í bíl milli Bergen og Her- mansverk við Sognsæ. A þcirri leið var farið í gegn um þrjátíu og fimm veggöng frá nokkrum tugum metra að lengd upp í um fimm kílómetra. Síðan hafa verið gcrð mörg göng í því ágæta landi og inni í Bergen eru nokkur göng hlið við hlið, hvort mcð sinni akstursstefnu. NÝ ÖLD ER HAFIN Ný öld í þessari vcrkmennt hófst síðan með gerð Ólafsfjarðar- ganga, sem opnuð voru fyrir réttu ári og jafnframt eru uppi áætlanir um áframhald, nú með Vestfjarða- göngum og síðan á Austurlandi. Reyndar hófst þróunin á ný með jarðgöngum við Blönduvirkjun nokkru fyrr. Nýlega var um margt ágæt grein í Fjármálatíðindum, eftir Valdi- mar Kristinsson þar sem m.a. voru ræddir vænlegir kostir í jarðganga- gerð á næstu tveimur áratugum. %■ Talað er um nálægt 70 km samtals, en athygli mína vekur að þau göng sem okkur Vestfirðingum er nauð- synlegt að fá svo fljótt sem auðið verður, eru þar ekki nefnd, en hér á ég við göng úr Dýrafjarðarbotni yfir í Mjólká. Þetta er stutt leið og eini kosturinn til þess að gera vest- urhlutann að einu samgöngusvæði. Þetta verk er ef til vill ekki í augsýn á allra næstu árum, en nauðsynlegt að sé haldið í umræðunni, svo það eigi þess kost að lenda í réttri verk- efnaröð. Stutt göng sem opna leið milli svæða sem clla eru ótengd stærri hluta ársins ættu að hafa nokkurn forgang þegar þörfin er metin. þar sem fram kemur flest sem máli skiptir um verkáætlunina. Hér á eftir fara þessar upplýsingar til glöggvunar. Göngin verða alls um 9.14 km og þrískipt með gatnamótum undir Botnsheiði. Frá Tungudal að gatnamótum (2.16 km) verða göngin 7.5 m breið með tveimur akreinum, en frá gatnamótum að Breiðadal (3.82 km) og frá gatna- mótum að Botnsdal (2.71 km) verða göngin 5 m breið með einni akrein og útskotum til mætinga á 160 m millibili. Halli í göngunum verður 1-1.4 % og mun halla út við alla munna. Steinsteyptir forskálar verða við alla munna með tveimur akreinum, 120-180 metra langir. Hreint engin smáhýsi það. Nýir aðkomuvegir verða byggð- ir í Tungudal, Breiðadal og Botnsdal auk þess sem nýr vegur verður lagður yfir botn Skutuls- fjarðar. Lengd vega utan ganga verður alls um 9 km með bundnu slitlagi, en vcgir í göngum vcrða malbikaðir eða steyptir. Jarðgöngin munu að mestu liggja í u.þ.b. 13-15 milljón ára gömlum basalthraunlögum, með gjallkarga og setlögum á milli. Göngin munu fara í gegnum all- marga bergganga og einnig munu þau skera fjölmargar sprungur og misgengi. Bergið verður styrkt eftir þörfum, aðallega með sprautusteypu og bergboltum. sem er samsteypa fyrirtækjanna ÍSTAKS HF, sænska verktaka- fyrirtækisins SKANSKA AB, norska fyrirtækisins SELMER ANLEGG AS og danska fyrir- tækisins fyrirtækisins PHIL & SÖN A/S. Fyrirtækin stofnuðu sameignar- fyrirtækið VESTURÍS SF um jarðgangaframkvæmdirnar í júlí 1991. Heildarupphæð verksamn- ings var tæplega 2.475 milljónir ISK á verðlagi í apríl 1991 og er áætlað að þeim Ijúki í árslok 1995. Ýmsir verkþættir við frágang jarðganganna eru utan verksamn- ings við VESTURÍS SF t.d. upp- setning Ijósabúnaðar og loftræs- ing. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er rúmar 3.000 milljónir ISK á verðlagi í apríl 1991. Helstu stærAir: Jarðgöng: Heildarlengd 8.69 km Lengd tvíbreið 2.19 km Lengd einbreið m/útsk. 6.53 km Breidd tvíbreið 7.5 m breidd einbreið 5.0 m Hæð 6.3 - 7.2 m Þversnið tvíbr. 48.5 m2 Þversnið einbreið 29.5 m2 Rúmtak 320.000 m3 Skiltuð veghæð 4.2 m Vegskálar: Lengd íTungudal 120 m Hæð munna 140 m y.s. Lengd í Breiðadal 180 m 183my.s. Lengd í Botnsdal 150 m 155 m y.s. Breidd 7.5 m Hæð 7.7 m Magn steypu 3.000 m3 mms ,-*f' ; iW «. . uv*. ‘,yj jbflt.'-’ítiL. , f, ,.„u ■% „Fjallið eina“. Allt i einu er risið stórhýsi. Enn heyrast þær raddir, að jarðgangagerð sé of dýr kostur fyrir okkur Islendinga, við eigum að halda heimóttarsjónarmiðum, hundsa framfarir og framþróun og hafast ekki að. Ekki verður hér eytt pappír eða tíma í það að elta ólar við slíka fordóma. Það er nógu slæmt að hafa misst áratugi, sem við hefðum getað notað til að koma hér á verk- mennt og þróun sem hæfa um- hverfi okkar og berglagi. VESTFJARÐAGÖNGIN En, draumurinn er að rætast, jarðgöngin borast æ lengra inn úr Tungudalnum svo næst er rétt að huga betur að því hvað hér er á ferðinni. Vegagerðin hefur tekið saman greinargott yfirlit um verkið Jarðgöngin munu leysa af hólmi snjóþunga og varasama fjallvegi um Breiðadalsheiði og Botnsheiði og stytta auk þess eftirfarandi ak- stursvegalengdir: Vegir: Lengd í Tungudal 2.47 km Lengd í Breiðadal 3.12 km Lengd í Botnsdal 2.16 km Lengd í Skutulsfirði 1.20 km Heildarrúmtak 520.000 m3 HALDIÐ Á VETTVANG Gísli Eiríksson umdæmisverk- fræðingur er í forsvari fyrir verk- kaupa, Vegagerð ríkisins, Sigurð- ur Einarsson, er staðarstjóri verk- takans, Vesturíss sf, en umsjón- armaður með verkinu er Björn A. Harðarson og það var til hans sem ég leitaði nú í byrjun desember og óskaði eftir heimild til að skoða framkvæmdirnar. Hann tók mér Ijúfmannlega og ég hitti hann í „kálfi“, eða eins konar bráðabirgðaviðbyggingu við húsakynni Vegagerðarinnar á Dagverðardal og þar sagði hann Vegalengdeftir Stytting framkvæmdir ísafjörður - Suðureyri 22.5 km 4.0 km Isafjörður - Flateyri 22.5 km 3.6km Suðureyri - Flateyri 29.0 km 4.7 km Vegagerð ríkisins sá um undir- búning verksins, fer með yfirstjórn þess og sér um eftirlit með fram- kvæmdum. Verkið var boðið út í einu lagi í febrúar 1991 að undangengnu forvali verktaka. Átta tilboð bár- ust og voru þau opnuð 18. apríl 1991. Samið var við lægstbjóðanda mér frá framkvæmdunum. Því næst var ég settur ofan í stór og traustleg stígvél, hjálmur settur á höfuð mér og síðan ókum við fram Tungudalinn að gangamunnanum. Það sem þar vakti fyrst athygli var nýtt „fjall“, að því er virtist í örum vexti ef marka mátti dökkleitt yfir- borð, sem stakk í stúf við snævi þakið umhverfið eins og nýrunnið

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.